Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 73
Kristján Ó Skagfjörð hf. 60 ára Heildverzlun Kristjáns Ó. Skagfjörð, átti nýlega 60 ára afmæli, en hún er ein stærsta heildverzlun hérlendis og verzlar aðallega með matvör- ur, veiðarfæri, byggingarvörur og rafeindatæki. Kristján Ó. Skagfjörð fékk verzlunarleyfi á Patreksfirði árið 1912, og verzlaði aðallega með veiðarfæri og málningar- vörur. Hann rak fyrirtækið sem einkafyrirtæki til dauða- dags, árið 1951. Árið 1952 varð það svo hlutafélag og hefur vaxið mikið síðan. Sem dæmi um vöxtinn, voru aðeins þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu ár- ið 1952 og var hlutaféð þá 90 þúsund krónur. Nú vinna þar 56 menn og er hlutaféð 6 milljónir. Fyrirtækið hefur einkaum- boð fyrir um 70 erlend fyrir- tæki og er auk þess í stöðugu sambandi við fjölmörg fleiri. Þrátt fyrir það er meira en helmingur verzlunarinnar nú íslenzk vara og fer það hlut- fall stöðugt vaxandi, enda er lögð áherzla á að selja fremur íslenzka vöru en innflutta, þar sem um samkeppnishæfa vöru er að ræða. Verzlunin dreifir vörum um ailt landið og hefur 12 sölu- menn í þjónustu sinni. Fyrir- tækið rekur tvö dótturfyrir- tæki, sem eru Reykver í Hafn- arfirði, þar sem síldarvinnsla og reyking fer fram, og Haf- ver h.f. í Reykjavík, sem er fiskheildsölufyrirtæki. Einnig eru sömu eigendur að Kristjáni Ó. Skagfjörð og umboðs- og heildverzluninni Steinavör. Samkvæmt upplýsingum Braga Ragnarssonar, fram- kvæmdastjóra, er fyrirtækið í örum vexti og jókst velta þess um 40% á síðasta ári og hefur vaxið um 20% það sem af er þessu ári. Fyrirtækið hefur nýlega reist stóra vörugeymslu og frystiklefa að Hólmsgötu 4, og er verðmæti þeirrar byggingar röskar 30 milljónir króna. Næsta brýna byggingaverkefn- ið er að reisa nýtt skrifstofu- húsnæði, þar sem núverandi skrifstofuhúsnæði er ekki nema 160 fermetrar og vinna þar 25 til 30 manns. Það er frábrugðið með heild- verzlun K.Ó.S. og öðrum fyrir- tækjum, að meirihluti starfs- fólksins á hlut í fyrirtækinu. Öllum starfsmönnum eru gef- in hlutabréf eftir fimm ára starf, og geta þeir aukið við hlutaféð með aukavinnu, sem ýmist er greidd í hlutabréfum eða peningum eftir óskum við- komandi. Bragi Ragnarsson sagði, að þetta hefði marga kosti í för með sér. Fyrirtækinu héldist með þessu móti betur á fólki, það væri áhugasamara og loks væri það orðið þjálfaðir við- takendur. í stjóm félagsins eru nú Jón Guðbjartsson, formaður, Har- aldur Ágústsson og Margeir Sigurjónsson. Framkvæmda- stjóri er Bragi Ragnarsson. SERVO SKJALA- BIIMDI Heildverzlun Magnúsar Kjar- an hefur á boðstólum nýtízku- leg skjala- og bréfabindi, sem framleidd eru undir nafninu SERVO. Þessi bindi eru fáan- leg í mörgum glaðlegum litum, sem lífga upp á vinnustaðinn, og koma líka að notum við uppbyggingu á skjalavörzlu- kerfum. Hliðarnar á kili SERVO- skjalabindisins eru ávalar og er því auðvelt að ná taki á því, þó að það standi þétt á milli annarra bréfabinda. Kjöl- urinn er gerður úr plasti, sem auðvelt er að þrífa og það skemmir ekki hillur eða borð. Til þess að auðvelda flettingu eru SERVO-skjalabindin búin fjórum járngöfflum og sveigj- anlegum kili. Á lager hjá heildverzluninni eru jafnan fyrirliggjandi skjala- og bréfabindi í þrem litum. Gegn sérstakri pöntun er liægt að fá bréfabindin með plastik-hliðarspjöldum og er einnig hægt að fá firmanafn, vorumeiki o. þ. h. prentað á plastikspjöldin. FV 8 1972 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.