Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 67

Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 67
frjals verzlun 59 um 5000,00 íslenzkar krónur í er- lendan gjaldeyri til þess að hafa fyrir ýmsum útgjöldum. Ferðalag á sólarströnd Spánar getur tæp- ast orðið verzlunarferð eins og þær, sem íslenzkir ferðamenn hafa orðið frægir fyrir síðustu ár. Hir.s vegar er mikið úrval af ódýrum leðurvörum á mörkuðum eða í verzlunum þar ytra, sömuleiðis handunnir dúkar og ýmis útskurð- ur, sem seldur er við hlægilega lágu verði. EINSTAKLÍNGSFERÐIR Þeir, sem vilja ferðast algjör- lega upp á eigin spýtur, geta nú notið hinna nýju sérfargjalda til Spánar og Portúgals, sem til sölu verða á timabilinu frá 1. apríl til 31. október, til eftirfarandi staða: Barcelona, verð farseðils kr. 16,- 630,00, Farao í Portúgal, kr. 18,- 903,00, Lissabonn, kr. 18.639,00, Malaga, kr. 19.834,00 og Palma á Mallorka kr. 17.434,00. f öllum til- vikum er söluskattur 884,00 krón- ur, þ. e. a. s. þá er miðað við, að flogið sé um London. Reglur urn þessi fargjöld eru þær, að viðdvöl á leiðinni út er ó- heimil og aðeins ein viðdvöl hsim- il á heimleiðinni. Frá 16. júní til 30. september má aðeins ferðast á þessum fargjöldum á mánudög- um og þriðjudögum. Hótelgisting og matur reiknast um 500 pesetar á dag. Fyrir 15 daga dvöl á Spáni má því reikna með, að útgjöld vegna dvalar þar verði tæpar 9.000,00 krónur á mann. Verðlag í Portúgal er mjög svip- að og á Spáni. með sunnu til mallorca Mallorca er stærst Spánareyja í Miðjarðarhafinu, skammt undan strönd Spánar, í Valenciaflóanum. Talsvert á aðra öld hefur eyjan verið eftirsóttur áfangastaður ferðafólks, sakir töfrandi náttúru- fegurðar og hins hlýja góða lofts- lags, sem mörgum reynist allra meina bót. Á nítjándu öld var Mallorca fyrst og fremst eftirsótt- ur vetrardvalarstaður. Það var áður en það komst í tízku að liggja við sjóböð á sjávarsandi og öðlast brúnan lit sólbrunans. Með til- komu aukinnar flugtækni, fljótari og hraðari samgangna, hefur Mall- orca orðið einn eftirsóttasti ferða- mannastaður í Evrópu því þar er sjórinn, sólskinið og skemmtana- lífið eins og flestir vilja hafa það. Ferðaskrifsto'fan Sunna hefur undanfarin fjögur ár gefið íslenzk- um ferðamönnum kost á furðu- ódýrum ferðum til Mallorca, á- sarnt uppihaldi á góðum hótelum þar. Á þessu ári verða Mallorca ferðir Sunnu tiltölulega ódýrari en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir gengisfellingu. FLOGIÐ BEINT Þetta ótrúlega lága verð er mögulegt vegna hagkvæmrar sam- vinnu Sunnu um leiguflug með íslenzkum millilandaflugvélum frá íslandi beint til Mallorca, og samninga, sem Sunna hefur gert mikið landslag og margt fagurt og skemmtilegt að sjá. Þar eru marg- ar fagrar og sögulegar byggingar, 300 km strandlengja, listaháskóli og almennur háskóli, leikhús og sinfóníuhljómleikar, málaraskóli og listamannanýlenda og einn stærsti nautaatshringur á Spáni, sem rúmar 18000 áhorfendur. 22 FERÐIR í ár hefur Sunna auglýst 22 hópferðir til Mallorca og í flest- um þeirra verður höfð 2ja daga viðdvöl í Lundúnum á heimleið. Meðan dvalizt er á Mallorca og í Lundúnum er ferðatilhögun frjáls, en starfsfólk Sunnu á Mall- orca skipuleggur ferðir og leið- beinir um það, sem fólk vill fá að Forstjórar stærstu ferðaskrifstofanna hér á landi, Guðni Þorðaxson, Suainu og Engólfur Guðbrandsson, Utsýn. Þeir hafa byggt upp öfluga starfsemi, sem gerir íslendingum kleyft að ferðast á öruggan þægi- legan og ódýran ihátt. við góð hótel á eftirsóknsrverð- um stöðum á Mallorca til margra ára. Flogið er beint til Mallorca og lent þar eftir fjögurra til sjö stunda flug frá íslandi. Á Mall- orca er síðan dvalizt í tvær vik- ur á hóteli því. sem farþegar velja sér. Hægt er að velja um hótel eða íbúðir í höfuðborginni Palma eða við stærstu baðströnd landsins, um tíu mínútna akstur frá mið- borginni. Öll herbergi hafa bað og sólsvalir og sundlaug er fyrir gestina. Á Mallorca er fjölbreytt og glað- vært skemmtanalíf, og tilkomu- vita. Enda þótt tilhögun sé alveg frjáls, eins og fyrr segir, er boðið upp á skemmti- og skoðunarferð- ir, sem starfsfólk Sunnu á Mall- orca skipuleggur og undirbýr. Ferðaskrifstofan hefur bíla til um- ráða fyrir farþega sína; hún tek- ur ekki þátt í ferðum með almenn- ingsbílum. MARGT AÐ SJÁ Mallorca er stórt land, um 3.600 km að flatarmáli, nærri 100 km frá austri til vesturs. Skiptast á gróðursælar sléttur, skógivaxnar fjallshlíðar og berir tindar. sem

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.