Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 37
FV 6-7 1972
BLAÐAUKI III
ið fjarskiptaþjónustu við flug-
vélamar svo að dæmi séu
nefnd.
Atvinnulíf Vestfirðinga skipt-
ir íslenzkan þjóðarbúskap höf-
uðmáli. Fiskvinnslufyrirtækin,
sem eru á annan tug, hafa
meginhlutverki að gegna í út-
flutningsframleiðslunni. Frysti-
hús á Vestfjörðum framleiða
17% af öllum útflutingi SH.
Þess vegna verður að sjá til
þess að byggð geti áfram þrif-
izt á þessum stöðum, í sjávar-
þorpunum og inni í sveitunum.
En til þess að svo megi verða.
þarf nauðsynlega að koma í
veg fyrir augljósa mismunun
og óraunhæfar aðgerðir ómann-
legs kerfis stjómsýslunnar og
skrifstofuvaldsins.
Húsnæðisskortur er víðast
alvarlegur í útgerðarbæjunum
á Vestfjörðum. Gert hefur ver-
ið ráð fyrir því, að bygginga-
framkvæmdir á við þær, sem
framkvæmdanefnd hefur stað-
ið fyrir í Breiðholti í Reykja-
vík, gætu farið fram annars
staðar á landinu. Vestfirðingar
spyrja, af hverju þeir hafi
ekki enn getað fengið sömu
lánafyrirgreiðslu til húsnæðis-
bygginga og fólk í þéttbýlinu.
Það er tómt mál að tala um
jafnvægi í byggð landsins,
byggðaþróun eða hvað það nú
heitir, meðan ráðamenn koma
í veg fyrir að fólkið úti á
landsbyggðinni eins og t.d. á
Vestfjörðum fái í þessu tilliti
sömu fyrirgreiðslu hjá hinu
opinbera og íbúar höfuðborgar-
svæðisins.
Dæmi um hið ómennska
kerfi skrifstofuvaldsins em fyr-
irætlanir um nýskipun læknis-
héraða. Samkvæmt þeim eiga
íbúar A-Barðastrandarsýslu,
syðst á Vestfjörðum, að sækja
læknisþjónustu til Stykkis-
hólms, hinum megin við
Breiðafjörð. Þetta er glöggt
dæmi um það, hvemig mið-
stjórnarvaldið ætlar með einu
pennastriki að útiloka þá
veigamiklu þætti samfélags-
hátta, sem landfræðileg skipan
og samskipti fólks í marga
mannsaldra hafa komið hefð á.
Framtíð byggðar á Vestfjörð-
um er kannski ekki í yfirvof-
anidi hættu. Hins vegar er það
lágmarkskrafa, að þjóðfélagið
tryggi þeim, sem búa vilja í
dreifbýlinu við erfiðar aðstæð-
ur, sömu möguleika til þess
að eignast þak yfir höfuðið og
gerist í þéttbýlinu.
Flateyri:
Hluthafar 160 í
frystihúsinu
Einar Oddur Kristjánsson
heitir ungur maður, sem stjóm-
ar rekstri fiskiðjunnar Hjálms
h.f. á Flateyri. Hjálmur h.f.
var stofnaður árið 1968 og era
hluthafar mn 160 talsins.
Hraðfrystihúsið á Flateyri
komst í greiðsluþrot árið 1967
og hætti fyrirtækið þá störf-
um en bráðabirgðafélag var
sett á stofn til að annast rekst-
ur þess um sinn, m.a. með
þátttöku sveitarfélagsins. Síðan
tók Hjálmur h.f. við og keypti
upp eignir frystihússins, fisk-
verkunarstöð og beinamjöls-
verksmiðju.
19 MILLJÓNIR í
LAUN í FYRRA.
Gengisfellingarnar áttu sinn
þátt í að bæta rekstrarlega af-
komu Hjálms h.f. og síðan
1969 hefur þróunin verið já-
kvæð, en erfitt er að spá
um framtíðina eins og ann-
ars staðar í frystihúsaiðnað-
inum. Hjá Hjálmi h. f. leggja
upp þrír stórir bátar, eitt
200 tonna stálskip og tvö
minni, sem stundað hafa línu-
Einar Oddur Kristjánsson, forstjóri fiskiðjunnar Hjálms h.f. á
Flateyri.