Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 61

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 61
HVERT ÁAD LEITA ? ÝMIS ÞJÓNUSTA í ÞESSUM KAFLA ERU TALIN UPP ÝMIS FYRIRTÆKI, SEM STARFA í ÓBEINU SAMBANDI VIÐ AUGLÝSINGAR, SVO SEM KYNNINGARSTARF, ALMENNINGSTENGSL, MARKAÐSÞJÓNUSTU, MARKAÐSLEIT, SÖLUTÆKNI, SKILTAGERÐ O.FL. Gamma sf. var stofnað í janúar 1969 af Ólafi Step- hensen framkvæmdastjóra og Jóni E. Ragnarssyni héraðs- dómslögmanni, og eru þeir eigendur þess. En tilgangur félagsins er að vinna að hvers konar viðskiptalegri þjónustu og fyrirgreiðslu (business pro- motion), til dæmis mark- aðskönnun og markaðsleit, stofnun eða sameiningu fyrir- tækja, fyrirgreiðslu hjá stjórn- völdum og bönkum og hvers konar málarekstri og erind- rekstri, almenningstengslum (public relations), vörukynn- ingu, vörusýningum og skyldri starfsemi. Til þessa hefur fyr- irtækið þegar unnið að al- menningstengslum fyrir opin- beran aðilja í Reykjavík og útflutningsumsjón fyrir hluta- félag á Norðurlandi (útboð og sala erlendis, skipaleiga, öflun leyfa, samningsgerð, frágang- ur skjala, bankatengsl o. þ. h.). Gamma starfar í nánum tengslum við Auglýsingastof- una Argus s.f. og Lögmanns- skrifstofu Jóns E. Ragnarsson- ar. Gamma býður viðskiptavin- um sínum þannig alhliða þjón- ustu og erindrekstur. Stofnend- ur og eigendur Gamma sf. eru báðir ungir menn, liðlega þrít- ugir. Ólafur stundaði nám í Public Relations við Colum- bia háskólann í New York og lauk þaðan prófi árið 1962. Haun hefur síðan m. a. starf- að hjá Sameinuðu þjóðunum og verið framkvæmdastjóri Rauða Kross íslands. Hann er löggiltur skjalaþýðandi og dóm- túlkur í ensku. Jón lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands í janúar 1966 og fékk lög- mannsréttindi í marz 1966. Hann hefur m. a. starfað sem blaðamaður við Morgunblaðið og var fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík 1966-69. Gamma sf. hefur nýverið tekið að sér umboð fyrir heims- þekkt ráðgjafafyrirtæki, Metra International, sem starfar bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Metra International hefur starfað mikið fyrir ýmsar al- þjóðastofnanir, m. a. fyrir Al- þjóðabankann og margar sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna, auk sérstarfa á sviði markaðs- mála og markaðsrannsókna fyr- ir ríkisstjórnir og einkaaðila. Gamma sf. telur, að þjónusta sú, sem Metra International getur veitt íslenzkum fyrirtækj- um, t. d. í sambandi við vænt- anlega inngöngu íslands í EFTA, geti orðið ómetanleg í framtíðarskipulagningu mark- aðsmála hérlendra fyrirtækja. Metra International hefur í þjónustu sinni fjölmennt starfs- lið sérfræðinga, sem starfa um allan heim. Þá hefur fyrirtæk- ið á sínum vegum eitt stærsta rafmagnsheilakerfi, sem starf- rækt er á vegum einkafyrirtæk- is. Auk umboðs fyrir Metra International mun Gamma sf., innan skamms, hefja starf fyr- ir þekkt fyrirtæki, sem sér um skoðanakannanir. Ritverk sf. var stofnað á öndverðu ári 1965, en í fyrstu var unnið að ýmsum undirbún- ingi á starfsemi fyrirtækisins, sem hófst síðan fyrir alvöru í ársbyrjun 1967. Fyrirtækið tekur fyrst og fremst að sér hvers kyns kynn- ingarstarfsemi, eins og sams konar erlend fyrirtæki, þ. e. jafnt á sviði almannatengsla (public relations), auglýsinga og markaðskannana. Starfs- grundvöllur Ritverks hefur þó verið öllu breiðari, því að það hefur tekið að sér að sjá um útlit, prentun og útgáfu ýmissa rita, svo sem félagsrita 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.