Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 30

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 30
ZB FRJÁLB VERZLUN að teknar hafa verið upp ýmsar nýjar tryggingar á eignum manna, og eru tryggingar þessar að mestu reknar af Brunadeildinni, enda í nánum tengslum við hana. Aí' þessum tryggingum má nefna vatnsskaðatryggingar á ýmsu lausafé svo og húsum, gler- tryggingar og innbrotatryggingar. HEIMILISTRYGGINGAR. Fyrir nokkrum árum voru einnig teknar upp svokallaðar heimilis- tryggingar, en þær njóta nú síauk- inna vinsælda. Gilda þær gegn fjölmörgum áhættum, sem valdið geta heimilishaldi fjárútlátum, til viðbótar hinni gömlu og góðu brunatryggingu. Trygging þessi hefur talsvert verið kynnt fyrir almenningi og þeir eru margir, sem breytt hafa sinni gömlu brunatryggingu í heimilistrygg- ingu, eða tryggt með hinu nýja skírteini frá byrjun. Iðgjöldin eru lág, en rekstur á þessum flokki hefur staðið undir sér með óbreytt- um iðgjöldum frá 1957, eða frá byrjun. Raunar er um nokkrar að- skildar áhættur að ræða, sem tryggja má gegn með einu og sama skírteininu. Tryggingar þess- ar njóta aukinna vinsælda, þær eru þríþættar, sem hér segir: 1. Trygging á innbúi. 2. Trygging á ábyrgð fjölskyld- unnar. 3. Slysatrygging húsmóður og barna. Innbústryggingin innifelur bruna- tryggingu, jafnvíðtæka og áður hefur tíðkazt, vatnsskaðatrygg- ingu, sem gildir gegn tjónum af völdum bilana á vatnskerfi innan- húss, og ennfremur tryggingu gegn innbrotsþjófnaði. Trygging- ar þessar eru bundnar við heim- ili tryggingartaka, en þó eru greiddar nokkrar bætur þegar munir úr innbúinu verða fyrir tjóni af tryggðum orsökum, ef þeir eru til bráðabirgða á öðrum stöðum, t. d. á vinnustað, í við- gerð eða flutningi, svo eitthvað sé nefnt. Nýmæli er það, að bætur ER VEL TRYGGT fást greiddar, allt að 6% af trygg- ingarfjárhæðinni, upp í kostnað og leigu annarsstaðar, þegar hús- næði hins tryggða hefur skemmzt það mikið við tjón, að ekki er hægt að búa í íbúðinni á meðan á viðgerð stendur. Ábyrgðartryggingin gildir gegn þeim tjónum, sem fjölskyldan kann að verða skaðabótaskyld fyrir vegna tjóns á mönnum eða munum, skv. ísl. lögum og réttar- venjum. Trygging þessi er stund- um nefnd þriðja manns trygging og þarfnast raunar ekki annarra skýringa. Hún bætir ekki tjón, sem tryggt er gegn í ábyrgðar- tryggingu bifreiðar, né heldur tjón vegna fasteignar eða at- vinnu tryggingartaka. Slysatrygging á húsmóður og börnum er ætluð sem hjálp við meiriháttar slys, þar sem bætur eru fyrst greiddar þegar varanleg örorka nemur 5% eða meira. Full- ar örorkubætur nema krónum 100.000,00 fyrir húsmóður, en kr. 50.000,00 fyrir hvert barn innan 16 ára. Einnig greiðast krónur 10.000,00 sem dánarbætur fyrir húsmóður vegna bótaskylds slvss. Eðlilega er erfitt að gefa tæm- andi lýsingu á öllum atriðum þessarar tryggingar, en það helzta hefur nú verið nefnt. Ekki er óeðli- legt í þessu sambandi að nefna nokkur atriði, sem margir hafa spurt um hvort bótaskyld séu, og má þá nefna, að ekki eru tryggð nein brot eða álíka skemmdir á húsmunum tryggingartaka sjálfs, sem heimilisfólk hefur valdið. Ekki eru bætt nein tjón af vatns- flóði frá svölum eða öðru utan- aðkomandi vatni. Ekki heldur vatnstjón á húsinu sjálfu, nema það falli undir ábyrgðartrygging- una. Annars eru vatnstjón á hús- um (skemmdir og bilanir á leiðsl- um) tryggjanleg með sérstakri tryggingu. Ekki greiðast bætur fyrir húshjálp né dagpeningar af slysatryggingunni, þar sem bætur greiðast aðeins í samræmi við ör- orkumat. En að sjálfsögðu er hægt að tryggja gegn slysum með víð- tækari skilmálum en þessum. Að- altilgangur heimilistryggingar er því að grípa inn á fleiri svið, þar sem slys eða óhöpp geta valdið fjölskyldunni meiriháttar fjár- hagslegu tjóni, þó þannig að ið- gjaldið verði ekki óhæfilega hátt °g tryggingin nái almennri út- breiðslu. SÍFELLT FLEIRI SVIÐ TRYGGINGA. Um það má deila, hvort nú- verandi þróun sé heppileg, og ekki verður sagt um hvað fram- tíðin ber í skauti sér í þeim efn- um. Fólki þykir af því léttir. á fjárhagslegum umbrotatímum, að geta sótt bætur til vátryggingafé- lags, hvort heldur það er fyrir brotna gluggarúðu eða blautt gólfteppi. Sannarlega geta slik óhöpp komið illa við fjárhaginn. En höfuðmarkmið trygginga stendur þó óbreytt, að vernda menn gegn áföllum vegna tjóna. Hið gamla, góða brunatrvgg- ingarskírteini er einmitt gott dæmi um slíka tryggingarvernd. Þrátt fyrir breytta tíma og nýja hætti forðar það mönnum enn fiá fjárhagslegum áföllum. „SJÓVÁ” TRYGGT SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG fSLANDS H-F

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.