Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 25
ar. Teiknistofutekjur standa alls ekki undir öllum þeim sérstöku verkefnum, sem þessi fyrirtæki þurfa að annast, s. s. alls konar gagnasöfnunum um markaði og samkeppnisaðila auk ýmissa tilrauna, sem oft eru gerðar, áður en einhverri herferð er hleypt af stokkun- um. Mjög algengt er að aug- lýsingaherferð, sem ætlað er að ná yfir stórt land eða lönd, er reynd í lítilli mynd, t.d. í einstakri borg eða sveit, til að kanna áhrifin og gera breyting- ar, ef þörf krefur, áður en langt er í þá stórfjárfestingu, sem svona herferðir krefjast. Eng- ar markaðskannanir liggja hér fyrir. Enn hefur engin úttekt verið gerð á íslenzkum mark- aði. Þó er þessi markaður, þótt hann sé ekki stór, mjög sérstak- ur, og um leið hefur hann mikinn kaupmátt. Það ætti að vera sameiginlegt áhugamál allra, sem verzlun og viðskipti stunda, að gera þessa úttekt. Gæti svona könnun sparað öll- um þessum aðilum bæði tíma og fé. íslenzkur markaður er mjög blandaður áhrifum tveggja stórra markaðsheilda, Evrópu og Bandaríkjanna, og er þegar víst, að ekki er hægt að byggja á niðurstöðum er- lendra markaðskannana sem staðreyndum, sem gildi hér, nema í örfáum tilfellum. Ennþá hafa engar reglur verið settar hér um starfsemi auglýsingafyrirtækis. Hver sem er getur stofnað fyrirtæki og kallað það því nafni, og því miður hafa þau dæmi verið all- mörg á undanfömum árum, sem mistekizt hafa. Alls konar spámenn hafa álitið hér tekju- lind, sem lítið þyrfti fyrir að hafa, og ekki þyrfti neinn- ar sérmenntunar við, en setið svo uppi gjaldþrota eða stór- skuldugir, búnir að gera öðrum, sem taka þetta sem fag, sem byggja þurfi upp, stórskaða, og þar með búnir að eyðileggja traust lánastofnana og við- skiptaaðila, svo sem blaða og prentsmiðja. Hér verður hið opinbera, sem einstaklingar, að gera sér ljóst, að engar sérreglur geta gilt um auglýsingastarfsemi á íslandi. Bæði inn á við og út á við er nauðsynlegt að styðja og efla auglýsingastarfsemi. Þörf þjóð- félags okkar fyrir vel rekna starfsemi er mikil. Miklu fé er varið skipulagslaust í auglýs- ingar innanlands, en út á við förum við einnig óskipulega með fé okkar. Má í því sam- bandi nefna, að við lifum á útflutningi fiskafurða í harðri samkeppni við fjársterkar þjóð- ir. Fyrst og fremst erum við enn hráefnisútflytjendur, en þróunin er og verður sú, að vinna sem mest úr því hrá- efni hér og selja beint til neyt- enda. í flestum þeim löndum, sem við okkur keppa í útflutn- ingi, og í ýmsum þeim löndum, sem af okkur kaupa, er aug- lýsingagerð komin langt á veg og fullur skilningur ríkjandi á nauðsyn og tilgangi auglýsinga. Skilningur íslenzkra stjórn- arvalda á nauðsyn auglýsinga er enn ekki til staðar. Hið op- inbera hefur ekkert gert til að örfa þróun starfseminnar, enga fyrirgreiðslu veitt eða sett regl- ur um ábyrga starfsemi aug- lýsingafyrirtækja. í nágranna- löndum okkar er starfsemi þessara fyrirtækja háð viss- um reglum og verður að upp- fylla ýmsar kröfur til löggildingar s. s. að fagmenn séu að verki, sem reynslu hafa og möguieika á að annast þf.ss’ verk, einnig að fjárhagur fyr- irtækjanna sé það traustur, að þeim sé treystandi fyrir meiri- háttar skuldbindingum. Þessu parf að kippa í lag hér og hex- ur uppkast að reglugerð verið sent ráðuneyti nýlega með beiðni um lagasetningu. Eg hef hér að framan fjallað nokkuð almennt um stöðu auglýsing- arinnar í dag og þann skilning, sem lagður er hér á þessa starf- semi, með samanburði við er- lend dæmi. Af mörgu fleira er að taka, og mætti nefna ýmis dæmi úr daglegu lííi, þessu og oðru til skýringar. Dagblöð á íslandi meta t. d. ekki þá viðleitni aug- lýsingafyrirtækja að ganga full- komlega frá auglýsingum i formi myndamóta, og þau taka ekkx tillit til þess í viðskiptum hvort um lítil viðskipti, ef til vill upp á nokkur hundruð, er að ræða, á móti tugum eða hundruðum þúsunda. Auglýs- ingafyrirtæki fær svipaðan af- slátt og maður, sem pantar einu sinni eina auglýsingu. Önnur dæmi myndu fjalla um ósjálf- stæði margra íslenzkra fyrir- tækja og löngun til eftiröpunar á sviði auglýsinga. Að lokum þetta, nauðsyn er á því, að leitað verði eftir nán- ara samstarfi auglýsingafyrir- tækja annars vegar og við- skiptavina þeirra, þannig að þau geti betur fylgzt með á- rangri auglýsingastarfs, skipzt á upplýsingum og yfirleitt unnið markvissara, þannig að sem beztur árangur náist. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.