Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Síða 48

Frjáls verslun - 01.06.1970, Síða 48
46 FRJALS VERZLUN að takmörkuðu leyti hjá smá- framleiðendum. Þó eru þeir all- nokkrir stærri framleiðendurn- ir, sem standa orðið framar- lega frá tæknilegu sjónarmiði. En það má segja, að talsverð á- tök þurfi til þess að breyta frá gamla laginu, þegar allir flutn- ingar á fiski og salti voru í hjólbörum eða í höndunum, og hausun, flatning og þvottur einnig í höndunum. Fjórar tegundir. Saltfisk- framleiðslan, eins og hún er nú, skiptist nær eingöngu í fjórar tegundir: Óverkaðan saltfisk, verkaðan (þurrkaðan) saltfisk, þunnildi og söltuð hrogn. Við seljum hlutfallslega miklu meira af saltfiskinum ó- verkuðum en t. d! Norðmenn og Kanadamenn. Þeir verka megnið af þeim saltfiski, sem þeir flytja út. Einnig gera þeir smávegis af því að vinna fiskinn frekar, í neytendaum- búðir. Til skamms tíma hefur það tíðkazt hjá okkur, að verka aðeins la'kari saltfiskinn. Síðan i fyrra er nokkur breyting að verða á þessu og meira tekið af góðum fiski til verkunar. Verk- unin skapar mikla vinnu og nokkra verðmætisaukningu, en í henni er einnig bundið mikið fjármagn. Framleiðendur eru t. d. að fá greitt fyrir óverkaða fiskinn frá s. 1. vetrarvertíð um þessar mundir, en fyrir verkaða fiskinn fá þeir ekki greitt fyrr en eftir hálft ár í viðbót eða meira. Þetta veltur því m. a. á lánsfé. Þá grípa að sjálfsögðu sölumögu- leikarnir inn í. Kaupendur í Suður-Ameríku vilja yfirleitt ekki nema verkaðan saltfisk, enda illmögulegt að koma þang- að óverkuðum fiski óskemmd- um, vegna fjarlægðarinnar. Hins vegar hafa Spánverjar og Portúgalar lagt kapp á að verka sjálfir saltfisk með sínu ódýra vinnuafli, og þá eins þann saltfisk sem þeir kaupa af okkur. Þessar þjóðir, ásamt ítölum, eru okkar stærstu kaupendur, eins og er. Frekari vinnsla. Fyrir nokkr- um árum, segir Loftur enn- fremur, gerðum við lítilsháttar tilraun með að vinna saltfisk í neytendaumbúðir. Þetta var tekið upp aftur í fyrra og verð- reynt frekar nú. í þessu skyni höfum við tekið valin flök, sem síðan eru s'óltuð, þurrkuð og beinskorin, síund- um einnig roðflett. Þá eru þau pressuð í mót og sett í loftþétt- ar umbúðir og loks í litlar öskj- ur, y2 kg. í hverja. Þessi fisk- ur getur geymzt mjög lengi kældur, árum saman, og fram- an af batnar hann með geymsl- unni. Neytendur þurfa ekki annað en útvatna fiskinn áður en hans er neytt. Við höfum einnig reynt að pakka fiskinn útvatnaðan, en aðferðin er erf- iðari, þar sem slíkan fisk verð- ur að frysta. Norðmenn og Kanadamenn vinna nokkuð af saltfiski í neytendaumbúðir, mest á svipaðan hátt, en þeir taka þá til óverkaðan salt- fisk. Það er miklu meiri vinna að beinskera hann og roðfietta heldur en nýjan fisk. Hins vegar geta þeir þá unnið að þessu eftir hendinni, til þess að fylla upp í. En ég get fullyrt, að sá fiskur, sem við höfum unnið í neytendaumbúðir er lúxusvara og talsvert verðmæt- ari en verkaði saltfiskurinn, sem svo aftur er verðmætari en óverkaði saltfiskurinn. Það er að sjálfsögðu ekki mitt að meta, hvort um raunverulega möguleika er að ræða til að gera saltfiskinn þetta verðmæt- ari í miklum mæli. En ef hægt er að selja fiskinn þannig, trúi ég ekki öðru en verðmætis- aukningin og vinnan, sem skap- ast og er mikil, borgi þá fyrir- greiðslu, sem huganlega þarf til að koma. Hún getur aldrei orðið svo mjög veruleg. CTFLUTNINGUR á lýsi, mjöli, hrognum og skreið. BERNH. PETERSEN, Hanarhúsinu v/Tryggvagötu, Reykjavík. Sími 11570. Afgreiðum með stuttum fyrirvara BOTNVÖRPUR og RÆKJUNÆTUR. NETAGERÐ VESTFJARÐA, ísafirði, símar 3413, 3332 og 3342. Útgerð, fiskiðnaður, fiskverkun. Kaupum hvers konar fiskafurðir til frystingar, söltunar, herzlu og mjölvinnslu. Seljum beitusíld, salt, veiðarfæri, olíur o. fl. ÚTGERÐARSTÖÐ GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Sandgerði — Sími 7515. Útflutningur á alls konar fiskmjöli og lýsi, skreið, söltuðum þorskflökum og þunnildum. G. ALBERTSSON, Garðastræti 38, Reykjavík. Sími 19314.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.