Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 33

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 33
Brauð hf, Verðlagseftirlitið kemur í veg fyrir fjölbreytni — Fjölbreytni í brauðgerð hefur staðið í stað nokkur undanfar- in ár, og kenni ég verðlagseftir- litinu um það, sagði Haukur Friðriksson framkvæmdastjóri Brauðs h/f, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á SAFA brauðum. Við búum við verð- lagseftirlit sem skammtar okk- ur svo lágt brauðverð að það borgar sig vart að framleiða brauð, en kökuverðið er hai't liærra en það þyrfti að vera til að ná upp þessum mismun. Afleiðingar þessarar tilhög- unar komu gleggst fram þegar Rúgbrauðsgerðin lagði niður starfsemi sína fyrir nokkrum árum vegna þess að það borg- aði sig ekki að framleiða brauð, en það íyrirtæki var eitt hið stærsta á þessu sviði hér. Haukur, sem á fyrirtækið í félagi með tveim öðrum bók- urum, Óskari Sigurðssyni og Kristni Albertssyni, sagði að þeir hefðu upphaflega stofnað fyrirtæki sitt vegna þess að al- mennur áhugi var meðal fólks að geta fengið brauð keypt víð- ar en í bakaríum. Hófu þeir þá framleiðslu á niðurskornum formbrauðum, SAFA brauðum, og hugðust sérhæfa sig á því sviði. MARKAÐURINN OF LÍTILL FYRIR SÉRHÆFINGU — Það kom þó brátt í ljós, sagði Haukur, að markaðurinn hér var of lítill fyrir sérhæf- ingu, auk þess sem dreifingar- kostnaðurinn varð alltof mikiil með eina vörutegund. Því fór- um við út í að baka fleiri teg- undir og bökum nú allar al- gengustu kökutegundir, sem eru á markaðnum í dag. Sem dæmi um hvað dreifingarkostn- aðurinn lækkaði eftir að farið var að dreifa fleiri tegundum, má nefna að hann fer aldrei yfir 5% núna, en fór aldrei niður fyrir 15% á meðan við dreifðum brauðunum eingöngu. Brauð h/f er eitt stærsta bak- arí á landinu með 50 til 60 starfsmenn og er framleiðslu fyrirtækisins dreift um allt land á 130 staði, aðallega í Reykjavík og nágrenni. EITT BRAUÐ Á MEÐALFJÖLSKYLDU Á DAG Haukur sagði, að án þess að nein sérstök rannsókn hefði farið fram á því, mætti ætla að fimm manna fjöskylda borð- aði að meðaltali eitt fransk- brauð á dag, svo að daglega væru borðuð um 20 þúsund franskbrauð í Reykjavík og ná- grenni. Neyzluhættirnir eru nokkuð breytilegir eftir hveif- um, sagði hann. í hverfum þar sem eldra fólk er í meirihluta, er meira borðað af brauðum bökuðum upp á gamla mátann, en í nýrri hverfum er meira notað af sneiddum formbrauð- um svo að greinilegt væri að unga fólkið tæki þessari nýjutig vel. Varðandi innflutning á kök- um sagði hann, að hann kæmi síður við bakarí sem bökuðu aðallega brauð, heldur fremur hin, sem sérhæfðu sig við köku- bakstur. Hann sagði að mörg hráefni, sem flutt væru hér inn, væru mjög hátt tolluð og það veikti samkeppnisaðstöðuna vissulega, en á móti því kæmi, að kökur þættu beztar eftir því sem þær væru nýrri, en þær innfluttu væru allt að hálfs mánaðar gamlar þegar þær kæmu á markað hér. Sláturfélag Suðurlands: Stóraukið hreinlæti og bætt aðstaða — Við höfum alltaf varið miklu fé í viðhald vinnslu- stöðva okkar og það kemur okkur til góða nú og auðveldar okkur að mæta hinum stór- auknu og skyndilegu kröfum um hreinlæti og aðbúnað í kjötvinnslustöðvum, sagði Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Sláturfélagið er félag búvöru- framleiðenda og var stofnað ár- ið 1907. Félagssvæðið nær frá Skeiðarársandi vestur að Hvítá í Borgarfirði og á félagið sjö sláturhús á svæðinu. Tilgangur félagsins er að annast vinnslu og dreifingu á búvöru félags- FV 6-7 1972 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.