Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.07.1972, Qupperneq 53
tonn, sem þykja lágmarksbirgð- ir og er um það bil mánaðar- neyzla. Þetta eru minnstu birgðir síðan 1960. Smjörneyzl- an er nú orðin 7,7 kíló á mann að meðaltali og sagði Óskar, að auglýsingar á smjörinu og upp- runa þess, hafi greinilega auk- ið neyzluna eitthvað. Smjörframleiðsian er mest yfir sumartímann og er þá framleiddur forði til vetrarir.s. í fyrra voru 300 tonn flutt út með útflutningsuppbótum, en í ár eru horfur á að ekkert verði flutt út. Smjörneyzlan fer nokkuð eftir efnahag og nið- urgreiðslum. Hún er mikil núna, enda efnahagur góður og hvert kíló smjörs greitt niður um helming framleiðslukostn- aðarins. — IX/lfólkursamsala Reykjavíkur: IVfjólkurafurðirnar stöðugt vinsælli — Neyzla mjólkurafurða er alltaf nokkuð háð niðurgreiðsl- um, en hún fer greinilega vax- andi nú upp á síðkastið, eink- um með tilkomu þeirra nýj- unga, sem 'komið hafa á mark- aðinn að undanförnu, sagði Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölu Reykjavíkur. Má þar fyrst nefna Emm Ess- ísinn, sem nú er framleiddur í 32 tegundum. Sú framleiðslu- grein hófst 1959 og var að mestu leyti nýjung þá, og sagði Stefán að það hefði tekið nokk- urn tíma fyrir fólk að átta sig á vörunni, en síðustu ár hefur orðið mikil söluaukning í ísn- um, einkum með tilkomu ís- tertanna. Sýrður rjómi til mat- argerðar kom næstur, og var honum mun betur tekið en von- ir stóðu til. Súkkulaðimjólk var nýlega send á markaðinn, og var henni mjög vel tekið, en neyzla hennar er mest yfir vet- urinn, þegar skólar eru starf- andi. FJÖLDI NÝJUNGA Þá kom hrært skyr í dós- um á markaðinn fyrir nokkru og er mjög vaxandi sala í þeirri vöru, enda stefnt að því, að skyr verði aðeins selt þannig í framtíðinni, þar sem það er betra í geymslu og auðveldara að matbúa það. Loks er fram- leiðsla á Yougurt nýlega haf- in og hefur hlotið miklar vin- sældir svo að eftirspurn er enn mun meiri en framboð. En nú stendur til að auka við fram- leiðsluna. Fieiri nýjungar eru stöðugt í athugun, án þess að hægt sé að nefna neina vænt- anlega nýjung að svo stöddu. Markaðurinn er það lítill, sagði Stefán, að mikil fjölbreytni hlýtur að verða dýr, auk pess sem við verðum fyrst að anna eftirspurn eftir þeirri vöru sem er á markaðnum, áður en farið verður út í eitthvað nýtt. Stefán vonaðist til að þessi stóraukna neyzla mjólkuraf- urða kæmi ekki niður á neyzlu nýmjólkur. Hins vegar er nú ljóst að mjólkurneyzlan stend- ur í stað, en eykst ekki eins og flest önnur matvælaneyzla. Ekki er þó enn hægt að greina samdrátt. BÆNDUR VILJA MEIRI- HLUTAAÐSTÖÐU UM DREIFINGU Varðandi þá ósk fjölda mat- vörukaupmanna að fá að selja mjólk í búðum sínum, sagði Stefán, að það væri stefna bænda að hafa meirihluta að- stöðu í sölu og dreifingu mjólk- ur, en leyfa öðrum að selja hana eftir því sem þurfa þykir og hentar. Með því telja bænd- ur sig geta haft áhrif á dreif- ingarkostnað, byggt upp ódýr- ara dreifingarkerfi og haft því meira upp úr mjólkursölunni. — Kaupmenn hafa nú þegar yfirburðaaðstöðu, þar sem þeir selja mjólk á 85 stöðum, en Mjólkursamsalan hefur 75 út- sölustaði, sagði Stefán. Verð á mjólkurafurðum og mjólk er svipað eða lægra hér en víðast annars staðar, og hin- um miklu vinsældum mjólkur- afurðanna þakkaði Stefán fyrst og fremst það, að þær eru nær- ingarríkar, en þó fituminni en nýmjólk. — FV 6-7 1972 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.