Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 14
AUGLÝSINGA SPJALL Ólafur: Þetta er skemmdar- starfsemi, bæði gagnvart blað- inu sjálfu, og þá ekki síður gagnvart auglýsingastofnun- um. Árni: Ég get sagt það eitt, að við stöndum við okkar afslátt. Það fær enginn meir en 30%. En ég man eftir einu dæmi, sem bregður ljósi á þessa hættulegu þróun. Kunnur kaupsýslumaður setti heilsíðu auglýsingu í eitt minni blað- anna og greiddi fyrir hana 6- 8000 krónur. Daginn eftir frétti hann, að annar kaupsýslumað- ur hefði fengið heilsíðuauglýs- ingu í sama blaði fyrir 500 krónur. Hugsið ykkur, hvernig auglýsingastjórinn vinnur. Hann sagði: „Það er betra að fá auglýsingu inn á síðuna fyr- ir 500 krónur en fá ekki neitt.“ Hvað haldið þið, að þessi mað- ur hafi í rauninni skaðað blað- ið sitt mikið, þegar þessi saga fréttist? Ólafur: Ef þessi þróun heldut' svona áfram, þá verzla auglýs- ingastofurnar ekki framar við þessi blöð. Árni: Ég er sammála því, þetta er óhugsandi verzlunarmáti. Kristín: Hvaða reglur gilda um 30 og 20% afsláttinn? Árni: Viðskiptavinur, sem aug- lýsir fyrir 120 þúsund krónur á ári eða meira, fær 30% af- slátt. Mér finnst, að það þurfi að breyta auglýsingaverði blaðanna á þann veg, að það miðist fyrst og fremst við ein- takafjölda, og minni blöðin hafi þar af leiðandi mun lægra auglýsingaverð og standi síð- an við þann afslátt, sem þau vilja veita viðskiptavinum sín- um. Ólafur: Meðan þetta er svona, þá færast okkar tillögur í það horf, að við komum til með að segja: Morgunblaðið, sjónvarp- ið og fagblaðið. Punktum og basta. FV: Það er undarlegt, að ekki skuli verða gerður greinar- munur á verði auglýsingar, sem kemur í heilli klissju, eða auglýsingar, sem kemur í handriti og tekur prentara tvo til þrjá tíma að koma saman og prófarkalesara hálfan tíma að lesa, svo að dæmi sé tekið. Það er undarlegt, að ekki skuli vera gerður greinarmunur á jafn ólíkri vöru, ef má orða þetta þannig. Árni: Við erum bara að selja rúm í blaðinu, ekkert annað. Þess vegna segjum við: Dálk- sentimetrinn kostar 100 krón- ur. Ef við þurfum að gera eitt- hvað aukreitis, t.d. ákveðið let- ur, setja ákveðinn ramma, eða setja auglýsinguna á ákveð- inn stað, þá á að taka sérstak- lega fyrir það. En því miður höfum við ekki getað farið inn á þetta enn þá. Árið 1953, þeg- ar blaðið varð fertugt, skrif- aði ég um þetta mál og lýsti yfir, að nauðsynlegt væri að auglýsingastofur kæmust á fót og yrðu mikilvægari og meiri þáttur í auglýsingum og aug- lýsingagerð. Þessi ósk mín hef- ur rætzt vonum framar, og ég er mjög ánægður með, hvað auglýsingastofur hafa gert fyr- ir viðskiptavini sína og okkar. FV: Ef við lítum á blöð eins og BT og Politiken, þá selja þau auglýsingar á mjög mis- jöfnu verði, eftir því hvar aug- lýsingin er staðsett í blaðinu, hvort hún er ein á síðu, hvort hún er nálægt ákveðnum efn- isþáttum o. s. frv. Hvers vegna hefur Morgunblaðið ekki farið inn á þessa braut? Árni: Það er útilokað að taka þetta upp . . . Kristín: Það væri áreiðanlega ekki útilokað í samvinnu við auglýsingastofurnar. Árni: Ef auglýsingastofurnar hér hefðu sams konar sam- vinnu við blöðin hér og dönsku auglýsingastofurnar, gætu blöðin og auglýsingastofurnar ráðið verðinu, þ. e. haft mis- munandi verð, eftir því hvar auglýsingarnar eru staðsettar. FV: Heldurðu ekki að komi senn að slíku samkomulagi? Árni: Ég vona það. Ólafur: Auglýsingastofurnar vilja verða löggiltar og ná sam- komulagi við alla fjölmiðlara, og í framhaldi af því verði aug- lýsingarými vegið og metið eft- ir gildi þess. Það er ekki svo lítið, sem markaðs- og auglýs- ingastofa getur gert fyrir blað. Við vorum að ræða um upp- setningu auglýsinganna áðan. Það er áríðandi fyrir viðskipta- vininn, að auglýsing hans sé aðgengileg og falleg. Þetta snýr ekki síður að sjálfu blað- inu; þar má nefna vinnusparn- aðinn, bæði hjá auglýsinga- deild og í prentsmiðju, þegar auglýsingastofan afhendir full- unnar auglýsingar. Árni: Þetta er allt rétt. Það er í bígerð hjá okkur á Morgun- blaðinu að ráða útlitsteiknara til að raða niður efni og aug- lýsingum, þannig að efni og auglýsingar fari sem bezt. Ólafur: Ef obbinn af auglýs- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.