Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 48
44 FRJÁLS VERZLUN um Grímseyjar fer fjölgandi, enda er þar merkilega búsældarlegt, þótt einangrað sé. Ferð frá Akureyri til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í gegn um Dalvík er flestum nýstárleg. Það gera Múlavegur og Strákagöng. Út af fyrir sig er gaman að skoða þessi nýju samgöngumannvirki og njóta í góðu veðri útsýnis frá Múlavegi til Grímseyjar. En þar við bætist, að með ferð um þessar slóðir má kynnast mjög vel dag- legu lífi Norðlendinga. — Þessa ferð má fara um leið og haldið er til Suð-Vesturlands, og er þá far- ið um Fljótin í Skagafirði og vest- ur. Innanverður Eyjafjörður er eitthvert glæsilegasta landbúnað- arhérað á íslandi. Um það má fara hringferð frá Akureyri og er það stutt leið. Auk landbúnaðarins er þar marga merka staði að sjá. Þá er ferð austur að Mývatm með viðkomu hjá Goðafossi og/eða í Húsavík. Sjálfsagt er að staldra við í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Þessa ferð má fara eftir mörgum leiðum og ýmist á stuttum eða löngum tima. Þó er rétt að benda sérstaklega á leiðina Vaglaskógur — Goðafoss — Mývatn — Húsavík (um kísilveginn) — Grenjaðar- staður í Aðaldal (byggðasafn). Við Mývatn er rekin ferða- þjónusta frá hótelunum tveim. M. a. sér Ferðaskrifstofa Akureyrar um skoðunarferð. Hún sér einnig um ferð til Öskju og austur og norður yfir Fjöll að Dettifossi, um Ásbyrgi, Tjörnes og Húsavík. Að slepptri Öskiuferðinni má fara þessa ieið á venjulegum bílum. Mývatnsferð má einnig tengja við ferð austur um land, annað hvort beint yfir öræfin eða með sjó um Axarfjörð, Melrakkasléttu (Raufarhöfn), Þistilfjörð (Þórs- höfn). Bakkafjörð og Vopnafjörð. Loks eru tjölmargar leiðir ó- taldar fyrir fjallafara eingöngu. Þessi stuttorða lýsing hefur að- eins fáeinar hugmyndir og ekki ei getið um margháttaða fyrir- greiðslu, sem unnt er að fá víða. A það skal bent, að sjálfsagt er að bera sig saman við ferðaskrif- stofur, þegar haldið er upp í ferð- ir um þessar slóðir, enda liggja Nonnahús á Akureyri, en það er opið til sýnis ásamt Davíðshúsi, Matthíasarhúsi, Amtsbókasafninu, Minjasafninu og Akureyrarkirkju. þar fyrir allar upplýsingar, sem treysta má á hverjum tíma, og ein- faldast og öruggast er að fela þeim útvegun á gistingu o. þ. u. 1. Ferðamannabærinn. Það, sem hér hefur verið sagt, gefur nokkra yfirsýn yfir ferða- mannabæinn Akureyri, höfuðstað Norðurlands og ferðamiðstöð. Að mörgu fleiru má hyggja í þessu sambandi, sem ekki er rúm tii að tíunda hér. Það má alla vega ljóst vera, að Akureyri liefur þegar af talsverðu að státa í ferðamálum. Enda sannast það á því, að inn- lendir og erlendir ferðamenn leggja þangað leið sína í síaukn- um mæli ár frá ári. Það er alltént nokkur viðurkenning. Því er ó- hætt að reyna Akureyrarferð í sumarleyfinu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.