Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 50

Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 50
IÁTNING AUGLÝSINGAMANNS ÚRDFIÁTTUR ÚR BÓKINNI „CONFESSIONS OF AN ADVERTISING MAN“ EFTIR DAVID OGILVY. Auglýsingastarfsemi er á margan hátt heillandi starf og hefur lokkað til sín marga snjalla hugsuði, enda eftir miklu að slægjast á hinum risa- vöxnu mörkuðum, þar sem allt stendur og fellur með því, að varan sé í réttum umbúðum, rétt auglýst — og að sjálfsögðu góð. Einn kunnasti auglýsingasér- fræðingur vestanhafs er Skot- inn David Ogilvy, sem fluttist blásnauður til Bandaríkjanna og setti þar á stofn auglýsinga- fyrirtæki með viljann og hug- myndaauðgi að veganesti. Vel- gengni sína síðar meir þakkaði hann einkum þeirri reynslu, er hann aflaði sér, er hann var virtur kokkur í París: „Starf matreiðslumannsins er ótrú- lega erfitt og kennir mönnum að gefa ekkert eftir.“ David Ogilvy samdi nokk- urs konar ævisögu sína árið 1964, „Confessions of an Ad- vertising Man“, sem vakti mikla athygli fyrir frábæran stíl og óvenjulega hreinskilni í garð þessa undarlega fags. Bókinni skiptir hann í 11 kafla, og gefa kaflaheitin góða hug- mynd um forvitnilegt efni: Hvernig á að stjórna auglýs- ingafyrirtæki? — Hvernig á að næla í viðskiptavini? — Hvern- ig á að halda viðskiptavinum? — Hvernig á góður viðskipta- vinur að vera? — Hvernig á að framkvæma góð auglýsinga- plön? — Hvernig á að skrifa góða auglýsingatexta? — Hvernig á að myndskreyta aug- lýsingar og utanhússskilti (postera)? — Hvernig á að gera góðar sjónvarpsauglýsing- ar? — Hvernig á að komast á toppinn? — Á að leggja aug- lýsingar niður? Líklega gefa fáar bækur jafnskýra mynd af auglýsinga- heiminum og þessi. David Ogil- vy leggur áherzlu á, að auglýs- ingar höfði fyrst og fremst til skynsemi fólks. Hann segir á einum stað: „Hvað er góð aug- lýsing? Þar er um þrjár meg- inskoðanir að ræða. Þeir kald- hæðnu segja, að það sé auglýs- ingin, sem viðskiptavinurinn er ánægður með. Kunnur auglýs- ingamaður segir: „Góð auglýs- ing er sú, sem ekki aðeins sel- ur, heldur er almenningi og auglýsingafólki minnistæð sem aðdáanlegt verk“. Ég hef gert slíkar auglýs- ingar, en samt tel ég mig í þeim hópi, sem segir, að góð auglýsing sé sú, sem selur vöru án þess að athyglin beinist sér- staklega að gerð auglýsingar- innar. Það er hlutverk auglýs- ingarinnar að beina athyglinni að vörunni. í stað þess að les- andinn segi: „En frábær aug- „lýsing“. á hann að segja: „Þetta vissi ég ekki áður. Ég verð að reyna þessa vöru“.“ Ogilvy er frægur fyrir Shell auglýsingar sínar, KLM aug- lýsingar, auglýsingar, sem gerðu Bretland að ferðamanna- landi, auglýsingar, sem seldu Rolls Royce í Bandaríkjunum, og síðar Mercedes Benz, aug- lýsingar fyrir gosdrykkinn Schweppes, auglýsingar, sem beindu athygli Bandaríkja- manna að Puerto Rico, og margt fleira mætti telja. Eitt skemmtilegasta dæmið um aug- lýsingaherferð, er byggist á snjallri, en í sjálfu sér einfaldri hugmynd, er dæmið um Hath- away-skyrturnar, og verður sagt frá því í lok greinarinnar. Þar sem Ogilvy var mikils- virtur kokkur á sínum tíma í París — háborg matargerðar- innar, er ekki að undra, að hann telji sig vita, hvernig eigi að auglýsa mat. Hann segir: „Það, sem ég hef lært um auglýsingar á matvöru, má setja fram í eftirfarandi lið- um: BLAÐA- OG TÍM ARITAAUGLÝSINGAR: 1. Gefið auglýsingunni lyst- aukandi yfirbragð. 2. Því stærri, sem myndin er af matnum, því meir lyst- aukandi virkar auglýsingin. 3. Sýnið ekki fólk í matar- auglýsingum. Það tekur pláss, sem er betur varið í að sýna matinn. 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.