Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 55

Frjáls verslun - 01.06.1970, Page 55
FRJÁLS VERZLUN 53 Viftskiptahættir Innkaupasamtök matvöruverzlana Innkaupasamtök á sviði mat- vöru- og nýlenduvöruverzlunar hafa gegnt mikilvægu hlutverki innan heildsöluverzlunarinnar á undanförnum árum og eiga vafalaust mikla framtíð fyrir sér. Með þeim hefur tekizt að ná hagstæðara vöruverði í inn- kaupum og samtímis hafa þessi samtök orðið til mikils liagræð- is fyrir smásöluverzlanirnar og getað veitt þeim ýmsa þjónustu, sem áður var ekki fyrir hendi. Frjáls Verzlun sneri sér fyrir skömmu til þriggja slíkra inn- kaupasamtaka og spurðist fyr- ir um starfsemi þeirra. Birgðastöð SÍS Samband íslenzkra sam- vinnufélaga sér um innkaup kaupfélaganna á matvöru og er það svonefnd Birgðastöð SÍS, sem annast þetta verkefni. Matvörunni er að langmestu leyti skipað upp í Reykjavík og dreift frá Birgðastöðinni til hinna ýmsu kaupfélaga Er þetta gert til þess að skapa kaupfé- lögunum aðstöðu til þess að hafa minnstar mögulegar birgð- ir, en það skiptir meginmáli í smásöluverzlun nú. Þannig komst Þorbergur Eysteinsson, deildarstjóri í Birgðastöð SÍS, að orði, er Frjáls Verzlun spurði hann um vöruinnkaup kaupfélaganna og þjónustu SÍS á því sviði við kaupfélögin. Með sameiginlegum innkaup- um kaupfélaganna, sagði Þor- bergur ennfremur, teljum við, að það sé unnt að tryggja lægsta mögulega innkaupsverð. — Birgðastöðin tók til starfa ár- ið 1965 og tókum við þá strax upp sérstakt birgðakerfi. Höf- um við með stærri einingum í innkaupum ásamt föstum við- skiptavinum og reglubundnum snúningshraða skapað mögu- leika- á hagstæðara innkaups- verði og sílækkandi dreifingar- kostnaði. í lok hvers árs ákveð- ur síðan stjórn SÍS endur- greiðslur á hagnaði Birgða- stöðvarinnar til hinna ýmsu kaupfélaga og þá farið eftir viðskiptum þeirra við Birgða- stöðina. Vöruvalið er miðað við dag- lega þörf neytenda og mótað- ist frá upphafi eftir óskum hinna ýmsu kaupfélaga. Er Birgðastöðin í mjög nánu sam- bandi við kaupfélögin varðandi allar breytinar á vöruvali. Með meiri stöðlun á vörum í verzl- unum ætti að vera unnt að ná enn betri árangri í smásölu- verzluninni, bæði að því er snertir vörugæði og vöruverð. Þá má geta þess, að Birgðastöð- in er með verzlunarráðunauta í þjónustu sinni og veitir að- stoð við uppsetningu og breyt- ingar á verzlunum kaupfélag- anna. A höfuðborgarsvæðinu sér Birgðastöðin sjálf um vöru- dreifinguna, en til annarra landshluta er varan ýmist send með Ríkisskip eða með bifreið- um. Þann dreifingarkostnað verða viðkomandi kaupfélög að taka á sig sjálf. Hvað Birgðastöðina sjálfa snertir, þá starfa þar nú 21 maður beint, en þá er þess að gæta, að auk þess annast SÍS í heild ýmsa þætti í starfsemi Birgðastöðvarinnar eins og bók- hald o. fl. Á sl. ári nam velta Birgðastöðvarinnar um 300 millj. kr. og voru um 60% af henni innfluttar vörur en 40% innlendar. Má segja, að þróunin sé í þá átt, að hlutfall innlendu varanna fari vaxandi og það, sem af er þessu ári, hefur það verið um 50%. Matkaup h.f. Matkaup h.f. er hlutafélag, sem stofnað var í október 1957, sagði fsak Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Að stofnun félagsins stóðu 23 ný- lenduvörukaupmenn í Reykja- vík og var markmiðið að bæta aðstöðu þeirra innan verzlun- arinnar á allan tiltækan hátt. Þetta var á tíma skömmtunar og vöruskorts og erfiðleikar hjá smákaupmönnum að fá vörui'. Úr vöruskemmu Matkaupa hf.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.