Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 61
HVERT ÁAD LEITA ? ÝMIS ÞJÓNUSTA í ÞESSUM KAFLA ERU TALIN UPP ÝMIS FYRIRTÆKI, SEM STARFA í ÓBEINU SAMBANDI VIÐ AUGLÝSINGAR, SVO SEM KYNNINGARSTARF, ALMENNINGSTENGSL, MARKAÐSÞJÓNUSTU, MARKAÐSLEIT, SÖLUTÆKNI, SKILTAGERÐ O.FL. Gamma sf. var stofnað í janúar 1969 af Ólafi Step- hensen framkvæmdastjóra og Jóni E. Ragnarssyni héraðs- dómslögmanni, og eru þeir eigendur þess. En tilgangur félagsins er að vinna að hvers konar viðskiptalegri þjónustu og fyrirgreiðslu (business pro- motion), til dæmis mark- aðskönnun og markaðsleit, stofnun eða sameiningu fyrir- tækja, fyrirgreiðslu hjá stjórn- völdum og bönkum og hvers konar málarekstri og erind- rekstri, almenningstengslum (public relations), vörukynn- ingu, vörusýningum og skyldri starfsemi. Til þessa hefur fyr- irtækið þegar unnið að al- menningstengslum fyrir opin- beran aðilja í Reykjavík og útflutningsumsjón fyrir hluta- félag á Norðurlandi (útboð og sala erlendis, skipaleiga, öflun leyfa, samningsgerð, frágang- ur skjala, bankatengsl o. þ. h.). Gamma starfar í nánum tengslum við Auglýsingastof- una Argus s.f. og Lögmanns- skrifstofu Jóns E. Ragnarsson- ar. Gamma býður viðskiptavin- um sínum þannig alhliða þjón- ustu og erindrekstur. Stofnend- ur og eigendur Gamma sf. eru báðir ungir menn, liðlega þrít- ugir. Ólafur stundaði nám í Public Relations við Colum- bia háskólann í New York og lauk þaðan prófi árið 1962. Haun hefur síðan m. a. starf- að hjá Sameinuðu þjóðunum og verið framkvæmdastjóri Rauða Kross íslands. Hann er löggiltur skjalaþýðandi og dóm- túlkur í ensku. Jón lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands í janúar 1966 og fékk lög- mannsréttindi í marz 1966. Hann hefur m. a. starfað sem blaðamaður við Morgunblaðið og var fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík 1966-69. Gamma sf. hefur nýverið tekið að sér umboð fyrir heims- þekkt ráðgjafafyrirtæki, Metra International, sem starfar bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Metra International hefur starfað mikið fyrir ýmsar al- þjóðastofnanir, m. a. fyrir Al- þjóðabankann og margar sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna, auk sérstarfa á sviði markaðs- mála og markaðsrannsókna fyr- ir ríkisstjórnir og einkaaðila. Gamma sf. telur, að þjónusta sú, sem Metra International getur veitt íslenzkum fyrirtækj- um, t. d. í sambandi við vænt- anlega inngöngu íslands í EFTA, geti orðið ómetanleg í framtíðarskipulagningu mark- aðsmála hérlendra fyrirtækja. Metra International hefur í þjónustu sinni fjölmennt starfs- lið sérfræðinga, sem starfa um allan heim. Þá hefur fyrirtæk- ið á sínum vegum eitt stærsta rafmagnsheilakerfi, sem starf- rækt er á vegum einkafyrirtæk- is. Auk umboðs fyrir Metra International mun Gamma sf., innan skamms, hefja starf fyr- ir þekkt fyrirtæki, sem sér um skoðanakannanir. Ritverk sf. var stofnað á öndverðu ári 1965, en í fyrstu var unnið að ýmsum undirbún- ingi á starfsemi fyrirtækisins, sem hófst síðan fyrir alvöru í ársbyrjun 1967. Fyrirtækið tekur fyrst og fremst að sér hvers kyns kynn- ingarstarfsemi, eins og sams konar erlend fyrirtæki, þ. e. jafnt á sviði almannatengsla (public relations), auglýsinga og markaðskannana. Starfs- grundvöllur Ritverks hefur þó verið öllu breiðari, því að það hefur tekið að sér að sjá um útlit, prentun og útgáfu ýmissa rita, svo sem félagsrita 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.