Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 45
FRJÁLS VERZLUN
41
urkenna undirstöðuhlutverk Ak-
ureyrar í byggðaþróuninni á næstu
áratugum. En það verður ekki
góðu heilli geymt öllu lengur. Sú
viðurkenning hefur slíkt gildi, aö
hún myndi gerbylta hugmyndum
Norðlendinga um framtíðarveik-
efni. Hún myndi jafnvel hafa
byltingarkennd áhrif á áform ann-
arra strjálbýlisbúa. Það er sann-
reynt, að kjarnamyndun í byggð,
í þeim mæli, sem verða á á Akur-
eyri, hefur mjög víðtæk áhrif til
aukinnar hagsældar í heiluni
landshluum. Nægir að benda á
samspil Reykjavíkur, nágranna-
bæjanna, Suðurnesja, Suðurlands
og Vesturlands.
Þetta mál er forvitnilegt út af
fyrir sig fyrir gestinn á Akureyri.
Bæjarlífið og umhverfið getur svo
sannarlega gefið honum hugmynd-
ir um það, að stofninn er sterkur.
Fyrir ferðamanninn.
En áþreifanlegri at.riði fyrir
ferðamanninn á Akureyri eru fyr-
ir hendi. Þjónusta, dægradvöl,
ferðalög. í þessu efni er Akur-
eyri allvel á veg komin. Heildar-
myndina skortir ekki mikið upp á
að vera glæsileg.
Og Akureyringar vinna að þess-
um málum af áhuga. í vor var
haldin ferðamálaráðstefna Akur-
eyrar, sem síðan á að halda ár-
lega. Sá vettvangur á að verða
grundvöllur fágaðrar ferðamanna-
aðstöðu í náinni framtíð.
Um þessa aðstöðu í dag má fá
aðgengilegar upplýsingar, þar sem
prentað hefur verið sérstakt kort
af Akureyri fyrir ferðamenn, með
viðskipta- og þjónustuskrá, en það
fæst ókeypis á ýmsum stöðum í
bænum, þar sem ferðamenn eiga
viðkomu. Einnig veita tvær ferða-
skrifstofur alla þá fyrirgreiðslu,
sem unnt er, en þær sjá m. a. um
skipulegar ferðir til fjölmargra
staða út frá Akureyri.
Hér á eftir verður getið um ýmsa
helztu þætti, sem snúa beint að
ferðamanninum á Akureyri.
• Gistiaðstaða.
Sérstakt tjaldstæði er við Þór-
unnarstræti, snertispöl sunnan við
Sundlaug Akureyrar. Svefnpoka-
rúm eru í Skiðahótelinu í Hlíðar-
fjalli, sem er um 7 km. frá mið-
bænum. Þar er einnig fullkomin
hótelþjónusta með gistiherbergj-
um og fæði. Farfuglaheimili er
starfandi við gatnamót Hörgár-
brautar og Stórholts. Hjálpræðis-
herinn við Strandgötu hefur gisti-
herbergi.
Auk Skíðahótelsins eru 3 hótel
rekin allt árið, en eitt til viðbótar
er rekið á sumrin. Hótel KEA við
Kaupvangstorg býður fullkomna
hótelþjónustu. Þar eru vínveiting-
ar og tveir barir. Hótel Varðborg,
sem rekið er af bindindissamtök-
unum á Akureyri, býður full-
komna þjónustu. Hótel Akureyri
býður gistingu og fæði. Og loks
er það Hótel Edda í heimavist
Menntaskólans, sem býður gist-
ingu og morgunmat.
• Yinis þjónusta.
Sölubúðir eru opnar eins og
annars staðar. Mjólk er seld í Kjör-
búðum KEA, nema á sunnudögum
aðeins í Mjólkurbúðinni við
Kaupvangsstræti fyrir hádegi. AU-
margar verzlanir selja út um lúgu
til kl. 23.30 á kvöldin, m. a. verzl-
SLIPPSTÖÐm H.F.
AKIJREYRI: Sími 21300
FRAMKVÆMUM ALLSKONAR
NÝSMÍÐI OG AÐGERÐIR
Á SKIPUM.
HEFIR JAFNAN FYRIR-
LIGGJANDI ALLSKONAR
EFNI TIL SKIPASMÍÐA.
LEITIÐ TILBOÐA - REYNIÐ VIÐSKIPTIN