Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 43

Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 43
íFRJALS VERZLUN 41 ÞORSTEINN EGILSON: SAGA SJÓTRYGGINGA Rakin saga sjótrygginga frá upphafi. Á því leikur enginn vafi, að tryggingar í einhverri mynd hafa verið til allt frá alda öðli. Sá sam- hugur eða félagsþroski, sem ligg- ur þar að baki, hlaut að vera skiJ- yrði þess, að menning gæti mynd- azt. Um þetta er þó næsta fátt vitað, því hin kunna saga mann- kynsins er ekki nema nokkurra árþúsunda gömul. Fyrstu menningarríkin urðu tii við stórfljótin, sem runnu um Kína, Indland, Mesópótamíu og Egyptaland. Þetta var engin til- viljun. Þar var veðurfar hagstætt, meðfram fljótunum var sífrjór jarðvegur vegna framburðar fljót- anna, en fljótin sjálf, breið og lygn, voru ákjósanleg samgöngu- leið, mörg hundruð kílómetrar á lengd. Menn gerðu sér fley og blómleg viðskipti tókust milli byggðarlaga. DREIFÐ ÁHÆTTA. Á þeim tímum hefur ekki verið kjörviður í kili og mörg fley haía týnzt. Með þeim týndist dýrmæt- ur farmur. Til eru áreiðanlegar heimildir um það, að kaupmenn dreifðu áhættu sinni, fluttu faim hvor fyrir annan, og áttu þá lítið í húfi í hverju fleyi. Þetta var um 3 þúsund árum fyrir Krist. Um líkt leyti bjuggu Kaldear við Persaflóa. Kaupmenn þeirra fóru í langar verzlunarferðir og héldu hópinn til að verjast ræn- ingjum. Kaupmenn höfðu oft með sér gagnkvæma tryggingu í slík- um ferðum, þannig að þeir, sem fyrir engu eða litlu tjóni urðu, bættu að nokkru tjón hinna, sem óheppnari voru. Meðan siglingarnar voru bundn- ar við fljótin ein, var þeim að sjálfsögðu mjög þröngur stakkur Þorsteinn Egilson: Löng saga í stuttu máli. skorinn. Engin fyrrnefndra menn- ingarþjóða varð siglingaþjóð, svo teljandi sé, nema Egyptar, en um siglingar urðu brátt aðrir þeirn fremri. Vagga sjómennskunnar stóð við Miðjarðarhafið austanvert, um 1000 árum fyrir Krist. Það var ekki heldur nein tilviljun. Þar höfðu risið mörg menningarríki, hvergi var langt milli stranda eða hafna, sjávarfalla gætti ekki, hvorki voru þar þungar rastir né hættuleg sker og veður voru sjaldan válynd. Grikkir voru þá forustuþjóð, en nýlendur þeirra við Eyjahaf voru þeim fremri um siglingar. Miklu fremstir voru Fenikar. Þeir sigldu um allt Mið- jarðarhaf og reistu víða verzlun- arborgir. Merkust þeirra var Karþagó. reist um 800 árum fyrir Krist. Fenikar sigldu út á Atlanz- haf, niður með Afríku og ef til vill suður fyrir hana, norður með vesturströnd Evrópu og sennilega allt til Englands. SJÓVEÐLÁN. Sjóskipin voru að sjálfsögðu miklu stærri en fljótaskipin, farm- arnir stærri og dýrari og siglinga- hættan vissulega meiri. Það leik- ur tæpast vafi á því, að feniskir kaupmenn dreifðu áhættu sinni, á líkan hátt og áður segir, en heim- ildir um það eru ekki öruggav. Vátryggingar voru ekki komnar til sögunnar, en þá tíðkuðust sér- stök sjóveðlán, sem um margt áttu skylt með vátryggingum, og verð- ur síðar að þeim vikið. Siglingar um höfin höfðu marg- an vanda í för með sér og einn þeirra var sá, hvernig bregðasi skyldi við þegar bráða hættu bæri að höndum. Oft gat verið um ýms ráð að ræða, t. d. að leggja verð-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.