Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.09.1972, Blaðsíða 17
Útlönd Viðskiptasambönd Bandaríkjanna og Sovétríkjanna Viðtal við sérfræðing í viðskiptamálum austurs og vesturs Samuel Pisar er kunnur lögfræðingur á alþjóðlegum vettvangi og einnig sem ráð- gjafi stórfyrirtækja og banka. Hann átti sæti í forsetanefnd, sem fjallaði um stefnu Bandaríkjanna í utanríkisverzlun, og var ráðgjafi Nixons forseta í bandaríska Al- þjóðaverzlunar- og fjárfestingarráðinu. — Fyrir skömmu birtist við hann eftirfarandi viðtal í vikuritinu U.S. News and World Re- port. Er þar fjallað um viðskiptasambönd Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. — Búizt þér viO mikilli aulcningu í viöskiptum Sovétríkjanna og Bandaríhjanna nœstu 5 árin? — Ég tel, að það verði umfangsmikil aukning í viðskiptunum. Ég spái Því, að í lok þessa fimm ára tímabils verði viðskiptin komin upp í 2, eða jafnvel 5 milljarða dollara á ári á báða bóga, þ.e.a.s. ef við tökum með í reikninginn sameiginlegar fram- kvæmdir sovézkra og bandarískra aðila. Inn- og út- flutningur getur hækkað é. tímabilinu úr 200 millj- ónum dollara, eða þar um bil, í mörgum sinnum þessa upphæð, en von okkar er bundin við við- skipti, sem marka tímamót. Hafa ber í huga, að hin sex riki Efnahagsbanda- lags Evrópu og ríkin fjögur, sem eru um það bil að fá fulla aðild að bandalaginu, hafa 25 sinnum meiri viðskipti við Sovétrikin og A—Evrópu, en Bandaríkin hafa við söma aðila. Ég sé enga ástæðu til þess að Bandaríkin geti ekki aukið viðskipti sin við Sovétríkin tiu sinnum, eftir að höftum og mis- rétti kalda stríðsins er rutt úr vegi. — Hvaö veldur þessum slcyndilega áliuga í báöum rikjunum á aö auka viöskiptin? — Sovétríkin hafa tekið upp Þá stefnu að byggja upp neytendaþjóðfélag og þeim liggur mikið á. Landsmenn leggja hart að stjórnvöldunum á þessu sviði. Ég hef líka veitt því athygli, að þeir ætla sér að flýta uppbyggingu Síberíu eins mikið og þeir hugsanlega geta, vegna sambúðarvandamáls þeirra við Kínverja, sem eru nágrannar þeirra á þessum slóðum. Þeir eru mjög framarlega á mörg- um sviðum tækninnar, eins og t. d. í varnarmálum og geimferðum, en á hinu almenna sviði efnahags- kerfisins eiga þeir við mörg vandamál að glíma. Á sumum sviðum iðnaðarins eru þeir svo langt á eftir, að þeir lifa raunverulega á annarri öld i þeim efnum. Þannig skýrði einn af vísindamönnum þeirra þetta atriði, en hann heitir Andrei Shakharov. Þeir eru langt á eftir, til dæmis í efnaiðnaði, oliu- efnaiðnaði og ég tala nú ekki um á sviði tölvu- framleiðslunnar. Þetta sama á við þegar að því kemur að skipu- leggja framleiðslu neytendavarnings. Þeir hafa ekki áhuga á því að kaupa neytendavarning af okkur. Aftur á móti hafa Þeir mikinn hug á að kaupa af okkur verksmiðjur og þekkingu til þess að fram- leiða neytendavarning, þ. e. a. s. hina háþróuðu framleiðslugetu fjöldaframleiðslunnar og afkastamik- ið vörudreifingarkerfi. — Hver er áhugi Bandaríkjanna? — I fyrsta lagi getum við ekki haldið áfram þeirri stefnu okkar að takmarka viðskipti við Sovétríkin á tímum, þegar slík stefna er engan veginn árangursrík. Bandamenn okkar selja þeim Nixon forseti hefur gert sér far um að stofna til auk- inna við- skiptalegra tengsla Banda- ríkjanna og Sovét- ríkjanna. ýmsan þann varning, sem við neitum að seija þeim. Viðskiptajöfnuður okkar leyfir ekki lengur slika stefnu. Framleiðslugreinarnar eru á móti þessu og sama er að segja um verkalýðsfélögin. Þess vegna eru það okkar hagsmunir að leyfa bandariskum kaupsýslumönnum að gera það sem þeir vilja — að selja vörur sínar þar sem þeir geta selt þær — svo framarlega sem það veikir ekki öryggiskerfi landsins. Forsetinn hefur sagt, að það sé ekkert því til fyrirstöðu að við skiptum við Sovétríkin. Við eigum að taka upp á ný hina gamalkunnu „Yankee“-stefnu okkar og selja hverj- um sem er. FV 9 1972 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.