Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 61

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 61
stjórnunarfræðslu, og sam- keppnisaðstaða evrópskra fyr- irtækja yrði ekki bætt, fyrr en þetta stjómunarbil yrði brúað. Þessi skýring var almennt við- urkennd og síðan fyrrgreind bók kom út hefur framlag^ til stjórnunarfræðslu í Evrópu stóraukizt. Þetta hefur einnig orðið til að varpa ljósi á, að vandamál þróunarlandanna verða ekki eingöngu leyst með því að senda þangað fjármagn og flytja þangað háþróaða tækni. Stjórnun rekstrar þessara landa þarf að vera árangurs- rík og þótt stjórnun sé í eðli sínu alþjóðleg, þá verður að laga hana að aðstæðum þess- ara þjóðfélaga. Stjórnunar- fræðsla á þannig greinilega eftir að gegna veigamiklu hlut- verki til aukningar hagvaxtar í vanþróuðu löndunum. í könnun, sem Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OE- CD, lét gera árið 1960 fann hún 150 sjálfstæðar stofnanir í Evrópu, er veittu námskeið í stjórnunarmálum, en árið 1971 voru þessar stofnanir yfir 500 talsins. Og þó talið sé, að yfir 75% allrar stjórnunarfræðslu fari fram innan fyrirtækjanna, hefur verið varlega áætlað, að meir en 2000 milljónum doll- ara hafi auk þess verið varið til stjórnunarfræðslu í OECD löndum Evrópu árið 1971. Hérler.dis hefur skilningur á þýðingu stjórnunarfræðslu einnig vaxið mikið. Stjórnun hefur verið kennslugrein við Viðskiptadeild Háskóla íslands, Verzlunarskóla íslands, Tækni- skóla íslands og fleiri fram- haldsskólum og ýmsir aðilar hafa reynt að bjóða mönnum úti í atvinnulífinu upp á stjórnunamámskeið, sem er mjög mikilvægar þegar litið er á það, að fæstir þeirra, sem nú stjórna íslenzku atvinnulífi og munu stjórna því um næstu framtíð, hafa fengið formlega menntun á því sviði. Sem dæmi um þessa aðila má nefna Stjórnunarfélag íslands, sem var stofnað 1961 (en hliðstætt félag hefur starfað í Banda- ríkjunum frá 1923, Stjórnunar- fræðsluna og Verkstjórnar- fræðsluna, sem Iðnaðarráðu- neytið hefur starfrækt og auk þess hafa ýmis samtök at- vinnurekenda og sjálfstæðir að- ilar mjög aukið fræðslu sína á sviði stjórnunar. Kannanir, sem gerðar hafa verið á íslenzkum iðnaði síð- ustu ár hafa sýnt, að fram- leiðni íslenzkra fyrirtækja er verulega ábótavant og er því ekki ólíklegt, að um sé að ræða nokkuð stórt stjórnunar- bil milli íslands og nágranna- landanna í Evrópu, sem fslend- ingar verða að brúa á næstu árum, ef þeir ætla að verða samkeopnishæfir á erlendum mörkuðum og halda lífskjörum á við þær þjóðir, sem þeir bera sig gjarnan saman við. Framtíðarhlutverk stjórnun- ar er mikið og vaxandi. Með stærri fyrirtækjum koma upp ýmis ný stjórnunarvandamál og stöðugt stærri verkefni og viðameiri framkvæmdir krefj- ast umfangsmeiri áætlana betri skipulagningar en áður hefur þekkst. Það þarf að fylgjast með hinum öru markaðsbreyt- ingum og stórfelldum tækni- breytingum og leitast við að hafa hemil á tækniþróuninni og þeim vandamálum, sem henni eru samfara. — Aukin stjórnunarfræðsla og framfar- ir í stjórnunarvísindum eiga því hlutverki að gegna að gera stjórnendum fært að ráða fram úr þessum vandamálum og valda þeim vaxandi kröfum, sem gerðar eru til þeirra. BÍLAHLUTIR PKSTAK CIMIR lllX prestolite Kerti Straumlokur Alternatorar Háspennukefli og margt fleira Kristinn Guðnason hf. Klapp'aratíg 27 .... FV 8 1972 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.