Frjáls verslun - 01.07.1968, Qupperneq 9
FRJÁL5 VERZLUN
7
að komast að. 20 voru sem sagt
dæmdir til að falla. Mér fannst
harla lítil von, en ég ætlaði að
reyna.
Fyrsta prófið var stærðfræði.
Eftir prófið var hringt mikilli
bjöllu við skólann, og skólastjór-
inn las upp nöfn þeirra, sem máttu
fara — þeir höfðu þegar fallið.
Samkvæmt því hafði ég staðizt
stærðfræðiprófið. Næsta próf var
í dönsku. Ritgerðarverkefnið var
„En person i et dansk skuespil“.
Ég hafði séð Ævintýri á gönguför
eftir Hostrup á Akureyri, og ég
ákvað að skrifa um Skrifta-Hans.
Að lokinni ritgerðinni var hinni
miklu örlagabjöllu hringt á ný, og
nöfn hinna föllnu lesin. Ég var
ekki á meðal þeirra og þannig
rak hvert prófið annað. Það leit
út fyrir, að ég hefði náð inntöku-
prófinu. Ég var dolfallinn.
Síðar hef ég gert upp við mig
úrslit þessara prófa, og ég er sann-
færður um, að þau voru skrípa-
leikur. Sennilegustu ástæðurnar
eru tvær. í fyrsta lagi heíur
Bredstrup, skólastjóri, álitið sig
ábyrgan fyrir, að ég var kominn
til Danmerkur og af manndómi
sínum var hann fyrirfram ákveð-
inn í. að mér skyldi heimiluð
skólavist. Hann þurfti aðeins að
fara þessa leið til þess að tryggja
sig gagnvart kennslumálaráðu-
neytinu. Hin skýringin er sú, að
Bredstrup var ákaflega einarður
íhaldsmaður, en Nína Bang,
kennslumálaráðherra var social-
demokrat. Vera má, að hann haíi
ekki viljað fara að öllu að vilja
ráðherrans, þess vegna og eins
vegna hins, að ráðherrann var
kona. Þetta er aðeins getgáta mín,
byggð á síðari kynnum við Bred-
strup. Báðar þessar skýringar tel
ég sennilegar, en líklegt er þó að
báðar hafi stutt hvor aðra. í skól-
anum var ég síðan í 3 ár og lauk
þaðan prófi 1927, er ég hélt heim.
í sumarfríum sínum skólaárin
á Jonstrup vann Hannibal á syk-
urökrum á Dragsholm herragarði
og víðar. Með honum unnu þar
eingöngu Pólverjar og 3 danskir
stúdentar. Þeir hreinsuðu illgresi
af sykurrófuökrum, og var verkið
allt annað en eftirsóknarvert.
Hannibal fékk alla styrki jafnt og
Danir — aflaði tekna eftir föng-
um, en lifði ódýrt. Með Dönum
starfaði um þessar mundir nær-
ingaefnafræðingur og læknir, dr.
Hindhede, sem lagt hafði fram
nýjar kenningar um það, hvernig
unnt væri að lifa aðeins fyrir
nokkrar krónur á mánuði, án þess
að andlegur eða líkamlegur þrótt-
ur dvínaði. í nágrenni skólans var
matsölustaður. Þar kostaði fæðið
60 krónur á mánuði. Með þessum
nýju háttum, átti að vera unnt að
lækka fæðiskostnað um helming.
Hannibal á bókfærslu, sem sýnir,
að hann komst niður í 18 krónur
á mánuði. Átti hann þó ekki met-
ið, sem var 12 krónur. Hannibal
hélt heim að loknu prófi.
— Ég vildi ná einhverri fót-
festu í kennslunni og byrjaði því
að kenna smábörnum fyrst —
segir Hannibal. Ég stofnaði einka-
skóla á ísafirði fyrir 6 til 7 ára
börn. Ég hafði haft tal af Ásgeiri
Ásgeirssyni, þá fræðslumálastjóra
vegna þess, að aðeins kennarar út-
NÝR
DEUTZ
N?TT AFL í NÝJUM BÚNINGI
Komið og kynnið yður
DRÁTTARVÉLAR FRAMTÍÐARINNAR
á sýningarsvœði Hamars
HF. HAMAR,
véladeild
Sími 22123 — Tryggvagötu
og Borgartúni,
Reykjavík.