Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERZLUN 35 FRAMLEIDSLA EFNAHAGS- BANDALAGSiNS VEX Á meðfylgjandi töflu sést, hversu mjög efnahagslíf Efnahags- bandalagsríkjanna sex og þá sér- staklega Vestur-Þýzkalands hefur náð sér að nýju eftir afturkipp þann, sem varð á síðasta ári. Fyrri hluta þessa árs hélt iðnaðar- framleiðsla Efnahagsbandalagsins áfram að aukast mjög hratt og í flestum aðildarríkjunum virtist eftirspurn erlendis frá, þar með talið frá öðrum EBE-ríkjum, fara vaxandi. Iðnaðarframleiðslan hélt áfram að vaxa á Ítalíu og útflutningur þaðan jókst verulega, einkum til Vestur-Þýzkalands. í Hollandi jókst iðnaðarframleiðslan enn hraðar en áður. Einnig í Frakk- landi var aukning iðnaðarfram- leiðslunnar stöðug, einkum á vél- um, efnavörum og stáli, alit fram að þeim tíma, er stjórnmála- ókyrrðin og verkföllin þar í landi hófust í vor. f Belgíu og Luxem- bourg varð lítils háttar aukning, sem var fyrst og fremst að þakka betri sölu á heimsmarkaðinum á stáli og endurnýjun á stálbirgðum innan Efnahagsbandalagsins. í Vestur-Þýzkalandi var aðal- ástæðan fyrir iðnaðarvextinum hins vegar eftirspurn innanlands, enda þótt stöðug aukning útflutn- ingsframleiðslunnar ætti þar all- mikinn þátt. Á síðasta ársfjórð- ungi síðasta árs jukust pantanir á iðnaðarvörum í landinu sjálfu um nær 10% frá næsta ársfjórð- ungi á undan. Enn fremur jukust pantanir erlendis frá á vörum til útflutnings um 3% á sama tíma. IÐNAÐARFRAMLEIÐSLAN FARI ENN VAXANDI. Iðnaðarframleiðendur innan Efnahagsbandalagsins eru sann- færðir um, að iðnaðarframleiðslan muni halda áfram að aukast hratt á næstu mánuðum. Er þetta byggt á síðustu skoðanakönnun Fram kvæmdaráðs Efnahagsbandalags- ins um viðskiptahorfur í fimm af sex löndum bandalagsins. í skýrslunni um þessa skoðana- könnun kemur fram, að batnandi horfur í efnahagslífi hafi einkum verið skýrar í Vestur-Þýzkalandi, en í skýrslunni eru lögð til grund- vallar svör frá fyrirtækjum, sem veitt voru mánaðarlega við spurn- ingum um rekstur þeirra á tíma- bilinu október 1967 til janúar 1968. Voru fyrirtækin þar m. a. spurð um fyrirliggjandi pantanir til þeirra á vörum og um áætlanir þeirra varðandi framleiðslu á næstunni. í Frakklandi byggðist bjartsýni einkum á pöntunum á vörum til útflutnings. í skýrslunni greinir frá enn frekari aukningu iðnaðarframleiðslu á Ítalíu og er það ekki hvað sízt að þakka vax- andi eftirspurn erlendis frá á iðn- aðarvörum landsins. Gert var ráð fyrir, að iðnaðarframleiðslan þar myndi vaxa talsvert á næstu mán- uðum. Minni bjartsýni ríkti varðandi Belgíu og Luxembourg. í skýrsl- unni var talið, að framleiðsluhorf- ur í Belgíu myndu fara aðeins batnandi á næstunni. Hvað Lux- embourg snerti, kom fram, að heildarpantanir á iðnaðarvörum þar voru aðeins minni en áður og þess sáust merki, að atvinna myndi minnka. Engu að síður var gert ráð fyrir, að framleiðslan þar myndi halda áfram að vera mikil. ÍTALÍA HOLLAND ÞfZKALAND FRAKKLAND BELCrÍA LUXEMBOURG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.