Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 52
50
FRJALS VERZLUN
undirbúningskostnaðar. En fé-
lagið er þeim opið eftir sem áð-
ur.
Með milligöngu Vilhjálms
Þór, sem þá var bankastjóri við
Alþjóðabankann, leitaði svo fé-
lagið til International Finance
Co., sem er dóttui'stofnun Al-
þjóðabankans, eins konar fjár-
festingarstofnun, er tekur þátt
í og lánar til meiriháttar at-
vinnuuppbyggingar, og sýndu
ráðamenn þeirrar stofnunar
mikinn áhuga á okkar málum.
Má segja, að viðræður og athug-
anir hafi staðið síðan. Leit urn
tíma út fyrir að tækist að koma
félaginu á þann grundvöll, að
verksmiðjurnar 5 leggðu fram
sem hlutafé tæpan helming
eigna sinna skv. mati, sem
fram fór, og IFC gerðist hiut-
hafi og lánaði jafnframt veru-
legt fé til þess að sölukerfi yrði
komið á fót. Þannig hefði
hlutaféð orðið 60—80 milljómr
króna og annað eins fengizt að
láni í sölukerfið. Nú virðist aft-
urkippur í þessu máli, þar sem
IFC vill nú aðeins lána og það
gegn bankaábyrgð, sem aldrei
kom til tals. Þetta er þó alls
ekki útrætt mál. Við sem í
þessu höfum staðið, höfum lagt
í mikinn kostnað og þó notið
nokkurs stuðninfjs Fiskveiða-
sjóðs og hjálpar fleiri innlendra
stofnana. Út af fyrir sig skiptir
það litlu máli, ef niðurstað-
an verður jákvæð. Ef hún
verður ekki jákvæð, eru þá úr-
ræði fyrir hendi. Átakið þarf
ag vera mjög stórt, ef það á
að duga.
Markaðskönnun. Einn liður-
inn í þeim athugunum, sem
staðið hafa yfir, var ýtarleg
markaðsrannsókn, en hún var
framkvæmd á árunum 1968—
1969. Það voru sérfræðingar á
vegum Iðnþróunarráðs SÞ,
UNIDO, í Vínarborg, sem önn
uðust þessa rannsókn, og
greiddi UNIDO 87%% af kostn-
aðinum, sem var mjög veruleg-
ur. Niðurstöðurnar voru mjög
hagstæðar. Það var að sjálf-
sögðu lagt til gundvallar, að
þessar 5 verksmiðjur og e. t. v.
fleiri, stæðu saman að fram-
ieiðslu og sölu útflutningsvar-
anna og að þannig nyti sín
skipulagning og verkaskipting
jafnt í hráefniskaupum og
framleiðslu, stöðlun á umbúð-
um og sameiginleg sölustarf-
semi, svo nokkuð sé nefnt. Sér-
fræðingarnir töldu sterkar líkur
benda til þess, að einungis þess-
ar 5 verksmiðjur gætu selt er-
lendis fyrir um 600 milljónir
króna á ári, ef sölukerfið væri
með eðlilegum hætti. Gefur
auga leið, að þetta væri einung-
is byrjunin, þar sem hér er að-
eins miðað við núverandi afköst
verksmiðjanna 5 með smávægi-
legum ráðstöfunum.
Möguleikar. Fram hjá því
verður ekki gengið, að við ís-
lendingar eigum nú þegar ali
myndarlegan niðursuðuiðnað
og í honum bundið mikið fjár-
magn á okkar mælikvarða. Við
höfum hráefni, sem er að ýmsu
leyti sérstætt, nóg vinnuafl og
nauðsynlega framleiðsluþekk-
ingu. Það er aðeins einn hlekk-
ur, sem ekki er fyrir hendi, til
þess að hjólið geti snúizt eðli-
lega, sölukerfi á erlendum
vettvangi. Ef við komum því á
fót, blasa við okkur möguleik-
ar:
1. Við getum nú þegar, án við-
bótarfjárfestingar svo nokkru
nemi, allt að fimmfaldað út-
flutning niðuilsuðuViara.
2. Við getum þannig gert okk-
ur miklu meiri mat úr því dýr-
mæta hráefni, sem við öflum og
seljum í langt um of ríkum
mæli óunnið úr landi, miðað við
aðrar fiskveiðiþjóðir.
3. Við getum afiað stórauk-
ins gjaldeyris.
4. Við getum skapað nýja
vinnu fyrir nokkur hundruð
manns.
5. Við getum með þessari
byrjun átt kost á titlölulega
mikilli og hraðri uppbyggingu
á þessu sviði.
Ég vona að við berum gæfu
til að hagnýta okkur þessa
möguleika í næstu framtíð. Það
kostar óneitanlega nokkurt á-
tak. Eu það er líka dýrt að vera
fátækur, og þeim mun dýrara,
ef við horfum á möguleikana í
hendi okkar en látum þá ónot-
aða.
Leigjum út
Múrbrot • Sprengivinna
VÉLALEIGA
STEINDÓRS sf.
verksiaD«'»i 10 5 14 - skrifstofa 30 135
dnnumst hvers konar
verktakavinnu.
Tíma eða ókvœðisvinna
Loftpressur • Krana
Gröfur • Vibrasleða
Dœlúr