Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.07.1972, Qupperneq 63
og ekki svaraði kostnaði að gera hér, en annars hygðist hann ætla að halda sinni framleiðslu óbreyttri áfram og sjá til, hver þróunin yrði, þegar ekki væru lengur tollar og höft á erlenda sælgætinu. Linda er einn stærsti sæigæt- isframleiðandinn hérlendis, og er þar allt unnið í fullkomnurn vélum nema konfektið, þar sem vélum verður vart við komið. Grænmetisverzlun landbúnaðarins: Kartöflur góð megrunarfæða fslendingar borða að meðal- tali 50 til 60 kíló af kartöílum á mann árlega, en hins vegar eru talsverðar sveiflur í kar- töfluneyzlunni eftir efnahag fólks. Þegar kaupgeta almenn- ings er í íáginni, er neyzla kartaflna í hámarki, en þetta er gagnstæð þróun miðað við flestar aðrar neyzluvörur og mun betta stafa af því að kar- töflur eru mjög ódýr fæða. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Jóhanni Jónassyni, forstjóra Grænmetisverzlunar landbún- aðarins. Jóhann sagði að meðalárs- neyzla okkar íslendinga væri 110 til 120 þúsund tunnur, tunn- an tekur 190 kíió, og eru þá útsæðiskartöflur taldar með, sem eru um 15% af heildarsöl- unni. í fyrra voru hins vegar framleiddar hátt í 150 þúsund tunnur, enda var árið í fyrra al- gert metár í kartöfluframleiðsl- unni. Þetta þýðir þó ekki að við verðum sjálfum okkur nóg- ir um kartöflur í sumar, bar sem geymsluörðugleikar koma í veg fyrir það, og efaðist Jó- hann um að það tækist nokk- urn tímann að láta endana na saman vegna þessa, nema breytt geymslutækni kæmi til. GEYMSLUVANDAMÁLIÐ MIKIÐ Aðalvandamálið er spírun kartaflnanna, þegar fer að vora, en seinvirk aðferð hefur hingað til verið notuð til þess að koma í veg fyrir hana. Nú í vetur voru hins vegar flutt inn tæki og efni til þessa verks, sem eru ódýr og fljótvirk. Þau eru ný- lega tilkomin og hafa reynzt vel erlendis, og vonaðist Jóhann tii þess að með þeim verði fram- vegis hægt að geyma kartöflur lengur fram á sumarið en nú. Kartöfluuppskeran er afar mismunandi frá ári til árs, þrátt fyrir að svipað magn sé sett niður, og veltur uppskeran mjög á veðráttu. Þannig fengu margir kartöfluræktendur allt að tífalda uppskeru í fyrra haust, miðað við það, sem sett var niður í fyrravor. Undan- farin sex til sjö ár á undan voru slæm kaitöfluár og fékkst þá oft meira en helmingi minni uppskera en í fyrra, eða þre- til fimmföld miðað við þaö sem sett var niður. Þessar gífurlegu sveiflur gera framleiðendunum crfitt fyrir, þar sem sáralitii framleiðsla getur orðið eitt ár- ið og offramleiðsla það næsta, en samt sem áður þurfa þeir alltaf að gera ráð fyrir met- framleiðslu fyrir það hvað vélar og þau tæki, sem halda réttu raka- og hitastigi í þeim, eru dýr, en kartöflur eru mjög viðkvæmar í geymslu og í fiutn- ingum. Þrátt fyrir geysimikla framleiðslu síðasta sumars, varð ekki teljandi geymslu- skortur, en Jóhann sagði að svo furðulegt væri það, að þrátt fyrir tækniútbúnað þann, sem nú væri notaður í stærri geymslum, til þess að halda réttu raka- og hitastigi, geymd- ust kartöflurnar alltaf bezt í niðurgröfnum jarðhýsum, þar sem engin tæki sæju um á- stand þeirra. Til þess að kom- ast hjá verulegum flutningum á kartöflum innanlands, hefur Grænmetisverzlunin komið upp 65 útibúum víðsvegar um land- ið sem dreifa í kringum sig. Varðandi offramleiðslu sagði Jóhann, að Grænmetisverzlun- in keypti að sjálfsögðu ekki meiri birgðir en hún gæti selt, en hins vegar væri reynt að kaupa sem jafnast frá kartöflu- bændunum til þess að einn sæti ekki ef til vill uppi með alla framleiðslu sína um leið og annar hefði selt alla sína. Þetta er að vísu erfitt verk, sagði Jó- hann, en við reynum að taka tillit til framleiðslu viðkom- andi aðila á undanförnum árum og nota það sem grundvöll. Hins vegar er offramleiðslan bændunum ekki ónýt, af því að kartöflur eru ágætis skepnu- fóður, einkum handa kindum. GÆÐI OG VERÐ ÞEIRRA ER- LENDU MISMUNANDI Þær erlendu kartöflur, sem venjulega eru fluttar hingað inn yfir sumartímann, koma frá Evrópu, aðallega Ítalíu. Verð þeirra er mjög mismunandi og sömuleiðis gæði. Jóhann taldi, að gullauga og íslenzkar rauð- ar kartöilur, stæðu þeim er lendu hvergi að baki nema sið- ur væri. Þær íslenzku hefðu yfirleitt meira þurrefnisinni- hald en erlendar matarkartöfl- ur, en aftur á móti væri bragðið smekksatriði hvers og eins. Kartöflur eru mjög heppileg megrunarfæða, sagði hann, þær eru heppilegt fyllifæði fyrir magann, og hafa þó næringar- innihald. Ef næringargildi og magn kartaflna er miðað við eitt kíló af mjöli í brauði, gefa sex til sjö kíló af kartöflum á- líka margar hitaeiningar og eitt kiló af mjöli, auk þess sem ýmis vítamín eru í kartöflun- um, sem ekki eru í mjölinu. Að lokum sagði Jóhann, að útlit væri fyrir gott kartöfluár í ár hjá þeim 25 þúsund aðilum, sem talið er að setji niður kar- töflur árlega. Yfirgnæfandi meirihluti þessa fólks eru ein- staklingar, sem aðeins rækta fyrir sig og heimili sitt. FV 6-7 1972 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.