Frjáls verslun - 01.07.1968, Qupperneq 12
1 □
FRJALS VERZLUN
Hannibal í fjárveitinganefnd — annar frá vinstri í aftari röð'. —
Myndin er tekin um 1950.
Eðvarð Sigurðsson flaut inn á einu
atkvæði. Heíðum við misst stjórn-
ina, hefði ég staðið einn sem for-
seti sambandsins í andstöðu við
stjórnina.
Annars hefur allt of mikið
af orku verkalýðshreyfingarinnar
farið í innbyrðis flokkadrætti.
Mér fannst alltaf óréttlátt og ófor-
svaranlegt að halda eins sterkum
félögum og Sjómannafélaginu,
Iðju, Framsókn og Verzlunar-
mannafélaginu utan stjórnarinn-
ar, enda hefur komið í Ijós, að eft-
ir að þau komust í sambands-
stjórnina fer allt fram með friði.
Hver verður þess var, að einmitt
nú fari fram kosningar til Alþýðu-
sambandsþings, sem halda á í nóv-
ember?
— Eftir þetta var ég aðeins hálf-
ur maður í Alþýðuflokknum, en
1956 geng ég í kosningabandalag
við sosíalista. Alþýðuflokkurinn cg
Framsóknarflokkurinn höfðu þa
gengið í kosningabandalag saman,
þar sem þeir ætluðu í skjóli órétt-
látra kosningalaga að hrifsa til sín
meirihluta á Alþingi með aðeins
þriðjungi atkvæða landsmanna.
Þetta var hið svokallaða Hræðslu-
bandalag. Til þessa leiks gekk ég
ekki. Alþýðusambandið bauð til
samstarfs um atvinnumálastefnu,
en aðeins Sosíalistaflokkur-
inn svaraði. Þjóðvarnarflokkurinn
þurrkaðist út, og vinstri stjórnin
var mynduð upp úr kosningunum.
Þar fór ég með félags- og heil-
brigðismál og að auki verðlagsmál.
Samstarfið hélt svo áfram í sveit-
arstjórnarkosningum og þing-
kosningum, þangað til farið var
að undirbúa flokksstofnun úr Al-
þýðubandalaginu og gera það að
formlegum stjórnmálaflokki.
Það var unnt fyrir okkur sem
einstaklinga að semja við Sósíal-
istaflokkinn, og er ég ekkert
óánægður með það, þótt þeir segi
nú, að við höfum verið frekir og
harðdrægir. — En það leið ekki
á löngu, er flokksstofnunin var
komin á viðræðustig, að farið var
að bollaleggja um, hverjum ætti
að sýna trúnað og hverjum ekki.
Þá varð það aðeins þeirra klíka,
sem varð fyrir valinu. og þó var
vandinn ekki svo einfaldur, því að
Sósíalistaflokkurinn er í rauninni
fjórklofinn. Hann hefur ekki boðið
fram síðan 1956. — Þetta kom
bezt fram í aðdraganda kosning-
anna 1967. Samningar um fram-
boð þá voru eins konar Bratislava-
samningar. Síðast var gengið frá
framboði í Reykjavík og þá var sú
mýkt, er ríkt hafði á samninga-
fundum, rokin út í veður og vind.
Loks var boðað til fundar um
framboðið í Reykjavík, og fór þá
öll rógsmaskína Sósíalistaflokks-
ins í gang. Þessi vinnubrögð líkj-
ast einna helzt innrásinni í Tékkó-
slóvakíu, eins og orðheppinn mað-
ur hefur sagt, og síðan hefur
Sósíalistaflokkurinn verið ráðinn
í því að neyta aflsmunar. Meðal
okkar voru ekki svo sterk samtök
sem hjá þeim — aðeins Málfund-
arfélag jafnaðarmanna. — A
framboðslistanum voru kommún-
istar nálega í hverju sæti. Við
ákváðum þá að nota lagaákvæði
um framboðið og bjóða fram í
Reykjavík í nafni Alþýðubanda-
lagsins. Ég fór úr öruggu sæti á
Vestfjörðum til Reykjavíkur og
þetta tókst. Við hlutum hátt á
fjórða þúsund atkvæði, en Sósíal-
istaflokkurinn með Þjóðviljann og
alla aðstöðu í útvarpi og sjón-
varpi um 5 þúsund. Auðvitað var
þetta ekkert vit og fásinna ein,
hefði ég átt að hugsa um minn
eiein hag sem stjórnmálamaður.
Það hefði líka verið öruggari höfn
á sinum tíma að hafna í skjóli
Hræðslubandalagsins og lúffa með
öllu.
— Mér er það nú Ijóst, að
kommúnistarnir hafa yfirtökin í
framkvæmd Alþýðubandalagsins,
og þeir ganga að því opnum aug-
um að mynda nýjan dulbúinn
kommúnistaflokk. í slíku vil ég
ekki eiga þátt, því að íslenzk al-
þýða hefur ekkert með slíkan
flokk að gera. Brynjólfur Bjarna-
son var í miklum vafa um þessa
flokksstofnun, en nú er hann bu-
inn að fá skýr og ótvíræð svör
við því, að Alþýðubandalagið
verði hreinn marxistiskur flokkur,
og því getur hann sætt sig við, að
Sósíalistaflokkurinn verði lagður
niður. Nú, þegar enginn þorir að
játa að vera kommúnisti, er úr-
ræðið að framkvæma nafnbreyt-
ingu eina, og er þá lítil fórn að
leggja Sósíalistaflokkinn niður.
— En hvað gerist í rauninni með
því? Sósíalistafélag Reykjavíkur
og önnur slík eiga að lifa áfram.
Það á ekki að rekast á við lög Al-
þýðubandalagsins, þótt menn séu
í slíkum félögum. Sósíalistafélagið
á sjálfsagt að verða fræðslustofn-
un í marxistiskum fræðum og
skal tryggja innviðu Alþýðu-
bandalagsins í framtíðinni. Þaðan
verða svo innrásirnar gerðar eins
og áður, þegar þörf þykir. — Ég
hef aldrei kveinkað mér við
kommúnistaheitinu og látið það
sem vind um eyru þjóta, en það
hlægir mig að sjá menn, sem aldir