Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 36

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 36
34 FRJALS VERZLUN' (1927) var þessum upphæð- um breytt í kr. 10.000,00, kr. 3.500,00 og kr. 5.000,00, talið í sömu röð og hér að framan. Árið 1929 er þessu breytt þannig, að lágmarksupphæðin var ákveðin kr. 10.000,00 fyrir hverja bifreið, þótt sami aðili ætti fleiri en eina. Árið 1931 var sú breyting gerð, að þær bifreiðir. sem gátu flutt 7—10 farþega í einu, áttu að vera ábyrgðartryggðar fyrir kr. 20.000,00, og stærri farþegabif- reiðir fyrir kr. 30.000,00. Ár- ið 1941 hækkaði lágmarkið í kr. 30.000,00, árið 1952 í kr. 300.000,00, árið 1958 í krónur 500.000,00 og loks árið 1965 í kr. 2.000.000,00. — Þessar lágmarks- upphæðir hafa ávallt gilt fyr- ir venjulegar stærðir bifreiða, en hærri upphæða verið kraf- izt fyrir stærri fólksflutninga- bifreiðir, og munu þær stærstu, sem nú eru í notkun, þurfa að vera vátryggðar fyrir allt að 9 millj. króna. Þessar hækkanir á tryggingar- upphæðum eru að sjálfsögðu að verulegu leyti afleiðing verðbólgu þessara ára. Þó urðu verulegar breytingar á skaðabótafjárhæðum vegna örorku af slysum eftir árið 1952, þ. e. eftir hækkun á vá- tryggingarupphæðinni úr krónum 30.000,00 í kr. 300.000,00, enda var vátryggingarupphæðin orðin alltof lág þá. Eins og að framan greinir, hef- ur lágmarksupphæð vátrygging- arinnar tvöhundruðfaldast frá ár- inu 1929 til þessa dags. Eigi er gott að finna viðmiðun um hækk- un verðlags almennt á þessu tímabili, en útseld vinna bifreiða- verkstæða hefur ca. sextugfaldast á þessu tímabili, úr kr. 2.50 í kr. 150,00 á kl.st. SKAÐABÓTASKYLDA — GREIÐSLUSKYLDA. Til aukins fróðleiks á því, hvernig sambandið milli vá- tryggðs bifreiðareiganda og vá- tryggingafélags er, þykir rétt að benda á, að hlutlæga skaðabóta- skyldan, sem slík, hvílir undan- tekningarlaust á skráðum eiganda bifreiðarinnar, nema bifreiðin sé notuð í heimildarleysi. Sá. sem notar bifreiðina heimildarlaust, er skaðabótaskyldur. Auk þess hvílir skaðabótaskylda á hverjum þeim, sem á sök á árekstri eða slysi. Vátryggingafélagið er hins- vegar greiðsluskylt, hvort heldur eigandi bifreiðar, ökiimaður henn- ar eða einhver, sem notar hana í heimildarleysi er skaðabóta- skyldur. En greiðsluskylda vá- tryggingafélagsins á skaðabótum takmarkast af vátryggingarupp- hæðinni, að viðbættum vöxtum og málskostnaði, þegar því er að skipta. Hins vegar getur skaða- bótaskyldan haft í fór með sér hærri skaðabótagreiðslur en vá- tryggt er gegn, og hinn skaðabóta- skyldi aðili er þá sjálfur skyldur til að greiða þann hluta skaðabót- anna, sem er umfram vátrygging- arupphæðina. Uppgjör vegna alvarlegustu slysanna. sem að jafnaði hafa í för með sér hæstu skaðabæturnar, dregst oft árum saman vegna Þess, að það tekur langan tíma að sjá hverjar hinar endanlegu af- ieiðingar af þeim verða fyrir hina slösuðu, Af þeim sökum hefur verðbólga þráfaldlega orðið til þess að auka svo tjónsupphæðir, að lögboðin vátryggingarupphæð hefur ekki hrokkið til fullra bóta. VÁTRYGGINGARSKILYRÐI FYRIR ÁBYRGÐAR- TRYGGINGU. Eigi er unnt að rekja hér ýtar- lega vátryggingarskilyrðin, enda

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.