Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 71

Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 71
FRJÁLS VERZLUN 63 í perlubænum Malakor, þar sem fólki gefst kostur á að kaupa hringa og festar og aðra skraut- muni með hinum víðfrægu Mall- orca-perlum. Auk þessara ferða um Mallorca, annast Sunna skipulagningu eins dags ferðar með flugvél til norður- strandar Afríku. Flogið er frá Palma snemma morguns suður til Afríku og eftir 75 mín. flug er lent á flugvellinum í Algeirborg, og deginum varið til að skoða sig um í Alsír. Komið er aftur til Palma um kvöldið. ÝMSIR VERÐFLOKKAR Mallorcaferð með Sunnu kostar á tímabilinu júní til september- loka frá 16.900 krónum og upp í 27.850 krónur fyrir hvern farþega, ef dvalizt er á hótelum. Þá er inni- falið í verði ferðarinnar: flugfar- gjald, ferðir á milli flugvalla og hótela, gisting og þrjár máltíðir. Velji farþegarinar hins vegar þann kostinn að búa í séríbúðum, er verð ferðarinnar á þessu sama tímabili 13.600 krónur eða 14.200 krónur; fer það eftir því, hvort fjórir farþegar eða tveir eru um hverja íbúð. Matur er ekki inni- falinn í þessu verði. Reikna má með því, að tvær máltíðir kosti um 160 krónur íslenzkar, og er hægt að kaupa matarmiða fyrir ís- lenzka peninga, áður en ferð er hafin. í tveim ferðum, sem Sunna hefur auglýst í október, er verð með gistingu á hóteli frá 14.900 krónum upp í 24.900 krónur, en með gistingu í íbúðum 11.800 eða 13.600 krónur. Fullt fæði er inni- falið, ef farþegar búa á hótelum, en ekki, ef þeir velja íbúðirnar. Þeir, sem koma við í Lundún- um á heimleið, dveljast á Regent Palace hótelinu. Verða farþegar að greiða 2.000 króna aukagjald vegna viðkomunnar í Lundúnum. í auglýstu verði Sunnu á Mall- orca er ekki innifalið: Skemmtan- ir, vín og gosdrykkir, skemmti- og skoðunarferðir, svo og söluskatt- ur og flugvallargjald, sem eru alls samtals 940 krónur á farþega og gildir það um allar ferðir, sama hvert hótelið er. Skoðunarferðir má hins vegar greiða í íslenzkum peningum og greiðast mánuði eft- ir heimkomu. AFSLÁTTUR VEITTUR Afsláttur er veittur fyrir börn í Sunnuferðum: Barn innan tveggja ára fær frítt far. Hins vegar greiða foreldrar hótelinu beint, krefjist það einhverrar greiðslu fyrir barnið. Börnum 2ja til 7 ára er veittur 25% afsláttur. Hjón, sem dveljast í íbúðum, fá 25% fjölskylduafslátt fyrir börn sín, er með þeim ferðast, eldri en 2ja ára, án tillits til aldurs. Engr- ar greiðslu er krafizt fyrir börn innan 2ja ára aldurs. Þá er og veittur hópferðaafslátt- ur félagasamtaka og starfsmanna, 5% ef tíu til 15 manns taka sig saman, en ef 15 manns eða fleiri eru í hópnum reiknast afsláttur- inn 10%. MÖRG HÓTEL OG ÍBÚÐIR Alls geta Sunnu-farþegar valið milli átta hótela á Mallorca og er verðlag á þeim allbreytilegt, en þau eru ýmist í lúxus gæðaflokki, fyrsta flokki eða í öðrum flokki. Flest herbergin eru með baði, — við þau eru stórar svalir, sundlaug í garði hótelsins og örskammt út á baðströndina. Þeir, sem óska að njóta Mallorcadvalarinnar út af fyrir sig, geta valið nýtízku einka- íbúðir, sem eru 2 eða 3 herbergi og eldhús, bað, forstofa og sólar- svalir meðfram allri íbúðinni. í- búðirnar eru í nýju sambýlishúsi við eitt af hótelunum, sem Sunna verzlar mikið við. Þar er útsýni fagurt til fjalla og út yfir höfn- ina og hafið. íbúðirnar eru búnar fallegum spönskum húsgögnum og nauðsynlegasta eldhúsútbúnaði, svo og ísskáp. Þær eru taldar sér- lega heppilegar fyrir fjölskyldur. Ferðaskrifstofan Sunna hefur opn- að skrifstofu í Palma á Mallorca, og eru fararstjórar Sunnu ávallt reiðubúnir til aðstoðar og koma til viðtals á hótelin einu sinni á dag, auk þess, sem þeir hafa við- talstíma í síma á ákveðnum tíma. FERÐIR FRÁ MALLORCA Á þessu ári tekur Sunna upp þá nýbreytni að bjóða upp á ferð- ir til annarra staða á Spáni, Afr- íku, Ítalíu og Frakklandi, frá Mall- orca. Þá er notazt við ódýra leigu- flugið beint til Palma, sem er mið- svæðis, og þaðan stutt flug til ann- arra áfangastaða. svo sem Torre- molinos, Valencia, Nizza og Alsír. Tíðar flugferðir eru daglega frá Palma og gera slík framhaldsferða- lög auðveld og ódýr og fararstjór- ar frá skrifstofu Sunnu í Palma eru oft til leiðsagnar í slíkum ferð- um. Þannig er hægt að velja um 2 vikur af öllu annars staðar en á Mallorca, eða viku á Mallorca og viku á völdum stað eða á skemmtiferðaskipi á Miðjarðar- hafi. VEITINGAR VIÐ ALLRA HÆFI. Opið frá kl. 0.700, til kl. 23.30. SMÁRAKAFFI, Laugavegi 178, sími 34780.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.