Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 77

Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 77
FRJALS VERZLUN 77 SMÁRINN — frá litluni samlagningatækjum til segulbandstækja. um til segulbandstækja. ÖII var framleiðslan rekin með pað fyrir augum, að varan væri létt og lipur í meðförum. SONY. Þegar svo var komið árið 1958, að félagið hafði hags- muna að gæta í öllum heims- hornum, þótti eigendum sem upphaflegt nafn fyrirtækisins vefðist nokkuð fyrir erlendum viðskiptamönnum þess. Þeir brugðu því á það ráð að breyta nafni fyrirtækisins í Sony, stutt og laggott. Morita átti hugmyndina og dró nafnið af latneska orðinu sonus, er merk- ir hljóð eða tón. Allt frá því, að óskastund fé- lagsins rann upp með hagnýt- ingu smárans, hefur félagið vaxið og dafnað. Næstum 60% af framleiðslunni eru flutt út, og er það hlutfall miklu hær±a en gengur og gerist meðal jap- anskra fyrirtækja, sem fle;t selja 15-25% af framleiðslu sinni til útlanda. Helmingurinn af framleiðslu Sonys er seld- ur á Bandaríkjamarkaði. Heild- arsala fyrirtækisins hefur á þessum röska áratug vaxið úr 2 milljónum dala í 180 milljón- keppni við útvarpstæki af hefð- bundinni gerð, sem fengust keypt allt niður í 7 dali. Banda- rískir framleiðendur töldu, að smárinn gæti aðeins komið að gagni í fokdýrum hertækniút- búnaði og uggðu ekki að sér. Western Elictric veitti þeim fé- lögum framleiðsluleyfi fyrir Japanseyjar. Ibuka var sannfærður um, að möguleiki vaíri á að færa sér smárann í nyt við fram- leiðslu á minni og ódýrari tækj- um en áður höfðu þekkzt. Þetta tókst, smárinn sló í gegn á almennum markaði. Ekki varð þetta í síðasta skiptið, sem þessir japönsku hugvitsmenn útfærðu annarra uppfinningar með umfangsmiklu rannsókn- arstarfi. Uppfinningar, sem engan óraði fyrir, að hægt væri að gera að hversdagslegri söluvöru. Frá því fyrsta smára- útvarpið sá dagsins ljós árið 1955, hefur fyrirtækið selt 13 miljónir þeirra til 160 landa (umboðsmenn á íslandi eru J. P. Guðjónsson hf.). Tokyo Tsushin hafði að auki forgöngu um að notfæra sér kosti smár- ans í fjölmörgum öðrum tækj- um, frá litlum samlagningavél- Ibuka og Morila. ir á sl. ári. Erlendis hefur Sony víða komið upp eigm sölukerfi gagnstætt flestum iðnrekendum í Japan, sem selja framleiðslu sína í gegn- um hina risastóru japönsku söluhringi. „Þeir eru fyrst og fremst höndlarar, sem sækjast eftir skjótri sölu og fljóttekn- um gróða,“ sagði Morita eitt sinn um söluhringana. „Þeir vilja hvorki eyða fé né tíma til að treysta markaðina. Verð- fall, léleg viðgerðarþjónusta og óánægðir viðskiptavinir eru af- leiðingin af slíkum verzlunar- háttum. SMÁTT OG STÓRT. Og enn hefur Sony lagt á brattann með nýja framleiðslu. í þetta skipti eru það lítil 7 tommu smára-litsjónvarpstæki. Banda- rísku framleiðendurnir, sem hafa næstum verið einráðir á sviði litsjónvarpsframleiðslu, fullyrða, að slík smátæki eigi enga framtíð fyrir sér. Ef trúa má orðum tímaritsins „Busi- ness Week,“ mun mörgum þeirra þó vera órótt, að það skuli vera hið skæða Sony, sem enn smeygir sér inn fyrir vé- bönd bandaríska markaðarins. Aðrar nýungar Sony eru örlít- il útvarpstæki, sem hægt er að festa á lyklakippu, 1 tommu smáraferðasjónvörp og segul- bandstæki á stærð við síga- rettupakka. Meginsjónarmiðið er enn sem fyrr: margt smátt. gerir eitt stórt. Á þann hátt hefur Sony orðið að því stór- veldi, sem raun ber vitni.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.