Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 43

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 43
manna í því augnamiði að gæta dreifingaraðstöðu og lækka dreifingarkostnað, sem Jón sagði að félaginu hefði greini- lega tekizt, því að hann væri líklega óvíða ef nokkurs stað- ar jafnlágur og hér. BREYTTAR KRÖFUR KOSTA MIKIÐ FÉ Hinar breyttu kröfur og nýju viðhorf í kjötvinnslu hafa að sjálfsögðu kostað félagið mikið fé og munu kosta það áfram um sinn, sagði Jón, þannig að við höfum þurft að verja 46 millj- ónum í endurbætur á siðustu þrem árum, og auk þess þurft að kaupa tækjaútbúnað fyrir aðrar 16 og rann þetta aðallega til hússins á Selfossi, sem nú er eitt fullkomnasta slátur- og kjötvinnsluhús á landinu. Enn- fremur stendur til að laga hús- ið að Kirkjubæjarklaustri fyrir 10 milljónir á næstunni og framundan er að byggja nýja vinnslustöð í Rangárvallasýslu fyrir um 50 milljónir króna og er áætlað að það hús verði kom- ið í gagnið árið 1975. Önnur hús félagsins munu vera í góðu ástandi og ekki þurfa neinna teljandi endurbóta við. Þessar upphæðir flokkast alls ekki allar undir kostnað vegna aukinna hreinlætis- krafna. Sláturhús og kjöt- vinnslustöðvar virðast hafa ver- ið betur á veg komin en fisk- vinnslustöðvar hvað það snert- ir. Þarna er einnig um stór- aukna starfsemi að ræða og geta sláturhús félagsins nú slátrað um sjö þúsund fjár á dag. Hins vegar mun áætlað að í ár og næstu fjögur ár, að meðtöldum þrem síðustu árum, þurfi að verja um 550 milljón- um króna til endurbóta á slát- urhúsum um land allt. KJÖTNEYZLA AÐ NOKKRU HÁÐ NIÐURGREIÐSLUM — Kjötneyzla fer greinilega vaxandi hér innanlands, þott hún sé að vísu nokkuð háð nið- urgreiðsum og kaupgetu fólks, sagði Jón, og nú er t. d. vöntun á vinnslukjöti og höfum við orðið að vísa frá viðskiptum við erlenda aðila þess vegna. Við reynum fyrst og fremst að anna eftirspurn á innanlandsmark- aðinum, en flytjum ekki út nema offramleiðslu. Sveiflur eru mjög miklar frá ári til árs og var þannig slátr- að um 160 þúsund fjár árið 1968 en ekki nema 130 þúsund- um á síðasta ári, enda sagði Jón að gengið hefði á stofninn und- anfarin ár, en horfur væru nú á að hann færi að rétta við aft- ur. — Þótt þessi geysilega eftir- spurn sé eftir dilkakjöti, sagði Jón, þá höfum við mikinn á- huga á að auka fjölbreytnina svo sem með holdanautakjöts- framleiðslu, sem mjög mikil vöntun er á, en það tekur nokk- ur ár að koma þeirri fram- leiðslu á einhvern verulegan rekspöl. Svínakjötsframleiðslan hefur einnig aukizt verulega að undanförnu og var þannig slátrað 2800 svínum í fyrra, sem er 800 svínum fleira en ar- ið áður og mun nú vera nokk- uð jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar á svínakjöti hér. Eftirspurn eftir folaldakjöti er einnig mikil og var 1000 fol- öldum slátrað í fyrra og ann- aði það eftirspurn. Nægilegt og aukið framboð virðist vera á folaldakjöti, og hefur hinn mikli hrossaútflutningur und- anfarinna ára ekki haft áhrif á það. Fuglakjötsframleiðsla fer mjög vaxandi hér á landi, eink- um ræktun á holdakjúklingum og er eftirspurn oft meiri en framboð. Hins vegar sagði Jón að sú framleiðsla væri ekki enn komin á það stig að heppiiegt væri að reyna sérstakt slátur- hús fyrir hana, heldur sér Slát- urfélagið enn aðeins um dreif- ingu. — Dilkakjöt lang vinsælast Búvörudeild SÍS: Dilkakjöt er yfirgnæfandi mest af því kjöti, sem ís- lendingar neyta, enda borðar hvert einasta mannsbarn í land- inu að meðaltali 40 til 45 kíló af dilkakjöti árlega. Önnur kjötneyzla, svo sem nauta- og svínakjötsneyzla er hverfandi lítil í samanburði við hina, enda var sauðfé um siðustu ára- mót 786 þúsund, nautgripir 59 þúsund, þar af 35 þúsund mjólkurkýr, og nokkur þúsund svín. Miðað við þennan fjölda sauðfjár yfir vetrartímann, má búast við að hann fari yfir 1,5 milljón yfir sumartímann, þar sem tvílembingar verða stöð- ugt algengari. Þessar upplýsing- ar fékk FV hjá Agnari Tryggva- syni forstöðumanni búvöru- deildar SÍS. EKKI NÆGILEGA MIKIÐ TIL AF NAUTA- OG SVÍNA- KJÖTI Hann sagði að nauta- og svínakjötsframleiðsla fullnægði hvergi nærri eftirspurn, og væri t. d. mjög algengt að út- FV 6-7 1972 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.