Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 25
FRJÁLS: VERZLUN 23 SJÓTRYGGI/IG/IR 1919-1967 Reynslan er talin sýna, að af skips- iðgjaldi verði að leggja til hliðar um 20% fyrir mögulegu algjöru tapi og er þá eftir um 80% til að mæta öðrum tjónum og kostnaði félagsins. Skip eru dýr og viðgerð- arkostnaður tjóna mikill, en það er óumflýjanleg staðreynd, að ef tjón fara fram úr vissum hundr- aðshluta heildariðgjaldsins, þá hlýtur hækkun þess að eiga sér stað. Viðskipti Sjódeildar skiptast í tvo meginflokka, skipatryggingar og vörutryggingar. SKIPATRYGGINGAR. Iðgjöld skips fara að verulegu leyti eftir stærð skipsins og trygg- ingarupphæð þess, ásamt þeirri tjónareynslu, sem á því hefur ver- ið undanfarin ár. Má telja, að vátryggingarverðmæti skips sé smíðakostnaður þess, þegar það var nýtt, og helzt sú tryggingar- upphæð yfirleitt óbreytt um margra ára skeið. Gömul skip geta þó því oft verið vátryggð talsvert yfir réttu verði, ef miðað er við líklegt söluverð þess. Hinsvegar mætti segja, að sérstakt vandamál, hvað þessu viðvíkur, komi fram, þegar stór skip, eins og íslenzku botnvörpuskipin, falla svo mikið í verði, eins og raun ber vitni, að- eins vegna þess, að botnvörpu- veiðar eru ekki lengur taldar borga sig. Hafi verið samið um ákveðið vátryggingarverðmæti, er félagið bundið við það verð sem hámarks tjónbætur og getur ekki síðar borið fyrir sig, að vátrygg- ingarverðið hafi verið of hátt. Tjónbótum í skipatryggingum má skipta í tvo meginflokka, í fyrsta lagi tjón á eigin skipi og kostnaður við það, og í öðru lagi ábyrgðartjón. Verði skipið fyrir sérstöku tjóni, eins og t. d. ef það strandar eða laskast í óveðri, greiðir félagið að sjálfsögðu nauðsynlegan viðgerð- arkostnað, en greiðir þó ekki óbeint tjón, sem útgerðarmaður hefur orðið fyrir, t. d. aflamissi eða tafir skipsins frá notkun. Verði skip fyrir vélbilun í hafi og þiggi aðstoð eða björgun frá öðru skipi, geta kröfur fyrir slíkt num- ið mjög stórum upphæðum. Einn- ig, liggi skip illa varið eða illa bundið í höfn, þá getur það orðið fyrir stórfelldu tjóni, ef skyndi- lega hvessir eða alda eykst. Skipatrygging innifelur ábyrgð- artjón, en það eru þau tjón, sem skipið veldur þriðja aðila, t. d. við árekstur. Slík tjón geta verið mjög kostnaðarsöm, enda getur trygg- ing þess, sem valdur var að tjón- inu, orðið að bæta, ekki aðeins skemmdir á öðru skipi, heldur einnig afnotamissi, svo sem afla- tjón o. s. frv. Venjuleg skipa- trygging bætir þó ekki öll ábyrgð- artjón, t. d. ekki skaðabætur, sem útgerðarmanni er skylt að greiða mönnum í þjónustu hans, fyrir lífs- eða líkamstjón og fyrir tjón á eigum þessara manna. Skipatrygging er yfirleitt tekin til eins árs í senn, en iðgjalds- ákvörðun fer eftir þeirri tjóna- reynslu, sem orðið hefur undan- farin ár. Er þá tekið saman iðgjald að frádregnum endurgreiðslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.