Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 71

Frjáls verslun - 01.05.1969, Page 71
FRJÁLS VERZLUN 63 í perlubænum Malakor, þar sem fólki gefst kostur á að kaupa hringa og festar og aðra skraut- muni með hinum víðfrægu Mall- orca-perlum. Auk þessara ferða um Mallorca, annast Sunna skipulagningu eins dags ferðar með flugvél til norður- strandar Afríku. Flogið er frá Palma snemma morguns suður til Afríku og eftir 75 mín. flug er lent á flugvellinum í Algeirborg, og deginum varið til að skoða sig um í Alsír. Komið er aftur til Palma um kvöldið. ÝMSIR VERÐFLOKKAR Mallorcaferð með Sunnu kostar á tímabilinu júní til september- loka frá 16.900 krónum og upp í 27.850 krónur fyrir hvern farþega, ef dvalizt er á hótelum. Þá er inni- falið í verði ferðarinnar: flugfar- gjald, ferðir á milli flugvalla og hótela, gisting og þrjár máltíðir. Velji farþegarinar hins vegar þann kostinn að búa í séríbúðum, er verð ferðarinnar á þessu sama tímabili 13.600 krónur eða 14.200 krónur; fer það eftir því, hvort fjórir farþegar eða tveir eru um hverja íbúð. Matur er ekki inni- falinn í þessu verði. Reikna má með því, að tvær máltíðir kosti um 160 krónur íslenzkar, og er hægt að kaupa matarmiða fyrir ís- lenzka peninga, áður en ferð er hafin. í tveim ferðum, sem Sunna hefur auglýst í október, er verð með gistingu á hóteli frá 14.900 krónum upp í 24.900 krónur, en með gistingu í íbúðum 11.800 eða 13.600 krónur. Fullt fæði er inni- falið, ef farþegar búa á hótelum, en ekki, ef þeir velja íbúðirnar. Þeir, sem koma við í Lundún- um á heimleið, dveljast á Regent Palace hótelinu. Verða farþegar að greiða 2.000 króna aukagjald vegna viðkomunnar í Lundúnum. í auglýstu verði Sunnu á Mall- orca er ekki innifalið: Skemmtan- ir, vín og gosdrykkir, skemmti- og skoðunarferðir, svo og söluskatt- ur og flugvallargjald, sem eru alls samtals 940 krónur á farþega og gildir það um allar ferðir, sama hvert hótelið er. Skoðunarferðir má hins vegar greiða í íslenzkum peningum og greiðast mánuði eft- ir heimkomu. AFSLÁTTUR VEITTUR Afsláttur er veittur fyrir börn í Sunnuferðum: Barn innan tveggja ára fær frítt far. Hins vegar greiða foreldrar hótelinu beint, krefjist það einhverrar greiðslu fyrir barnið. Börnum 2ja til 7 ára er veittur 25% afsláttur. Hjón, sem dveljast í íbúðum, fá 25% fjölskylduafslátt fyrir börn sín, er með þeim ferðast, eldri en 2ja ára, án tillits til aldurs. Engr- ar greiðslu er krafizt fyrir börn innan 2ja ára aldurs. Þá er og veittur hópferðaafslátt- ur félagasamtaka og starfsmanna, 5% ef tíu til 15 manns taka sig saman, en ef 15 manns eða fleiri eru í hópnum reiknast afsláttur- inn 10%. MÖRG HÓTEL OG ÍBÚÐIR Alls geta Sunnu-farþegar valið milli átta hótela á Mallorca og er verðlag á þeim allbreytilegt, en þau eru ýmist í lúxus gæðaflokki, fyrsta flokki eða í öðrum flokki. Flest herbergin eru með baði, — við þau eru stórar svalir, sundlaug í garði hótelsins og örskammt út á baðströndina. Þeir, sem óska að njóta Mallorcadvalarinnar út af fyrir sig, geta valið nýtízku einka- íbúðir, sem eru 2 eða 3 herbergi og eldhús, bað, forstofa og sólar- svalir meðfram allri íbúðinni. í- búðirnar eru í nýju sambýlishúsi við eitt af hótelunum, sem Sunna verzlar mikið við. Þar er útsýni fagurt til fjalla og út yfir höfn- ina og hafið. íbúðirnar eru búnar fallegum spönskum húsgögnum og nauðsynlegasta eldhúsútbúnaði, svo og ísskáp. Þær eru taldar sér- lega heppilegar fyrir fjölskyldur. Ferðaskrifstofan Sunna hefur opn- að skrifstofu í Palma á Mallorca, og eru fararstjórar Sunnu ávallt reiðubúnir til aðstoðar og koma til viðtals á hótelin einu sinni á dag, auk þess, sem þeir hafa við- talstíma í síma á ákveðnum tíma. FERÐIR FRÁ MALLORCA Á þessu ári tekur Sunna upp þá nýbreytni að bjóða upp á ferð- ir til annarra staða á Spáni, Afr- íku, Ítalíu og Frakklandi, frá Mall- orca. Þá er notazt við ódýra leigu- flugið beint til Palma, sem er mið- svæðis, og þaðan stutt flug til ann- arra áfangastaða. svo sem Torre- molinos, Valencia, Nizza og Alsír. Tíðar flugferðir eru daglega frá Palma og gera slík framhaldsferða- lög auðveld og ódýr og fararstjór- ar frá skrifstofu Sunnu í Palma eru oft til leiðsagnar í slíkum ferð- um. Þannig er hægt að velja um 2 vikur af öllu annars staðar en á Mallorca, eða viku á Mallorca og viku á völdum stað eða á skemmtiferðaskipi á Miðjarðar- hafi. VEITINGAR VIÐ ALLRA HÆFI. Opið frá kl. 0.700, til kl. 23.30. SMÁRAKAFFI, Laugavegi 178, sími 34780.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.