Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGA SPJALL eiga að fá allt sitt í gegnum afslátt hjá blöðunum, afslátt- urinn mætti hækka til blað- anna. Ólafur: Enn sem komið er hef- ur þetta ekki verið hægt í Sví- þjóð, og er þar þó miklu stærri markaður en hér. FV: Það er auðvitað mikill munur á því, hvort menn fá 25% afslátt af heilsíðu auglýs- ingu í Morgunblaðinu eða 15% afslátt af heilsíðu í BT. 15% afsláttur af heilsíðu í stórblaði eru miklir peningar en 15% af- sláttur Morgunblaðsins gerir ekki stórt í rekstri auglýsinga- stofu. Auðvitað væri skemmti- legast fyrir auglýsingastofu að geta sagt:, ,Við erum með þitt auglýsingafé til ráðstöfunar. Þú færð engan reikning fyrir teikningum, klissjum og þess háttar — við tökum okkar ó- makslaun í afsiættinum. Árni: Nei, nei, auglýsingastof- an skipuleggur fyrir viðskipta- vininn og reiknar allan kostn- að eins og kaupmaðurinn ger- ir og segir: „Þetta kostar var- an“. Kristín: Þetta er það, sem við gerum, en við sundurliðum kostnaðinn . .. Árni: Það er algjör óþarfi Guðmundur selur sín föt á 5.800 krónur, og við fáum eng- an afslátt. Kristín: Það er heiðarlegra gagnvart viðskiptavininum að gera þetta svona . . . Árni: Við fáum ekki sundur- liðaðan reikning frá fatasalan- um — hvað fer í efni, sauma- skap, dreifingar- og sölukostn- að. Af hverju þarf þá auglýs- ingastofan að gera það? Kristín segir, að það sé heiðarlegra, og það samþykki ég. Kristín: Á okkar litla markaði hlýtur að þurfa að borga kostn- aðinn við að búa til auglýsing- una. Reyndar getur auglýs- ingaskrifstofa reynt að hafa þann kostnað í lágmarki, mið- að við að sjá um dreifinguna hjá viðkomandi fyrirtæki. Kostnaðurinn gagnvart við- skiptavininum reiknast þann- ig: Viðskiptavinurinn greiðir kostnaðinn við gerð auglýsing- arinnar, en auglýsingastofan leggur fram alla birtingar- reikninga með hæsta möguleg- um afslætti, (sem er í flestum tilfellum talsvert hærri en við- skiptavinurinn fengi, ef hann stæði sjálfur í þessu), síðan leggur auglýsingastofan 15% á nettóupphæð birtingarreikn- inganna. Þannig fær viðskipta- vinurinn auglýsingar í gegnum auglýsingastofuna t. d. í Morg- unblaðinu með tæpum 20% af- slætti. Athugum kostnaðinn við gerð auglýsingarinnar. Teiknarinn getur gert auglýs- inguna þannig úr garði, að hún taki minna pláss en sett aug- lýsing og sé þ. a. 1. ódýrari í birtingu. Teiknuð auglýsing er áhrifameiri og „drukknar“ síð- ur í auglýsingaflóði blaðanna. Ef á heildina er litið, sé ég ekki betur en það borgi sig að skipta við auglýsingastofu. Auglýsingarnar verða betri og aglýsingaféð nýtist betur. FV: Það sýnist eðlilegt, að við- skiptavinur, sem leggur allt sitt í hendurnar á auglýsinga- miðlara, njóti betri kjara en sá, sem kemur einu sinni á ári inn til auglýsingastofu, alveg á sömu forsendum og auglýs- ingastofurnar fá mesta afslátt hjá Morgunblaðinu vegna hag- kvæmra viðskipta. Kristín: Ef við athugum svo- lítið, hvert okkar verksvið er, þá vil ég benda á, að við þurf- um að byrja á því að gefa fyr- irtækinu „andlit“. Þegar mað- ur tekur fyrirtæki fyrst að sér, reynir maður að koma „and- litinu“ í gott lag og byggja aug- lýsingarnar þannig upp, að fyr- irtækið skeri sig út og ruglist ekki saman við önnur fyrir- tæki, sem það á í samkeppni við. Það er hagkvæmara fyrir auglýsingastofuna að geta unn- ið sitt verk frá rótum, og það er líka tekið tillit til þess í verðlagningu. FV: Líklegast er einn mesti misskilningurinn í samskiptum kaupsýslumanna við auglýs- ingastofur, að líta ekki á þær eins og einn hlekk í keðjunni, líta frekar á þær sem illa nauðsyn, en ekki sjálfsagða. Auglýsingamaðurinn á að vera trúnaðarmaður fyrirtækisins. Árni: Auglýsingamaðurinn get- ur ekkert gert, nema hann fái að skyggnast inn í innstu leyndarmál fyrirtækisins. Kristín: Ég vil benda hér á, að ef annað fyrirtæki í sömu grein og t. d. Askur, bæði mig um að gera fyrir sig auglýsingar, þá myndi ég alls ekki treysta mér til þess og vil ekki vinna fyrir fleiri en einn aðilja í sömu grein. Ólafur: Það er meginatriði hjá auglýsingastofum, sem vilja veita fullkomna auglýsinga- þjónustu, að hafa ekki fleiri en einn viðskiptavin í hverri grein. Kristín: Þá verða hinir sömu 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.