Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 41

Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 41
FRJÁLS VERZLUN 39 Sjávarútvegur, fiskiðnaður Hagræðing, aukin vöruvöndun og fullvinnsla í hraðfrystiiðnaði Viðtal við Hjalta Einarsson efnaverkfræðing hjá S.H. Hraðfrystiiðnaðurinn hefur lengi verið umsvifamikill í fiskiðnaði okkar. Til skamms tíma heyrðust oft raddir um að hann væri allt of stór mið- að við verkefni sín, frystihús- in of mörg og nýttust illa o.s.frv. En hvað sem um þetta mátti segja, fer það ekki milli máia, að síðustu ár síldarleys- is hefur það orðið hlutskipti hraðfrystiiðnaðarins að taka ó- tvíræða forystu í vinnslu sjáv- arafurða og skapa nauðsynleg gjaldeyrisverðimseti, enda hef- ur bátaflotinn snúið sér í veru- legum mæli frá eltingarleikn- um við síldina að þorsk- og flat- fiskveiðum, og með góðum ár- angri. Framleiðsla hraðfrysti- iðnaðarins í fyrra var að verð- mæti nálægt 3,7 milljörðum króna, og útflutningur frystra sjávarafurða að svipuðu verð- mæti, talsvert yfir helmingi meiri en árið áður, og helming- ur alls útflutnings sjávarafurða að verðmæti. Það gefur auga leið, að mikið veltur nú á hraðfrystiiðnaðinum, meira en nokkru sinni fyrr. Blaðið snéri sér til Hjalta Einarssonar efnaverkfræðings hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sem gjörþekkir þessa grein fiskiðnaðarins, og ræddi við hann um ástand og horfur Kusum við að stikla á stóru. NÝTING HRAÐFRYSTI- HÚSANNA ÁRH) 1959. Árið 1959 og aftur árið 1964 lét Fiskifélagið gera könnun á nýtingu hraðfrystihúsanna. Var hún byggð á einfaldri formúlu, og sýndi aðeins 15—20% nýt- ingu, sem þótti auðvitað stór- lega athugavert. Árið 1967 lét svo Skipulagsnefnd hraðfi'ysti- Fiskurinn settur í pönnur til blokkfrystingar. Fryst og pökkuð flök flutt úr frystitæki í geymslu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.