Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 12

Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 12
1 □ FRJALS VERZLUN Kjaramál Samið um óðaverðbólgu ? Stórtjón verkafólks og þjóðfélagsins alls vegna úreltra samningsaðferða og pólitískrar togstreitu milli vinstri sinnaðra verkalýftsforingja. Eftir nær mánaðar verkfall verkafólks, vat'ð sú stefna ofan á í kjaramálum, að atvinnuvag- irnir og hið opinbera skyldu taka á sig almenn- ar kjarabætur, sem taldar eru nema með öllu nálægt beinni fjórðungs kauphækkun, og að á eftir skuli fylgja fullar vísitölubætur á öll laun, vegna hvers konar verðhækkana. Þessi gífurlega tilfærsla á fjármunum frá at- vinnuvegunum til launþega og með vísitöluskil- málum af jafn óraunhæfum toga og raun ber vitni, er augljóst stórvandamál, þótt um þetta hafi verið samið að nafninu til. Atvinnuvegirnir hafa verið mjög hart keyrð- ir um skeið, af völdum efnahagsáfalla á árun- um 1967 og 1968, sem ekki eiga sinn líka. Og enda þótt nú hafi rofað fil á ný, fer því víðs gjarri að atvinnulífið sé komið aftur á eðlilegan rekspöl, aðeins nokkrar vikur síðan atvinnu- leysi var tilfinnanlegt hjá fullvinnufæru fólki og það enn fyrir hendi hjá skólafólki. Sama ó- vissa er ríkjandi um sjávarafla, sem ætíð áður. Sú máttarstoð getur brostið að einhverju leyti í náinni framtið, og fífldirfska að gera ekki ráð fyrir því. Samt er samið um svo háar almennar kjarabætur til launþega, að meðalrekstur ber þær ekki við núverandi aðstæður. Þetta er vit- að og viðurkennt. Þannig er teflt á tæpasta vað, og til viðbótar koma svo fullar vísitölubætur, vegna hvers konar verðhækkana, jafnt á inn- lendum og erlendum vörum. Nauðsyn kjarabóta. Á áfallaárunum rýrnuðu kjör launþega verulega, eins og þjófélagsins i heild. Það var því augljóst, að launþegar ættu rétt á kjarabótum í kjölfar batans, og að nauð- synlegt yrði að gera nýja kjarasamninga í vor, þar sem það yrði viðurkennt. Um þetta hafa engar deilur staðið. Það mátti því búast við friðsamlegum samningaviðræðum og viðunandi málalokum fyrir alla aðila, enda gat ekki hjá því farið ef allt hefði verið með felídu, að aðilar að vinnumarkaðnum gerðu sér far um að standa saman í stuðningi við jákvæða efnahagsþróun, eftir þá erfiðu reynzlu, sem fékkst á síðustu árum af áföllum. Skyndileg verkföll. Unnt er að fullyrða, að þessi sjónarmið voru almennt ríkjandi, þegar að alvöru samningaviðræðna dró. Um 10. maí létu formenn helztu verkalýðsfélagana þá skoð- un uppi, að ekki yrði boðuð verkföll fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 31. maí. Engu að síður voru verkföll skollin á þann 27. Kröfur laun- þega voru þá naumast komnar í dagsljósið í heild og samningaviðræðurnar rétt nýhafnar. Verkföllin komu því vægast sagt á óvart. Þessi cvænta harka og óbilgirnin sem í henni fólst, setti vissulega strik í reikninginn. Það, að verk- föllum var skellt á með þessari skyndingu og gagnstætt fyrri ásetningi, var sprottið af annar- legum hvötum. Sundurþykkja hinna vinstri sinn- uðu verklýðsforingja, sem stóðu í pólitísku upp- gjöri sín á milli í sveitarstjórnarkosningunum, jafnframt kjarasamningunum, brauzt út með þessum hætti. Þar varð raunverulegur hagur launþega og þjóðarhagur að víkja. Og verkföll- in bitnuðu fyrst og fremst á þeirn launþegum, sem sízt máttu við skakkaföllum. Gengishækkun. Um 10. maí kom upp á yfir- borðið hugmynd um gengishækkun. sem lið í því, að færa fjármuni frá atvinnuvegunum til launþega. Ríkisstjórnin lagði hugmyndina fyrir aðila, sem báðir höfnuðu henni þegar í stað. Á þessu stigi má segja, að hugmyndin hafi ekki verið nægilega mótuð og að því hafi ekki legið ótvírætt fyrir, hver helztu áhrif gengishækkun- ar yrðu á kjör launþega og afkomu atvinnuveg- anna. Hugmyndin var engu að siður góð og gild. Það vakti furðu, hva báðir aðilar voru fljótir að afgreiða hana. Þegar atvinnurekendur hækkuðu svo rétt á eftir gagntilboð sitt um beina kauphækkun, var hugmyndin úr sögunni í bili. Þessi hugmynd um gengishækkun var vissu- lega nýstárleg eftir allt það flóð gengislækkana, sem yfir hefur dunið áratugum saman. Gengis- hækkun hefði haft ýmsa ókosti í för með sér, eins og t.d. snögg hækkað útflutningsverð á sjávarafurðum og þar með skert.a samkeppnis- aðstöðu á erlendum mörkuðum. Á móti því veg- ur nú stóraukinn kostnaður, svo að verð sjávar- afurða hækkar hvort eð er fljótlega. Það var mat efnahagssérfræðinga, að þessi áhrif gengis- hælckunar væru ekki slík, að þau réðu neinum úrslitum fyrir útflutning á sjávarafurðum. En á hinn bóginn voru kostirnir taldir verulegir. Má þar sérstaklega nefna, að fjármagnstilfærzl- an hefði náð fram að ganga að verulegu leyti með ráðstöfunum, sem um leið hefðu aukið al- mennt traust á krónunni, eða skapað það. en álit krónunnar okkar er sannast sagna heldur lýrt erlendis, sem hérlendis. Er það skoðun, sem ekki má vanmeta, að tækifærið til gengishækk- unar hefði átt að notfæra sérstaklega í þessu auguamiði, þótt það yrði ekki algerlega ókeypis og átakalaust. Aðstaðan í upphafi samningavið- ræðnanna var vissulega erfið og vandmetin,

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.