Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 67
Tækni:
Tölvunotkun verður stöðugt
útbreiddari á íslandi
Um þessar mundir eru
5 ár liðin frá því að IBM
World Trade Corporation
setti á stofn útibú hér á
landi undir nafninu IBM á
ÍSLANDI. Útibúið tók við
þeim hluta af starfsemi IBM
umboðsins, sem Iaut að
skýrsluvélum og tölvum,
sölu á rekstrarvörum til
þeirra, svo og rekstri
skýrsluvinnslu.
Saga IBM á íslandi
var rakin að nokkru í við-
tali við Ottó A. Michelsen,
forstjóra, í 7. tbl. F.V. árið
1970, og verður ekki endur-
tekin hér. Hins vegar þykir
hlýða á þessum tímamótum
að gefa lesendum F.V. hug-
mynd um það með nokkrum
dæmum, hversu notkun
tölva er orðin snar þáttur
í tilveru nútímamannsins.
Þessi þáttur í atvinnu- og
viðskiptalífinu, sem kallað-
ur hefur verið á ensku
Automatic Data Processing,
og á íslenzku mætti nefna
sjálfvirka gagnavinnslu, hef-
ur tekið afar stórstígum
framförum á síðustu árum,
og í engri grein hefur orðið
jafn ör fjölgun starfsfólks.
Á þetta bæði við um fjölda
fólks við framleiðslu véla,
beint og óbeint, sem og við
rafreiknideildir þeirra aðila,
sem nota þessa nýju tækni.
UPPHAF TÖLVUTÆKNI.
Tímabil sjálfvirkrar
gagnavinnslu er talið hefj-
ast árið 1952, þegar fyrstu
fjöldaframleiddu tölvurnar
voru boðnar til sölu. Þá var
það mat markaðssérfræð-
inga, að varla myndu nema
svo sem 50 fyrirtæki hafa
not fyrir slíkar vélar. Nú,
20 árum seinna, skipta þau
þúsundum. Það má því
segja, að þessi starfsgrein
hafi þegar slitið barnsskón-
um — máske væri réttlæt-
anlegt að segja vaxið upp
úr þeim.
Reynslan hefur sýnt, að
það tekur æ skemmri tíma
frá því að uppfinning er
gerð og þar til farið er að
nota hana á hagnýtan hátt.
Útbreiðsla nothæfra nýj-
unga verður með hraða sem
líkja má við sprengingu.
Svo varð um sjálfvirka
gagnavinnslu, þar með að
sjálfsögðu tækin, sem hún
er unnin með, tölvurnar.
Tölvu má með nokkrum
sanni kalla eftirlíkingu af
heila mannsins. Sumir segja
mjög lélega eftirlíkingu, en
þó verður að játa að hún
hefur vissa yfiríburði. Má
þar helzt nefna að minnið
er óbrigðult innan þeirra
marka, sem stærð tölvunn-
ar ákveður. Tölvan ályktar
líka alltaf eins út frá sömu
tilteknum forsendum; hún
er með öðrum orðum laus
við mannlega duttlunga og
geðbrigði. Eitt atriði enn er
hraðinn. Hún getur reiknað
eða borið saman stærðir og
ýmis önnur ákveðin atriði
miklu hraðar en nokkrum
manni væri kleift.
Tölvur eru sem sagt geysi-
öflug tæki til sjálfvirkrar
gagnavinnslu. Takmörkin
fyrir því, hvaða verkefni
megi leysa með hjálp þeirra
er torvelt að nefna. Þar er
hugmyndaflug tölvusmið-
anna og þeirra, sem matbúa
í þær efnið, kannske hið
eina, sem endanlega ræður.
Hitt er svo annað mál, hvað
er hagkvæmt fjárhagslega
og raunhæft tæknilega.
Englendingurinn Charles
Babbage hannaði og smíð-
aði að nokkru á öldinni sem
leið „greiningarvél“ með
þeirra tíma tækni, tannhjól-
um og stöngum, sem gat
framkvæmt flestar þær ló-
gisku aðgerðir, sem tölvur
nútímans eru byggðar á.
Vél þessi varð hins vegar
bæði of dýr og alls ekki
nothæf til hagnýtra verk-
efna.
Hætt er við að svona gæti
enn farið um hugmyndir, er
að þessu lúta. En eitt er
víst: Með öllu er ástæðu-
laus sá ótti, sem ýmsir hafa
látið í ljósi, að tölvan geti
einn góðan veðurdag tekið
völdin og farið að stjórna
sjálf því sem skeður í
kringum hana.
Að þessum varnagla
slegnum mætti kannske
víkja að nokkrum verkefn-
um úr ýmsum áttum, sem
leyst eru með hjálp tölv-
unnar.
STÖÐLUÐ
BÓKHALDSVERKEFNI.
Til þess að vinna tiltekið
verk í tölvu þarf að gera
fyrir hana svokallað forrit.
Forritunin tekur nokkurn
tíma, allt eftir því hversu
margbrotið verkið er, og
nauðsynlegur byrjunarliður
er ávallt að skilgreina verk-
ið nákvæmlega, lið fyrir lið.
Þarna er nokkur þröskuld-
ur, sem yfirstíga verður áð-
ur en unnt er að nýta kosti
tölvunnar.
Kerfisfræðingar IBM á
Islandi hafa gert verulegt
átaK til að létta þessa byrj-
un hjá smærri og meðal-
stórum fyrirtækjum með því
að búa til stöðluð forrit,
sem auðvelt er að aðhæfa
þörfum flestra fyrirtækja.
Hér er um að ræða fjár-
hagsbókhald, víxlabókhald,
rekstrarbókhald, viðskipta-
mannabókhald og launabók-
FV 6-7 1972
59