Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 44

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 44
42 FRJALS VERZLUN mæti í sölurnar. Þannig gat verið um það að ræða, að varpa vörum fyrir borð, til að létta skipið, eða höggva á reiðann. En hvort átti heldur að gera, ef hvorttveggja nægði til bjargar og hvaða vörum átti að varpa? Hver átti að bera tjónið, einhver farmeigandinn eða útgerðarmaðurinn? Það lætur að líkum, að skip- stjórar þeirra tíma áttu oft úr vöndu að ráða, þegar þannig stóð á. Þeir voru raunar löngum ekki einráðir um það, hvað gera skyldi. Þeim bar að ráðfæra sig við kaup- menn, sem fylgdu varningi sínum, en kaupmenn gæta jafnan eigin hagsmuna. Skipstjórinn sjálfur hefur helzt kosið að gæta hags- muna útgerðarmanns, meðan þess var kostur. SAMEIGINLEGT SJÓTJÓN/SAMTJÓN. Hér er komið að merkilegu sjó- réttaratriði, sem útlenzkir nefna „general average“ og ,gross hav- ari“. Á íslenzku lagamáli er það nefnt sameiginlegt sjótjón, en í vátryggingamáli er orðið samtjón að ryðja sér til rúms. Samtjón er ekki tjón, sem verð- ur fyrir óhappatilviljun, heldur tjón, sem er unnið af ráðnum hug, til að bjarga verðmætum, skipi og farmi frá öðru tjóni meira, oft algeru tjóni. Elztu lögin, sem varðveizt hafa. um samtjón, eru frá eynni Rhodos í Eyjahafi, frá því tveim öldum fyrir Krist. Áreiðanlegt er þó tal- ið, að reglur eða fastar venjur um samtjón hafi myndazt fljótlega eftir að sjósiglingar hófust. í nefndum Rhodoslögum segir, að ef vörum væri varpað fyrir borð, til að bjarga skipi og farmi úr sjávarháska, skyldi tjóninu jafnað niður á öll björguð verð- mæti, farm og skip. Þetta var skýringardæmi um það, hvað sam- tjón væri, og á þeim tíma senni- lega algengasta dæmið um sam- tjón. Þetta lagaákvæði þýddi það, að skipstjóri gat á hættustuna gripið til hvaða ráða sem var, án þess að einkahagsmunir útgerð- armanns eða einstakra farmeig- enda trufluðu dómgreind hans. Á þessu hlaut oft að velta, hvort rétt ráð voru tekin, hvort flyti eða sykki. Reglurnar um samtjón voru beinlínis nauðsynlegar fyrir aukið siglingaöryggi. RÓMVERSKUR RÉTTUR. Um þetta leyti urðu Rómverjar forustuþjóð um siglingar. Þeir lögðu Karþagóborg í eyði árið 146 fyrir Krist, en hún var síðasta virki Fenika, og réðu eftir bað lögum og lofum á Miðjarðarhai'i. ,,Mare nostrum" — hafið okkar — sögðu þeir, og „navigare necesse" — það er nauðsynlegt að sigla. Þeir settu sér ýtarleg lög um sam- tjón, en fyrsta greinin var áður- nefnt skýringardæmi frá Rhodos. Rík ástæða er til að ætla, að lög þeirra hafi að mjög verulegu leyti byggzt á föstum venjum og regl- um, sem fyrri siglingaþjóðir höfðu sett sér. Rómaveldi varð heimsveldi og lágu allar leiðir til Rómar. Á haf- inu giltu að sjálfsögðu þeirra lög. En nokkrum öldum eftir Krist tók veldi þeirra að hnigna, fyrst klofnaði ríkið í tvennt, í vestur og austur hluta, og árið 476 var síðasta Rómarkeisara steypt af stóli. Þá setti hina vestrænu menn- ingu mjög niður, því það voru frumstæðar þjóðir, Gotar og Vandalir, sem stóðu yfir höfuð- svörðum Rómverja. Á næstu öldum dró mjög úr sigl- ingum og viðskiptum þjóða í milli. Það var ekki fyrr en á seinni hluta miðalda, á tímum krossferð- anna og fyrir vaxandi áhrif borg- arastéttarinnar, að siglingar hóf- ust að nýju. Miðjarðarhafið varð enn aðalvettvangur þeirra í fyrstu, en löndin í norðri, Niður- lönd, Þýzkaland, England og Skandinavía, komu þá einnig mjög við sögu. Þá mynduðust ýmsar sjóréttar- reglur fyrir venju og gætti þar mjög áhrifa frá hinum gamla róm- verska rétti. Þessum reglum var safnað og þær skráðar. Elzta safn- ið er frá 11. og 12. öld, Roles d’Oleron frá Suður-Frakklandi, vestanverðu. Consolato del mare var annað safn, frá 14. öld, og þriðja safnið var Visbyarsjórétt- urinn, frá byrjun 14. aldar. Þessi safnrit voru lík um margt og þannig giltu líkar reglur á sjónum um alla vestanverða álf- una allt fram á 16. öld, en þá fór þetta talsvert að breytast. Þjóð- irnir tóku að setja sér föst lög. um þessi mál og fór þá hver sína eigin leið. Það var að sjálfsögðu mjög bagalegt, að ólík lög giltu um þetta efni, er svo mjög snerti alþjóðleg viðskipti. SJÓRÉTTARREGLUR. Það var ekki fyrr en árið 1860, að samdar voru alþjóðlegar regl- ur um samtjón, kenndar við Glasgow. Reglunum hefur nokkr- um sinnum verið breytt, en nú- gildandi reglur ganga undir nafn- inu York/Antwerpen reglurnar 1950. Flestar þjóðir viðurkenr.a þessar reglur, útgerðarmenn hafa tekið þær upp í farmsamninga og farmskírteini og vátryggingafélög- in í vátryggingaskírteinin. f elztu lögum íslendinga, Grá- gás, er ákvæði um samtjón, og hljóðar þannig: ,,Ef menn eru svo staddir í hafi, að meira hlut manna þyki ráð að kasta, þá skal því fyrst kasta, sem ofarst er höfga vöru, en jafnt skal allra skaði verða, það er kastað er, þótt fáir hafi átt. Alla aura skal jafnt skerða.“ Þarna var enn á ferðinni gamla reglan frá eynni Rhodos, meitluð í íslenzkt mál. VÁTRYGGING GEGN IÐGJALDI. Fyrir daga sjósiglinganna þekkt- ust ekki vátryggingar í okkar skilningi, þ. e. vátryggingar gegn iðgjaldi. Þó þekktust þá sérstök sjóveðlán, en það voru lán gegn veði eða tryggingu í skipi eða farmi. Heimildir um slík lán eru mjög gamlar, eða allt frá 2250 árum fyrir Krist á mektardögum Babyloníumanna. Lánin féllu í gjalddaga að ferð lokinni og vext- ir voru mjög háir, oft 20%, en hvorugt var endurkræft, höfuð- stóll og vextir, ef veðið tapaðist.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.