Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 54
50
FRJALS VERZLUN
frá
ritstjórn
1 viðræðum manna að undanförnu um úrslit
forsetakosninganna hafa margir lýst þeirri
skoðun sinni, að dr. Gunnar Thoroddsen hafi
raunverulega orðið að gjalda þess, að hafa ver-
ið virkur þátttakandi í stjórnmálastarfi á Is-
landi, sem fólk líti almennt meiri gagnrýnis-
augum en fram lil þessa. Er þá átt við völd
flokkanna, flokksvélamar, innanflokkadeilur
og kannski misheiðarlegan tilgang sumra
þeirra, sem komast til nokkurra metorða í
flokksstarfinu.
Eðlilegt er, að þetta atriði sé íhugað rækilega
einmitt nú, hvort sem það hefur ráðið úrslitum
í nýafstöðnum kosningum eða ekki. Undan-
farnamánuði hafa verið uppi háværar raddir
stúdenta víða um heim, sem krafizt hafa lieim-
ildar til aukinna afskipta af stjóm eigin mála.
Gagnrýnin beinist gegn stjórnmálamönnum,
seni legið hafa frá barnsaldri í útungunarvélum
flokkanna til þess eins að koma sér vel fyrir
sem pólitíkusar síðar meir og stjórna án telj-
andi tengsla við samtíð sína. Almenningur íhug-
ar, hvort það sé aðeins að litlu leyti fulltrúar
hans, sem með völdin fara. Nýjum mönnum
hefur allt í einu hlotnazt ótrúlega skjótur
frami, af því að þeir voru ekki þrælbundnir í
bak og fyrir af kreddum flokkspólitíkurinnar.
I þessu sambandi má minnast Trudeaus hins
kanadíska.
Erfitt er að spá fyrir um það, hvort eða
hvernig þessa alþjóðlega óróa eða hreyfingar
kann að gæta á Islandi. ólíklegt er, að hrein-
rakaðir og snyrtilega klæddir stúdentar við Há-
skóla Islands taki sig til og blandi molotov-
kokkteila og hlaði götuvígi, vegna þess að hús-
næði Háskóla Islands er of þröngt og kennslu-
fyrirkomulagið að mestu leyti úrelt, og ein-
kennist af mörgum þeim göllum, sem erlendir
stúdentar hafa einmitt mótmælt í blóðugum
átökum. En hitt er jafnvíst, að íslenzkir stúd-
entar eiga eftir að fylgja kröfum sínum fastar
eftir en hingað til. Hið sama er sennilegt, að
allir almennir kjósendur geri einnig og að starf
stjórnmálaflokkanna og stjórnmálamanna verði
undir smásjánni.
Ástæðurnar eru nefnilega þær, að svo virðist
sem sú skoðun sé orðin talsvert útbreidd, að
störfum íslenzku stjórnmálaflokkanna sé ekki
háttað eins og fólk geti fyllilega sætt sig við í
lýðræðisriki. Ungir menn virðast til dæmis
hafa takmarkaðan áhuga á beinum stjórnmála-
afskiptum. Að minnsta kosti fer lítið fyrir því,
að stuðningsblöð stjórnmálaflokkanna kynni
okkur nýja og upprennandi efnilega menn, lík-
lega til afreka. Þar eru sömu mennirnir tals-
menn æskufólksins árum og áratugum saman,
á félagsfundum, ráðstefnum og flokksþingum.
Orsakir þessa áhugaleysis eru sennilega mjög
einstaklingsbundnar, en innbyrðis flokka-
drætti í flokkunum má þó tvímælalaust kenna
að allmiklu leyti um þetta. Þar eigast við fá-
mennar klíkur, sem bítast um völdin og leita
liðsinnis hinna óbreyttu flokksbræðra, þegar
á reynir, en eru ella að mestu úr snertingu við
þá. Því skal ekki í móti mælt, að margir ís-
lenzkir stjórnmálamenn hafa valið sér vettvang
af sönnum áhuga á að gera þjóð sinni gagn,
en svo eru líka aðrir, sem hugsa fyrst og fremst
og ef til vill eingöngu um sjálfa sig og sína
nánustu, sitja í nefndum og ráðum, seilast til
æ meiri áhrifa á flestum sviðum þjóðlífsins án
þess þó að búa yfir beinni getu til þess að sinna
öllum viðfangsefnum.
Þetta eru staðreyndir, sem flestum hafa verið
ljósar, þó að yfir þeim hafi verið þagað. Fólk
hefur talið sér trú um, að svona hlyti gangur
mála jafnan að vera og ekki þorað eða viljað
hreyfa andmælum. Á þetta jafnt við um ungt
fólk og hina eldri og reyndu. Aðstæður úti i
heimi eru hins vegar að breytast í þessum efn-
um, jafnt austan jórntjalds sem vestan. Þetta er
Islendingum kunnugt og umræðurnar, sem
orðið hafa nú í kjölfar forsetakosninganna gefa
tilefni til að ætla, að almenningur sýni í verki,
að liann óski eftir því að takmarka völd og ó-
skoruð umsvif minnihluta manna í stjórnmála-
forystu flokkanna, og minna þá á, að þeir eiga
að starfa í þágu fólksins og eru til þess valdir
af fólkinu sjálfu. Ef þetta reynist rétt, hlýtur
vitanlega áhugi og virk þátttaka hins almenna
kjósanda í stjórnmálastarfinu að vaxa. Væri
slíkt vissulega fagnaðarefni fyrir íslenzku
stjórnmálaflokkana alla.