Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Page 33

Frjáls verslun - 01.07.1968, Page 33
iFRJALS VERZLUNÍ 31 T EMsvoii getur enn í dag valdið yður ó- bætanlegu tjóni ef þér tryggið ekki eigur yiar i samræmi vii miverandi verilag. Islendingar eru elzta tryggingaþjóJ i heimi. — Þegar á soguöld — höfiu menn mei scr cinskonar tryggingar, það er ai segja, ai ef cinhvcr vari fyrir tjóni voru allir mcnn i sama goiorii skyldir ai hjálpa þeim, sem fyrir tjóninu vari. — Nú á dögum, aftur á móti, greiia menn fyrirfram fyrir tryggingar sinar og láta trygging- arfólög hera áhættuna. — Tryggii hjá elzta og traustasta trygg- ingahlutafelagi landsins. Sjóvðtryqqil Jiess að hann sé skaðabótaskyldur að lögum, falla utan við svið þess- arar vátryggingar. 11. Vanefndir á samningi. Vátryggingin bætir aðeins tjón, sem vátryggður er ábyrgur fyrir eftir skaðabótareglum utan samn- inga. Ef ábyrgðartryggður smiður er skaðabótaskyldur vegna van- efnda á samningi, t. d. vegna við- gerðar, sem nauðsynlegt er að vinna upp að nýju, að nokkru eða öllu leyti, af því að smiðnum hafa orðið á mistök við viðgerðina, þá bætir ábyrgðartrygging ekki slíkt tjón. Sömuleiðis endurgreiðir ábyrgðartryggingin smiðnum eigi kostnað, sem hann verður fyrir í sambandi við það, að hlutur, sem hann hefur smíðað. reynist gall- aður eða ónothæfur. 12. Vinnuslys. Megnið af bótagreiðslum al- mennra ábyrgðartrygginga fer til greiðslu á bótum fyrir vinnu- slys. íslenzkir atvinnurekendur hafa stundum álitið ábyrgðartrygg- ingu óþarfa, vegna þess að laun- þegar eru sjálfkrafa slysatryggðir hjá Tryggingastofnun ríkisins skv. lögum um almannatryggingar nr. 40/1963. En dæmin sanna, að hin lögboðna slysatrygging hrekkur skammt. Bætur úr henni fyrir tímabundið atvinnutjón, „dagpen- ingar“, nema nú aðeins 165,00 kr. á dag fyrir kvæntan mann eða gifta konu, sem er aðaifyrirvinna heimilis, 146,00 kr. fyrir aðra og 19,00 kr. fyrir hvert barn á fram- færi, allt að þrem. Hámarksdag- peningar fyrir fjölskyldumann, sem verður óvinnufær vegna vinnuslyss, eru því 222,00 kr.1 Sé atvinnuveitandi hins slasaða að fullu skaðabótaskyldur, ber hon- um skylda til að greiða tjónþola fullt atvinnutjón, auk annarra bóta, sem getið er í 6. kafla hér að framan. Ef laun tjónþola eru t. d. 700,00 kr. á dag, bætir ábyrgðartryggingin 700,00 kr. -4- dagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins, sem eru 146,00 til 222,00 kr. á dag, eins og fyrr greinir. Örorku- og dánarbætur ríkis- trygginganna eru og miklu lægri en samsvarandi bætur úr ábyrgð- artryggingu. Á síðustu árum hafa sum stétt- 1 Sjá þó lög nr. 57/1968. arfélög samið um, að atvinnurek- endur kaupi sérstaka slysatrygg- ingu til viðbótar ríkistrygging- unni. Slíka vátryggingu selja vá- tryggingafélögin og greiðir hún talsvert hærri bætur en ríkis- tryggingin. í kjarasamningi er alltaf tekið fram, að bótagreiðsl- ur samningsbundinnar slysatrygg- ingaringar komi til frádráttar ábyrgðartryggingarbótum, eða bót- um, sem atvinnurekanda ber að greiða skv. islenzkum skaðabóta- rétti. Dragast bætur samnings- bundinnar slysatryggingar frá, á sama hátt og bætur Trygginga- stofnunar ríkisins. 13. Vátryggingarskilináíar. Þess er eigi kostur hér að segja frá vátryggingarskilmálum þeim, er gilda um almennar ábyrgðar- tryggingar. Það skal aðeins tekið fram, að menn geta valið um ýmsa skilmála og vátryggingar- upphæðir. Sumar tegundir at- vinnureksturs þurfa víðtækari skilmála en aðrar og greiða menn að sjálfsögðu hærra iðgjald fyrir fullkomnari váti'yggingarvernd. Vissar áhættur eru þó alltal undanþegnar ábyrgðartryggingar- vernd, bæði á íslandi og í öðrum löndum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.