Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 73

Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 73
í þessum tilgangi hafa tölvur einmitt verið notað- ar með góðum árangri. Bú- in hafa verið til lagerstýr- ingarkerfi, þar sem tölvan er látin fylgjast með öllu sem skeður á lagernum, allt frá því að pöntun er gerð og þar til varan er seld. Með því að hagnýta sér þessa tækni, hefur mörgum fyrir- tækjum tekizt að lækka birgðafjárfestingu til muna samfara því að þjónusta við viðskiptavini hefur batnað. TÖLVUR VIÐ VÍSINDARANNSÓKNIR. Það er einkenni margra vísindalegra rannsókna, að mikið magn gagna og upp- lýsinga er flutt saman á einn stað og síðan flokkað, borið saman og niðurstöður skilgreindar. Einna fyrstur hér á landi til að notfæra sér tölvu- tækni við hagnýtar vísinda- rannsóknir var Stefán Aðal- steinsson, dr. phil. Þegar tölva kom í fyrsta skipti hingað til landsins árið 1963, en þá var IBM 1620 fengin að láni í fjórar vik- ur, hafði hann mikið magn tilbúið til véltöku af ýmsum rannsóknargögnum. Tölvan var mjög umsetin, því að margir þurftu að prófa hana, en dr. Sefán notaði nóttina, og vann á einni nóttu það, sem hann kallaði ársverk ella. Nokkru síðar kom tölva af IBM 1620 gerð hingað til landsins og stofnsett var Reiknistofnun Háskóla ís- lands. Þessa tölvu hefur dr. Stefán notað mjög mikið við störf sín. Seguldiskaminni hennar notar hann m.a. til þess að safna saman ár frá ári hvers konar upplýsing- um um nálægt 1500 ær og um 2000 lömb. Upplýsinga- söfnunin fer þannig fram, að í tölvunni eru prentaðar út vasabækur í handhægu formi til að skrá í niður- stöður vigtana, útkomu um sauðburð og annað, sem at- hugað er. Bókunum er svo safnað inn, hinar nýju upp- lýsingar færðar á gatspjöld og lesnar inn á seguldiskinn. I árslok eru allar útkom- ur prentaðar út í tölvunni svo að hvenær sem er megi fletta upp hverri á og hverju lambi. Ársuppgjör er einnig framkvæmt á segul- diskinum. Auk þess má hvenær sem er velja út til séruppgjörs allt fé, sem er í sérstökum tilraunum. Með þessu kerfi vinnst m.a. það, að aldrei þarf að lesa upplýsingar um kind eða tilraunaniðurstöðu nema einu sinni inn í tölvuna. O R I G I N A L FV 6-7 1972 65

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.