Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 24
22 F.V.: Þær raddir heyrast oft að miklum og dýrmætum tíma sé sóað í biðstofum bankastjór- anna. Er einhver hagræðing í því efni til? S.H.: Ýmsar leiðir geta kom- ið til greina til þess að spara mönnum þrásetur í biðstofum bankanna og hefur sitt hvað verið reynt, sumt gefizt vel og annað miður. Niðurstaða okkar er sú, að þrátt fyrir allt sé nú- verandi fyrirkomulag í aðalatr- iðum heppilegast bæði fyrir bankann og viðskiptamanninn, a.m.k. í flestum tilfellum. Við teljum mikils virði að hafa heildaryfirsýn yfir sem flesta viðskiptaaðila og fá tækifæri til að ræða við þ‘á sjálfa eða umboðsmenn þeirra, fá af þeirra vörum nauðsynlegar upplýsingar um hagi þeirra og tilgang. Tvö tilfelli eru aldrei eins. Á okkar landi, þar sem eftirspurn er meiri en framboð á lánsfé, er nauðsynlegra en ella að meta fýsilei-k og þörf lánveitinga hverju sinni. Ef jafnvægi væri eða framboð meira en eftirspurn þyrfti þessa A ISAFIRÐI SELJUM HRAÐFRFRYSTAN FISK OG SKREIÐ, BEITU OG ÍS. ÍSH ÚSFÉLAG ÍSFIRÐINGA H.F. ÍSAFIRÐI SÍMI 3351. e.t.v. ekki með og nægilegt að leggja fram fullnægjandi trygg- ingu fyrir láni og gengju þá allar minni háttar lánveitingar næstum sjálfkrafa fyrir sig. MEÐ VIÐTALSAÐFERÐINNI ERU MEIRI LÍKUR Á ENDAN- LEGUM SVÖRUM. Sú aðferð, sem mun hafa ver- ið reynd, að leggja inn útfyllta beiðni eða spurskrá, mundi lít- ið bæta úr fyrir flestum og hætt við að svör drægjust þá lengur viðskiptamanninum til óhag- ræðis t.d. vegna vöntunar við- bótarupplýsinga. Með viðtals- aðferðinni eins og hún er nú, eru meiri líkur fyrir endanleg- um svörum fljótt og kann svo að vera, að í fleiri tilfellum hafi dýrmætur tími verið spar- aður með því að bíða stundar- korn eftir viðtali. Að því er kaupmenn snertir einkum inn- flytjendur er í flestum tilfell- um, eins og kunnugt er, fyrir- fram samið um kaup á vöru- víxlum og nægir þá að senda víxlana til bankans. Sé fyrir- fram samið um framlengingar- skilmála eru viðtöl óþörf á gjalddögum og það jafnvel þótt minni háttar afbrigði verði á umsömdum greiðslum, og legg- ur víxlafulltrúi slík mál fyrir bankastjórn utan viðtalstíma. >á er og algengt að fastir við- skiptamenn komi óskum sínum um frávik frá fyrirfram gerð- um samningum áleiðis fyrir milligöngu starfsmanna, bréf- lega, í síma eða í sérstökum viðtalstíma. Þá var sá breyting gerð fyrir tveim árum í Búnað- arbanka, að báðir bankastjórar hafa viðtalstíma daglega í stað annars áður og hefur þetta með öðru valdið því, að viðtöl ganga nú greiðlegar en áður, þannig að algengt er, að bið sé sára- lítil eða engin. En að sjálfsögðu er þetta ákaflega misjafnt, sum- ir dagar, vikur, árstíðir betri eða verri en aðrar, en mestu ræður þó í þessu efni ástand í peningamálum á hverjum tima. PÓLITÍSKIR EÐA EKKI PÓLITÍSKIR ? F.V.: Það er oft sagt um yð- ur, að þér séuð einn af fáum „ópólitískum” bankast j órum. FRJÁLS VERZLUN Teljið þér pó'litíska skipun bankastjóra eðlilega? Hvaða áhrif hefur slík skipun á starf- semi viðkomandi banka? S.H.: Þetta er nokkuð nær- göngul spurning og þess eðlis að ég ætti að svara henni út í hött, enda veit ég ekki nákvæm- lega hvaða merkingu þér leggið í „ópólitískur” í þessu tilfelli. Ég er alveg eins pólitískur og gerist og gengur, hins vegar ekki tiltakanlega flokkspóli- tískur. Ég vil gjarnan geta stutt góð mál og verið á móti vond- um málum án tillits til þess hvaðan þau eru runnin. Við vitum, að bankaráð rík- isbankanna eru kosin af Al- þingi, pólitískum kosningum, og þau ráða bankastjóra. Ég sé ekkert athugavert við þá aðferð, aðalatriðið er að hæfir menn ráðist til starfa, og mun það mála sannast, að „pólitísk skipun”, eins og þér orðið það, hefur bókstaflega engin áhrif á útlán eða aðra starfsemi bankanna. Ef um einhver póli- tísk áhrif er að ræða, dettur mér helzt í hug, að pólitískir frændur séu frændum verst- ir. Það getur verið að flokksbundinn bankastjóri verði fyrir meiri ágengni af hendi flokksbræðra sinna og samherja, en það er hans mál og gerir honum aðeins erfiðara fyrir í starfi. Meiri vafi leikur hins vegar á því, hvort heppilegt sé, að útibússtjórar bankanna úti á landi standi í pólitísku vafstri og eigi undir tiltölulega fá- mennan hóp viðskiptamanna sinna að sækja um pólitískt fylgi. í mörgum héruðum eru útibússtjórarnir einir úthlutun- armenn f jármagns andstætt því sem er í aðalbönkunum í Reykjavik og eiga viðskipta- menn þeirra e.t.v. ekki í önnur hús að venda með úrlausn sinna mála. Ég tel a.m.k. óhyggilegt, að þeir embættismenn gefi kost á sér í pólitísk framboð til meiri háttar opinberra starfa og þá fyrst og fremst til þingsetu enda leiðir slíkt til langvarandi fjar- vista frá daglegum skyldum, sem er mjög óheppilegt í slík- um störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.