Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA
SPJALL
Guðmundur: Ætlum okkur að ná
stærri hlut af markaðinum. . ..
mánaða fresti og skipulögðum
næstu þrjá mánuði. Eg tel þetta
mjög nauðsynlegt, en við eig-
um erfitt með að gera áætlun
til lengri tíma, því að það geta
orðið miklar sölu- og markaðs-
sveiflur hjá fyrirtæki eins og
okkar.
FV: Telurðu, Guðmundur, að
sjónvarpið hafi sama gildi fyr-
ir ykkur nú og þegar þið byrj-
uðuð að auglýsa þar?
Guðmundur: Ég tel fyrstu aug-
lýsingarnar okkar hafa verið
lang áhrifamestar. Þá voru ís-
lenzkar sjónvarpskvikmyndir
svo til óþekktar. Við áttum
fyrstu eða aðra alíslenzku aug-
lýsingamyndina, sem kom í
sjónvarpinu, og það hafði mjög
mikla þýðingu. Þá var heldur
ekki eins mikið auglýsingaflóð
og nú er. Gildi auglýsinga okk-
ar í sjónvarpinu nú er ekki
eins mikið og í byrjun, en við
höfum auðvitað öðlazt ákveð-
inn ,,goodwill“ með auglýsing-
unum.
Kristín: Já, þið aukið varla söl-
una óendanlega, en getið eftir
sem áður haldið markaðinum
við með því að gefa ekki eft-
ir.
Guðmundur: Hiklaust.
FV: Forráðamenn íslenzks iðn-
— Heldurðu, að sjónvarpið
geti birt svona?
Guðmundur hlæjandi: Ekki í
litum.
Árni: Hvað heldurðu, að þú
getir haft þetta lengi á sjón-
varpsskerminum ?
Guðmundur: Nokkrar sekúnd-
ur.
Ólafur: Otvarpsauglýsingar á eft-
ir tímanum ...
Kristín: Halda að við séum okr-
arar...
aðar eru yfirleitt hálf feimnir
í sínum auglýsingatilraunum.
Stór liður hjá okkur var að
auglýsa upp Kóróna-fötin, sem
saumuð eru hérlendis. Telurðu
ekki, að þær auglýsingar hafi
skilað álitlegum hagnaði?
Guðmundur: Ég er ekki í
minnsta vafa um það. Um það
eru allir eigendur fyrirtækis-
ins á sama máli. Ég vil taka
það skýrt fram, að nauðsynlegt
er að auglýsa á fleiri stöðum
en í sjónvarpinu. Blöðin eru
mjög áhrifaríkur markaður og
ná til ákaflega margra. Heil-
síða í Morgunblaðinu er mjög
sterk auglýsing. En sterkasta
auglýsingin er í sjónvarpinu,
ef hún er verulega vel gerð.
Árni tekur nú fram Lesbók
Morgunblaðsins og sýnir síga-
rettuauglýsingu, prentaða í
rauðu og bláu. Vissulega áhrifa-
rík auglýsing, og hann segir
við Guðmund:
Kristín: Þetta vinnur að sjálf-
sögðu saman — auglýsingin í
sjónvarpinu og auglýsingin í
Morgunblaðinu.
FV: Það er bezt að snúa sér
til Árna. Nú hljótið þið að hafa
fundið fyrir því, er sjónvarp-
ið fór að birta auglýsingar að
einhverju ráði?
Árni: Ekki vitund.
FV: Tæplega trúi ég því!
Árni: Eðli sjónvarpsauglýsinga
er allt annað....
Ólafur: Eðli sjónvarpsauglýs-
inga er þannig, að birta verð-
ur auglýsinguna í nokkur
skipti, til að auglýsingin hrífi. .
Árni: Fólk lítur á þetta sem
skemmtun .. .
Ólafur: íslendingar eru enn þá
á því stigi að líta á sjónvarps-
auglýsingar sem skemmti-
atriði....
6