Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 8
AUGLÝSINGA SPJALL Guðmundur: Ætlum okkur að ná stærri hlut af markaðinum. . .. mánaða fresti og skipulögðum næstu þrjá mánuði. Eg tel þetta mjög nauðsynlegt, en við eig- um erfitt með að gera áætlun til lengri tíma, því að það geta orðið miklar sölu- og markaðs- sveiflur hjá fyrirtæki eins og okkar. FV: Telurðu, Guðmundur, að sjónvarpið hafi sama gildi fyr- ir ykkur nú og þegar þið byrj- uðuð að auglýsa þar? Guðmundur: Ég tel fyrstu aug- lýsingarnar okkar hafa verið lang áhrifamestar. Þá voru ís- lenzkar sjónvarpskvikmyndir svo til óþekktar. Við áttum fyrstu eða aðra alíslenzku aug- lýsingamyndina, sem kom í sjónvarpinu, og það hafði mjög mikla þýðingu. Þá var heldur ekki eins mikið auglýsingaflóð og nú er. Gildi auglýsinga okk- ar í sjónvarpinu nú er ekki eins mikið og í byrjun, en við höfum auðvitað öðlazt ákveð- inn ,,goodwill“ með auglýsing- unum. Kristín: Já, þið aukið varla söl- una óendanlega, en getið eftir sem áður haldið markaðinum við með því að gefa ekki eft- ir. Guðmundur: Hiklaust. FV: Forráðamenn íslenzks iðn- — Heldurðu, að sjónvarpið geti birt svona? Guðmundur hlæjandi: Ekki í litum. Árni: Hvað heldurðu, að þú getir haft þetta lengi á sjón- varpsskerminum ? Guðmundur: Nokkrar sekúnd- ur. Ólafur: Otvarpsauglýsingar á eft- ir tímanum ... Kristín: Halda að við séum okr- arar... aðar eru yfirleitt hálf feimnir í sínum auglýsingatilraunum. Stór liður hjá okkur var að auglýsa upp Kóróna-fötin, sem saumuð eru hérlendis. Telurðu ekki, að þær auglýsingar hafi skilað álitlegum hagnaði? Guðmundur: Ég er ekki í minnsta vafa um það. Um það eru allir eigendur fyrirtækis- ins á sama máli. Ég vil taka það skýrt fram, að nauðsynlegt er að auglýsa á fleiri stöðum en í sjónvarpinu. Blöðin eru mjög áhrifaríkur markaður og ná til ákaflega margra. Heil- síða í Morgunblaðinu er mjög sterk auglýsing. En sterkasta auglýsingin er í sjónvarpinu, ef hún er verulega vel gerð. Árni tekur nú fram Lesbók Morgunblaðsins og sýnir síga- rettuauglýsingu, prentaða í rauðu og bláu. Vissulega áhrifa- rík auglýsing, og hann segir við Guðmund: Kristín: Þetta vinnur að sjálf- sögðu saman — auglýsingin í sjónvarpinu og auglýsingin í Morgunblaðinu. FV: Það er bezt að snúa sér til Árna. Nú hljótið þið að hafa fundið fyrir því, er sjónvarp- ið fór að birta auglýsingar að einhverju ráði? Árni: Ekki vitund. FV: Tæplega trúi ég því! Árni: Eðli sjónvarpsauglýsinga er allt annað.... Ólafur: Eðli sjónvarpsauglýs- inga er þannig, að birta verð- ur auglýsinguna í nokkur skipti, til að auglýsingin hrífi. . Árni: Fólk lítur á þetta sem skemmtun .. . Ólafur: íslendingar eru enn þá á því stigi að líta á sjónvarps- auglýsingar sem skemmti- atriði.... 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.