Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 58
56 rrcjALS VERZLUN Fjölmiölar Aukaútgáfurnar orðnar að mest lesnu dagblöðunum í Danmörku Þeir sem komið hafa til Dan- merkur, sérstaklega Kaup- mannahafnar, jafnvel aðeins dagstund, muna líklegast eftir mest áberandi dagblöðunum þar í landi. Það eru ekki dag- blöðin, sem jafnan er vitnað í hérlendis, þegar alvarleg mál eru til umræðu, Politiken og BerlinsSe Tidende. Það eru dagblöðin, sem upphaflega voru aðeins aukaútgáfur þess- Enda þótt aðeins sé stigsmunur á efnismeðferðinni, er hann þó greinilegur, l. d. hvað snertir mannlífsmyndir. T. v. er E. B. stúlkan og t. h. B. T. stúlkan. ara tveggja nefndu blaða. Ekstra Bladet hóf göngu sína 1904, sem aukaútgáfa með Poli- tiken, og flutti einkum stuttar fréttir af rússnesk-japanska stríðinu. B. T. kom fyrst út 1916, sem aukaútgáfa með Berlinske Tidende, en efni blaðsins var að mestu stuttar fréttir af heimsstyrjöldinni fyrri. Nú eru þetta þau dag- blöð i Danmörku, sem mest eru seld og lesin þar í landi. Þau berjast á svipuðum vettvangi og standa nokkuð jafnt að vígi. „Gömlu blöðin“ í sínu stóra og þunga broti hafa farið halloka. „Nýju blöðin“, af sömu brotastærð og islenzku dagblöðin flest, eru ofan á. En vitaskuld er það þó efnið, sem riðið hefur baggamuninn. Ekki endilega gæðin, raunar alls ekki, heldur efnismeðferðin, sem við myndum hiklaust færa undir æsifréttastíl hér á landi. Ekstra Bladet „þorir, þegar aðrir þegja“ og B. T. „víkkar sjónhringinn". Þetta lýsir báðum blöðunum, hvoru fyrir sig, það er stigamunur, en eðli efnisins er það sama. Okkur myndi sannarlega bregða í brún, ef íslenzku blöðin tækju upp á því allt í einu, að líta út eins og Ekstra Bladet og B. T. Þau eru ekki á sömu bylgjulengd, enda þótt brotstærðin sé yfirleitt sú sama. En hvenær kemur að því? Hvenær kemur að því, að þau þori að gægjast undir yf- irborðið, koma við kaunin og hætta að dansa í kring um við- burði dagsins, eins og kettir í kring um heitan graut?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.