Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 24

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 24
22 FRJALS VERZLUN AXEL KAABER: SJÓTRYGGINGAR Sjódeildin hefur verið einn stœrsti liSurinn í viðskiptum félagsins og vandamálin eru þau sömu og þau voru fyrir hálfri öld. Eitt af mikilvægustu grundvall- aratriðum trygginga er, að hinn tryggði á að fá tjón sitt bætt, hvorki meira né minna. Þetta er eitt þeirra lögmála tryggingavið- skipta, sem Sjóvátryggingarfélag- ið hefur haft ofarlega í huga alla tíð, frá stofnun þess. Sjódeildin varð til við stofnun félagsins og hefur alla tíð verið stærsti liður í viðskiptum þess. Eftir því, sem árin liðu og fleiri mismunandi tryggingategundir voru teknar upp, urðu viðskipti Sjódeildar að sjálfsögðu minni hundraðshluti af heildarviðskipt- um félagsins, en varla hefur svo farið, að aukning hafi ekki orðið frá ári til árs í viðskiptum deild- arinnar, nema nokkur ár um og eftir lok síðustu heimsstyrjaldar. Samanborið við tölur, sem nefndar eru í tryggingum í dag, var allt smátt í sniðum fyrstu starfsár félagsins. Árið 1925 var t. d. beðið um tryggingu á 134 rúmlesta skipi og átti tryggingar- upphæðin að vera 40 þúsund krónur. Að vísu stærri króna en við eigum við að búa í dag, en hér er þó ekki allt verðrýrnun pening- anna um að kenna. Tilsvarandi nýtt skip í dag væri líklega tryggt fyrir um 10 milljónir króna. Svo virðist, sem viðskiptavanda- mál þau, sem glímt var við, við stofnun félagsins, og næstu ár á eftir, séu mikið til þau sömu enn í dag. Þótt ekkert sé farið frekar út í það hér, má finna mikinn fróðleik um slík mál í skoðunar- skýrslum Sveinbjarnar Egilson- ar, skipstjóra, frá fyrstu starfsár- um félagsins, en svo virðist, að ýmsar tegundir tjóna og tjóna- varnir séu mál, sem koma upp aftur og aftur, og séu því í raun og veru óleysanleg í eitt skipti fyr- ir öll. Axel Kaaber: Samkeppnin er hörð. Að sjálfsögðu hefur gengið á ýmsu hjá Sjódeildinni þau 50 ár, sem hún hefur starfað. Árið 1919 voru iðgjöld deildarinnar kr. 600 þúsund en 1938 voru þau 620 þús. krónur. Allveruleg lækkun varð á iðgjöldum ársins, sem stafaði af því, að það ár gengu í gildi lög um skyldutryggingu fiskiskipa undir 70 rúmlestum, en öll slík skip áttu þá að tryggjast í báta- ábyrgðarfélögunum. Árið 1939 varð hinsvegar veruleg hækk- un á iðgjaldatekjum, upp í kr. 1.288.000,00. Mjög ör aukning varð á tekjum Sjódeildar á stríðsárunum, sem von var. Árið 1943 námu iðgjöld deildarinnar 8 milljónum og 400 þúsundum króna. Eftir það varð allveruleg lækkun um nokkurra ára skeið, sem stafaði af lækkun stríðstryggingariðgjalda, eftir þvi sem bandamenn náðu valdi á kaf- bátahernaðinum. Nokkuð jöfn hækkun átti sér stað eftir 1951, en á síðastliðnu ári námu heildarið- gjöld deildarinnar nærri 75 mili- jónum króna. Það eru miklar og stórar upp- hæðir, sem Sjódeildin hefur greitt út fyrir tjón þessi ár. T. d. fórust 3 skip árið 1944, tvö af völdum hernaðar en eitt strandaði. Eitt þessara skipa var vöruflutninga- skip og var mestallur farmur þess einnig tryggður hjá Sjódeild félagsins. Heildartjón árið 1944 námu 6 milljónum og 330 þúsund- um króna. Út af fyrir sig er algjört tap á skipi ekki svo geysimikið atriði, þótt slík tjón séu stór og áber- andi. Algjört tap á skipi er frek- ar sjaldgæfur viðburður, sem bet- ur fer, og oft líða mörg ár á milli þeirra. Þessvegna hafa slík stór- tjón yfirleitt lítil áhrif á ákvörð- un tryggingariðgjalda. Öðru máli gegnir um partstjón. Þróunin hefur verið slík, að hinar litlu íslenzku hafnir, sem gerðar voru fyrir fá og lítil skip, verða nú að skýla miklu fleiri og stærri skipum. Þröngt er oft í höfninni og kapp stundum meira en forsjá. Þótt iðgjald skips nú í dag sé talið í hundruðum þúsunda króna, þá eru tjónin í samræmi við það.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.