Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 50
IÁTNING AUGLÝSINGAMANNS ÚRDFIÁTTUR ÚR BÓKINNI „CONFESSIONS OF AN ADVERTISING MAN“ EFTIR DAVID OGILVY. Auglýsingastarfsemi er á margan hátt heillandi starf og hefur lokkað til sín marga snjalla hugsuði, enda eftir miklu að slægjast á hinum risa- vöxnu mörkuðum, þar sem allt stendur og fellur með því, að varan sé í réttum umbúðum, rétt auglýst — og að sjálfsögðu góð. Einn kunnasti auglýsingasér- fræðingur vestanhafs er Skot- inn David Ogilvy, sem fluttist blásnauður til Bandaríkjanna og setti þar á stofn auglýsinga- fyrirtæki með viljann og hug- myndaauðgi að veganesti. Vel- gengni sína síðar meir þakkaði hann einkum þeirri reynslu, er hann aflaði sér, er hann var virtur kokkur í París: „Starf matreiðslumannsins er ótrú- lega erfitt og kennir mönnum að gefa ekkert eftir.“ David Ogilvy samdi nokk- urs konar ævisögu sína árið 1964, „Confessions of an Ad- vertising Man“, sem vakti mikla athygli fyrir frábæran stíl og óvenjulega hreinskilni í garð þessa undarlega fags. Bókinni skiptir hann í 11 kafla, og gefa kaflaheitin góða hug- mynd um forvitnilegt efni: Hvernig á að stjórna auglýs- ingafyrirtæki? — Hvernig á að næla í viðskiptavini? — Hvern- ig á að halda viðskiptavinum? — Hvernig á góður viðskipta- vinur að vera? — Hvernig á að framkvæma góð auglýsinga- plön? — Hvernig á að skrifa góða auglýsingatexta? — Hvernig á að myndskreyta aug- lýsingar og utanhússskilti (postera)? — Hvernig á að gera góðar sjónvarpsauglýsing- ar? — Hvernig á að komast á toppinn? — Á að leggja aug- lýsingar niður? Líklega gefa fáar bækur jafnskýra mynd af auglýsinga- heiminum og þessi. David Ogil- vy leggur áherzlu á, að auglýs- ingar höfði fyrst og fremst til skynsemi fólks. Hann segir á einum stað: „Hvað er góð aug- lýsing? Þar er um þrjár meg- inskoðanir að ræða. Þeir kald- hæðnu segja, að það sé auglýs- ingin, sem viðskiptavinurinn er ánægður með. Kunnur auglýs- ingamaður segir: „Góð auglýs- ing er sú, sem ekki aðeins sel- ur, heldur er almenningi og auglýsingafólki minnistæð sem aðdáanlegt verk“. Ég hef gert slíkar auglýs- ingar, en samt tel ég mig í þeim hópi, sem segir, að góð auglýsing sé sú, sem selur vöru án þess að athyglin beinist sér- staklega að gerð auglýsingar- innar. Það er hlutverk auglýs- ingarinnar að beina athyglinni að vörunni. í stað þess að les- andinn segi: „En frábær aug- „lýsing“. á hann að segja: „Þetta vissi ég ekki áður. Ég verð að reyna þessa vöru“.“ Ogilvy er frægur fyrir Shell auglýsingar sínar, KLM aug- lýsingar, auglýsingar, sem gerðu Bretland að ferðamanna- landi, auglýsingar, sem seldu Rolls Royce í Bandaríkjunum, og síðar Mercedes Benz, aug- lýsingar fyrir gosdrykkinn Schweppes, auglýsingar, sem beindu athygli Bandaríkja- manna að Puerto Rico, og margt fleira mætti telja. Eitt skemmtilegasta dæmið um aug- lýsingaherferð, er byggist á snjallri, en í sjálfu sér einfaldri hugmynd, er dæmið um Hath- away-skyrturnar, og verður sagt frá því í lok greinarinnar. Þar sem Ogilvy var mikils- virtur kokkur á sínum tíma í París — háborg matargerðar- innar, er ekki að undra, að hann telji sig vita, hvernig eigi að auglýsa mat. Hann segir: „Það, sem ég hef lært um auglýsingar á matvöru, má setja fram í eftirfarandi lið- um: BLAÐA- OG TÍM ARITAAUGLÝSINGAR: 1. Gefið auglýsingunni lyst- aukandi yfirbragð. 2. Því stærri, sem myndin er af matnum, því meir lyst- aukandi virkar auglýsingin. 3. Sýnið ekki fólk í matar- auglýsingum. Það tekur pláss, sem er betur varið í að sýna matinn. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.