Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 6

Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 6
4 FRJALS VERZLUN *ENNÞÁ drýgra" OG BRAGÐMEIRA BREYTT ÚTLIT KAFFI Við höfum ekki aðeins breytt útliti kaffipakkans heldur einnig mölun kaffisins. Ó. Johnson og Kaaber kaffið er nú fínmalaðra og drýgra. Þannig viljum við tryggja húsmóðurinni enn betra kaffi. NÝ KVÖRN + NÝR POKI = BETRA OG DRÝGRA RÍÓ KAFFI: O.JOHNSON .»» & KA&BER HF. 4 Lesendabréf ORÐ I BELG Hvað gerist nú? Nú eru allir ánægðir. Vinnu- deilurnar eru úr sögunni í bili og aftur kominn vinnufriður. En hætt er við að ekki sé sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Verkföllin stöðvuðu atvinnu- lífið víðast um land í byrjun hábjargræðistímans. Atvinnu- fyrirtækin töpuðu stórfé, laun- þegar töpuðu stórfé, þjóðarbúið tapaði stórfé, og þó er enn eftir að koma fram mikið tap, t. d. á sviði ferðamála og flutninga- starfsemi okkar íslendinga á alþjóðavettvangi. Það sem laun- þegar græddu, nægir ekki til þess að bæta þeim tjón þeirra af verkföllunum fyrr en eftir langan tíma, en vísitölusamn- ingurinn mun þó koma í veg fyrir, að þær bætur verði að nokkru. Annað tjón verður ekki bætt. Hvers konar hringavit- leysa er þetta eiginlega? Er ekki kominn tími til að við ís- lendingar förum að semja okk- ur að siðmenningu á sviði kjaramála? Ekkert eitt atriði er vænlegra til framfara með þjóðinni á sviði efnahagsmála. Og hvers vegna er þá pólitízk- um spilagosum látið haldast uppi að ala á siðleysinu? Það er mál allra sem til þekkja og ekki eru blindaðir af póltík, að kjarasamningar að þessu sinni hefðu ekki orðið neitt vandamál, ef að þeim hefði verið staðið af heilindum, sem kj arasamningum og með þjóð- arhag í huga. Að vísu virðist hafa gengið furðu hægt, að koma á skipulegri rannsóknar- starfsemi af hálfu aðila að vinnumarkaðnum, varðandi af- komu atvinnuveganna, greiðslu- þol þeirra og kjör launþega. Engu að síður lágu þó fyrir þær meginstaðreyndir, sem kjara- samningarnir ultu á, þegar snemma á árinu, en ekkert var gert fyrr en á síðasta augna- bliki og þá með yfirgangsað- gerðum, sem engu tali tóku, •— en þá voru kosningarnar fram- undan. Siðleysi af þessu tagi,

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.