Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 61

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 61
en röskar 105 milljónir eru mn- vegnar í mjólkurbúin. FRAMLEIÐSLAN MJÖG MIS- MUNANDI EFTIR ÁRSTÍMUM Mjólkurframleiðslan er mjög mismunandi eftir árstímum og skapar það mjólkuriðnaðinum talsverða erfiðleika og kostnað umfram þann, sem væri, ef framleiðslan væri stöðugri. Öll móttökuskilyrði og tæki þarf að miða við hámarksframleiðslu og standa því tækin lítið notuð eða ónotuð mikinn hluta af ár- inu, eða þann tíma, sem lítil mjólk berst. Sem dæmi um óstöðugleika framleiðslunnar má nefna að í júlí í fyrra bárust 12,2 millj- ónir kílóa mjólkur til mjólkur- búanna, en ekki nema 6,3 millj- ónir í janúar sama ár. Auk þess er fitumagn mjólkurinnar mjög mismunandi eftir árstím- um, mest á sumrin og fram á haust, en minnst á veturna, einkum eftir áramót. Mjólkur- framleiðslan sunnanlanas dregst oft svo mikið saman yf- ir vetrartímann, að flytja verð- ur mjólk að norðan tii þess að fullnægja eftirspurninni. Pétur Sigurðsson sagði, að til þess að tryggja stöðugan markað, þyrfti umframframleiðslan að vera a. m. k. 10%. Tilraunir hafa verið gerðar til þess erlendis að greiða bænd- um hærra verð fyrir mjólkina yfir þann tíma sem framleiðsl- an er minnst, í þeim tilgangi að þeir reyni að auka framleiðsl- una með aukinni fóðurgjöf, tn þessar tilraunir hafa lítinn ár- angur borið, og taldi Pétur ekki líklegt að þetta fyrirkomuiag verkaði fremur hér en erlendis. Sælgætisgeröin Linda: Fyrsta flokks gæði skáka innflutningnum — Meðan ég set gæðin númer eitt, cttast ég ekki samkeppn- ina við innflutninginn, enda merki ég ekki neinn samdrátt hjá mér nema síður væri, því framleiðslan þyrfti að vera 39 til 40% meiri nú til þess að fullnægja eftirspurn, sagði Ey- þér H. Tómasson, forstjóri Sæl- gætisgerðarinnar Lindu h/f á Akureyri. NEYZLAN BYGGIST Á GÆÐUM Hann sagði, að neyzlan byggð- ist fyrst og fremst á gæðum, og gæðin byggðust upp á fyrsta flokks hráefnum, og því keypti hann þau og sparaði ekkert til, enda hefði hann fengið mjög góðar niðurstöður úrrann- sóknum á Lindu-súkkulaði, sem gerðar voru á erlendum rann- sóknarstofum. — Ég tel að Lindusúkkulaði standist fyllilega samanburð við hvaða súkkulaði sem er, sagði Eyþór, enda ætla ég að reyna að hefja reglulegan út- flutning á því og er unnið að markaðskönnun í Kanada og í Bandaríkjunum. Nokkur tonn af Lindusúkkulaði voru flutt út til Bandaríkjanna á síðasta ári, og var það selt þar sem fyrsta flokks súkkulaði og var í háum verðflokki. Annars taldi Eyþór rétt að útflutningsdeild iðnað- arins kannaði þessa möguleika, því að verksmiðjan sjálf hefði vart bolmagn til þess. Þannig er til dæmis ókannaður austan- tjalds markaðurinn, Norður- lönd og fleiri svæði, sem Eyþór taldi ekki ólíklegt að mætti komast inn á. SÉRMENNTAÐ FÓLK Eyþór sagði, að sérmenntað fólk og strangar kröfur væru frumskilyrði gæðanna, sem yrðu umfram allt að vera jöfn og örugg, og ætlaði hann ekki að láta sér verða það á að senda frá sér misheppnaða vöru, sem eyðilegði markaðinn, eins og nokkrum aðilum hefði því mið- ur orðið á. Varðandi umboð og innflutn- ing á erlendu sælgæti, sagðist Eyþór ætla að flytja inn það, sem hann byggi ekki til sjálfur FV 6-7 1972 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.