Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGA
OG IÐN
LJÓSMYNDUN
Á þessari siðu: Ljósmynd fyrir
sólgleraugnaauglýsingu. Ljósm:
Óli Páll. Á næstu síðu: Opna
úr frönskum auglýsingabæklingi
fyrir Citröen. Ljósm.: Leifur
Þorsteinsson. Auglýsingarmynd
fyrir náttslopp. Ljósm.: Óli Páll.
Óbirt mynd fyrir snyrtivöruaug-
lýsingu. Ljósm.: Sigurgeir Sigur-
jónsson.
Góðar auglýsingar, plaköt og
auglýsingabæklingar byggjast
ekki síður á vönduðum ljós-
myndum en hönnun. Fyrirtæk-
ið Myndiðn, sem hefur starfað
í nokkur ár, veitir góða þjón-
ustu á sviði auglýsinga- og iðn-
ljósmyndunar. Að auki hafa
tveir ljósmyndarar sérhæft sig
í þessari grein ljósmyndunar,
þeir Kristján Magnússon og
Pétur Þorsteinsson.
Leif ur Þorsteinsson lj ósmynd-
ari (höfundur ljósmyndanna í
Reykjavíkurbók Heimskringlu)
sagði F.V., að verð væru mjög
mismunandi. Einföldustu aug-
lýsingamyndir kostuðu 875 kr.,
en litauglýsingamyndir fyrir
plaköt og þess háttar kostuðu
allt upp í 4000 krónur. Kyrr-
myndir fyrir sjónvarp kosta
1180 krónur -f- söluskattur, ef
um beina töku er að ræða, en
eru nokkru dýrari, ef um sam-
setningarvinnu er að ræða.
Myndiðn er eina fyrirtækið
hérlendis, sem framkallar lit-
filmur, en stærsti liðurinn í
rekstri fyrirtækisins er iðnljós-
myndun, sem er víðtækt hug-
tak, — þ. e. ljósmyndavinna
fyrir byggingarfyrirtæki, vís-
indastofnanir og hvers konar
fyrirtæki.
38