Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 47
FRJALS VERZLUN
45
leikar ýmsir. Hvað raunhæft er
í þessu efni verður ekki skor-
ið úr um nema með skipuleg-
um og róttækum aðgerðum
saltfiskframleiðenda sjálfra og
aðgerðum og stuðningi annars
staðar frá, einkum lánastofnana
og ríkisvaldsins.
Margir framleiðendur. Salt-
fiskframleiðendur munu vera
rúmlega 200 talsins, en meira
en helmingur þeirra reka að-
eins smárekstur. Allir þeir, sem
framleiða til útflutnings, eru í
S'ölusambandi íslenzkra fisk-
framleiðenda. Það samband
hefur rekið tæknideild um
nokkurra ára skeið, sem hefur
það hlutverk að leiðbeina og
aðstoða við umbætur í saltfisk-
framleiðslunni og hefur orðið
verulega ágengt í því efni.
Fram á síðustu tíma var salit-
fiskframleiðslan mestmegnis
eða eingöngu handavinna allt
frá móttöku fisksins til afhend-
ingar. Slík handavinna er ó-
hemju erfið og tímafrek. Nú
hefur húsakostur verið bættur
mjög víða og ýmis tæki eru
komin til sögunnar, sem létta
og flýta til muna meðferð fisks-
ins í söltun.
Vélvæðing. Við leituðum til
Lofts Loftssonar verkfræðings,
sem er í rauninni tæknideild
SÍF, forstöðumaður og eini
starfsmaður deildarinnar. Loft-
ur stundaði framhaldsnám í
matvælaiðnfræði. Hann hefur
starfað hjá SÍF undanfarin 8
ár. Fyrst báðum við Loft að
lýsa meðferð fisks í söltun,
eins og hún er nú að þróast. í
fyrsta lagi, sagði Loftur, skipt-
ir höfuðmáli að húsin séu hrein-
leg og björt. Á þessu er vax-
andi skilningur og hafa orðið
verulegar frafarir í húsnæðis-
málum saltfiskframleiðslunnar
undanfarin ár. Ef hægt er að
tala um fyrirmyndarmeðferð,
væri það á þessa leið: Flutning-
ur fisksins á hinum ýmsu stig-
um framleiðslunnar fer að
mestu fram með gaffallyftur-
um og á færiböndum. Hausun,
flatning og þvottur í vélum.
Saltmokstur t. d. með skóflu-
lyfturum o. s. frv. Þessi tækni
er óvíða öll komin í notkun, og
FISKÞVOTTAVÉLAR
(Sprautu og bursta)
FLÖKUNARKERFI
• Smíðum einnig færibönd, álkassa, pækilsölt-
unarkör, drifknúna málningarstóla — allt úr
áli og argonsoðið.
• Gerum tilboð í smíði úr áli og járni.
VÉLSMIÐJA HEIÐARS HF.
AUÐBREKKU 41 — KÓPAVOGI — SÍMI 42570
SENDUM hvert á land sem
er,— Sérstök innpökkun.
Fegurst blómaval.
ÁLFTAMÝRI 7
BLÓMAHÚSIÐ
simi 83070