Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 58

Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 58
56 rrcjALS VERZLUN Fjölmiölar Aukaútgáfurnar orðnar að mest lesnu dagblöðunum í Danmörku Þeir sem komið hafa til Dan- merkur, sérstaklega Kaup- mannahafnar, jafnvel aðeins dagstund, muna líklegast eftir mest áberandi dagblöðunum þar í landi. Það eru ekki dag- blöðin, sem jafnan er vitnað í hérlendis, þegar alvarleg mál eru til umræðu, Politiken og BerlinsSe Tidende. Það eru dagblöðin, sem upphaflega voru aðeins aukaútgáfur þess- Enda þótt aðeins sé stigsmunur á efnismeðferðinni, er hann þó greinilegur, l. d. hvað snertir mannlífsmyndir. T. v. er E. B. stúlkan og t. h. B. T. stúlkan. ara tveggja nefndu blaða. Ekstra Bladet hóf göngu sína 1904, sem aukaútgáfa með Poli- tiken, og flutti einkum stuttar fréttir af rússnesk-japanska stríðinu. B. T. kom fyrst út 1916, sem aukaútgáfa með Berlinske Tidende, en efni blaðsins var að mestu stuttar fréttir af heimsstyrjöldinni fyrri. Nú eru þetta þau dag- blöð i Danmörku, sem mest eru seld og lesin þar í landi. Þau berjast á svipuðum vettvangi og standa nokkuð jafnt að vígi. „Gömlu blöðin“ í sínu stóra og þunga broti hafa farið halloka. „Nýju blöðin“, af sömu brotastærð og islenzku dagblöðin flest, eru ofan á. En vitaskuld er það þó efnið, sem riðið hefur baggamuninn. Ekki endilega gæðin, raunar alls ekki, heldur efnismeðferðin, sem við myndum hiklaust færa undir æsifréttastíl hér á landi. Ekstra Bladet „þorir, þegar aðrir þegja“ og B. T. „víkkar sjónhringinn". Þetta lýsir báðum blöðunum, hvoru fyrir sig, það er stigamunur, en eðli efnisins er það sama. Okkur myndi sannarlega bregða í brún, ef íslenzku blöðin tækju upp á því allt í einu, að líta út eins og Ekstra Bladet og B. T. Þau eru ekki á sömu bylgjulengd, enda þótt brotstærðin sé yfirleitt sú sama. En hvenær kemur að því? Hvenær kemur að því, að þau þori að gægjast undir yf- irborðið, koma við kaunin og hætta að dansa í kring um við- burði dagsins, eins og kettir í kring um heitan graut?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.