Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 28
26
FRJÁL5 VERZLUN
BRAGI HLÍÐBERG:
BRUNATRYGGINGAR
Lausafjár- og fasteignatryggingar verða sífellt fjölbreyttari.
Segja má, að saga innlendrar
brunatryggingarstarfsemi hefjist
ekki fyrr en árið 1915. að Bruna-
bótafélag íslands var stofnað með
lögum, en það tók til starfa í árs-
byrjun 1917. Reykjavíkurbær
hafði þó um tíma annazt um
brunatryggingar á fasteignum í
bænum, en þær tryggingar höfðu
verið í höndum ýmissa danskra og
þýzkra tryggingafélaga, og var
svo allt til ársins 1939, að Sjóvá
tók þær tryggingar að sér. En
brautryðjendastarf Brunabótaíé-
lagsins var að mestu leyti fólgið í
tryggingum á fasteignum í sveit-
um og kauptúnum landsins. Þótt
félagið tæki að nokkru að sér
brunatryggingar á lausafé, var sá
hængur á í fyrstu, að upphæðjr
þær, sem félagið tók að sér, voru
takmörkunum háðar og að hluti
áhættunnar var eftir í héraði, sem
eigináhætta.
Það má því til sanns vegar færa,
að með stofnun brunadeildar Sjó-
vátryggingarfélagsins árið 1925
hafi fyrsta skrefið verið stigið til
reksturs lausafjártrygginga af
innlendum aðila, í því formi, sem
nú tíðkast hjá vátryggingafélög-
um. Félagið tók að sér allar teg-
undir áhættna, án sérstakra tak-
markana í upphæðum, tók hluta
af áhættunni í eigin áhættu og
sá sjálft um endurtrygginguna.
MIKILLAR AÐGÆZLU ÞÖRF.
Þegar höfð er í huga Reykjavík
ársins 1925, sem talið mun hafa
um 22.000 sálir, verzlun og við-
skipti í engu hlutfalli við það,
sem nú er, þá fer ekki hjá því, að
mikla aðgæzlu hefur þurft til að
rekstur brunatrygginga á traust-
Bragi Hlíðberg:
Síðustu árin erfið.
um grundvelli væri mögulegur,
með svo lítilli áhættudreifingu. En
utan um þennan kjarna var starf-
semi deildarinnar byggð og hefur
svo verið æ síðan. Saga deildar-
innar er fyrst og fremst saga
hinna frjálsu lausafjártrygginga,
því deildin hefur aldrei látið veru-
lega að sér kveða á vettvangi
hinna lögbundnu fasteignatrygg-
inga, en af mörgum eru þessir
tveir þættir álitnir óskyldir í eðli
sínu.
Það var því ekki nema eðlilegt,
að hægt væri farið af stað, en
reksturinn stóð nokkurn veginn
undir sér fyrstu árin. Iðgjalds-
taxtar voru fengnir „að láni“ hjá
dönskum félögum, sem þróazt
höfðu við aðrar aðstæður en hér
voru, því að um innlenda reynslu,
sem væri byggjandi á, var ekki að
ræða. Brunatryggingarskírteinið
sjálft var einnig sniðið eftir hinu
danska, og hefur það reynzt furðu
gott plagg, því umrót seinni tíma
hafa ekki náð að raska því neitt
að ráði. Þó að sumum kunni e. t. v.
að finnast við lestur þess, að það
sé gamaldags hefur það þann
kost, að það er eitt af fáum trygg-
ingaskírteinum, sem almenningur
getur lesið, skilið og sætt sig við,
sem hreina og skýlausa trygg-
ingu gegn þeim áhættum, sem um
ræðir.
STÓR BRUNATJÓN.
Rekstur deildarinnar gekk stór-
slysalaust fyrstu árin, raunar allt
til ársins 1948, en þá komu þrjú
ár í röð með árleg brunatjón, sem
fóru verulega fram úr iðgjöldum.
Sannaðist þar, að sjaldan er em
báran stök. Ógæfan byrjaði með
stórbruna í netagerðinni Höfðavik,
en það eina tjón kostaði félagið
um 2.2 milljónir króna, eða rúm-
lega 70% af iðgjöldum deildar-
innar það árið. Árið eftir s eig