Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.06.1970, Qupperneq 55
FRJÁLS VERZLUN 53 Viftskiptahættir Innkaupasamtök matvöruverzlana Innkaupasamtök á sviði mat- vöru- og nýlenduvöruverzlunar hafa gegnt mikilvægu hlutverki innan heildsöluverzlunarinnar á undanförnum árum og eiga vafalaust mikla framtíð fyrir sér. Með þeim hefur tekizt að ná hagstæðara vöruverði í inn- kaupum og samtímis hafa þessi samtök orðið til mikils liagræð- is fyrir smásöluverzlanirnar og getað veitt þeim ýmsa þjónustu, sem áður var ekki fyrir hendi. Frjáls Verzlun sneri sér fyrir skömmu til þriggja slíkra inn- kaupasamtaka og spurðist fyr- ir um starfsemi þeirra. Birgðastöð SÍS Samband íslenzkra sam- vinnufélaga sér um innkaup kaupfélaganna á matvöru og er það svonefnd Birgðastöð SÍS, sem annast þetta verkefni. Matvörunni er að langmestu leyti skipað upp í Reykjavík og dreift frá Birgðastöðinni til hinna ýmsu kaupfélaga Er þetta gert til þess að skapa kaupfé- lögunum aðstöðu til þess að hafa minnstar mögulegar birgð- ir, en það skiptir meginmáli í smásöluverzlun nú. Þannig komst Þorbergur Eysteinsson, deildarstjóri í Birgðastöð SÍS, að orði, er Frjáls Verzlun spurði hann um vöruinnkaup kaupfélaganna og þjónustu SÍS á því sviði við kaupfélögin. Með sameiginlegum innkaup- um kaupfélaganna, sagði Þor- bergur ennfremur, teljum við, að það sé unnt að tryggja lægsta mögulega innkaupsverð. — Birgðastöðin tók til starfa ár- ið 1965 og tókum við þá strax upp sérstakt birgðakerfi. Höf- um við með stærri einingum í innkaupum ásamt föstum við- skiptavinum og reglubundnum snúningshraða skapað mögu- leika- á hagstæðara innkaups- verði og sílækkandi dreifingar- kostnaði. í lok hvers árs ákveð- ur síðan stjórn SÍS endur- greiðslur á hagnaði Birgða- stöðvarinnar til hinna ýmsu kaupfélaga og þá farið eftir viðskiptum þeirra við Birgða- stöðina. Vöruvalið er miðað við dag- lega þörf neytenda og mótað- ist frá upphafi eftir óskum hinna ýmsu kaupfélaga. Er Birgðastöðin í mjög nánu sam- bandi við kaupfélögin varðandi allar breytinar á vöruvali. Með meiri stöðlun á vörum í verzl- unum ætti að vera unnt að ná enn betri árangri í smásölu- verzluninni, bæði að því er snertir vörugæði og vöruverð. Þá má geta þess, að Birgðastöð- in er með verzlunarráðunauta í þjónustu sinni og veitir að- stoð við uppsetningu og breyt- ingar á verzlunum kaupfélag- anna. A höfuðborgarsvæðinu sér Birgðastöðin sjálf um vöru- dreifinguna, en til annarra landshluta er varan ýmist send með Ríkisskip eða með bifreið- um. Þann dreifingarkostnað verða viðkomandi kaupfélög að taka á sig sjálf. Hvað Birgðastöðina sjálfa snertir, þá starfa þar nú 21 maður beint, en þá er þess að gæta, að auk þess annast SÍS í heild ýmsa þætti í starfsemi Birgðastöðvarinnar eins og bók- hald o. fl. Á sl. ári nam velta Birgðastöðvarinnar um 300 millj. kr. og voru um 60% af henni innfluttar vörur en 40% innlendar. Má segja, að þróunin sé í þá átt, að hlutfall innlendu varanna fari vaxandi og það, sem af er þessu ári, hefur það verið um 50%. Matkaup h.f. Matkaup h.f. er hlutafélag, sem stofnað var í október 1957, sagði fsak Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Að stofnun félagsins stóðu 23 ný- lenduvörukaupmenn í Reykja- vík og var markmiðið að bæta aðstöðu þeirra innan verzlun- arinnar á allan tiltækan hátt. Þetta var á tíma skömmtunar og vöruskorts og erfiðleikar hjá smákaupmönnum að fá vörui'. Úr vöruskemmu Matkaupa hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.